Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 10
ORÐSÞOMt Átökin í Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, sem hámarki náðu á Iandsþinginu fyrir nokkru, eru engan veg- inn unr garð gengin. Þó telja fróðir menn, að þeir Hannibal og Björn Jónsson séu á góðri leið með að kveða Bjarna Guðnason endanlega í kútinn. Segja margir það miður, að Bjarni, sem hafi nú eftir allt saman kannski haft einhvern smásnefil af hugsjón, skuli hafa orðið jafnauðveld bráð þeim félögum, sem búa yfir áratuga reynslu í pólitískum galdrabrögðum og hvers kyns klækjum. En fleiri eru sagðir koma þarna við sögu. Lengi hefur verið vitað, að Hannibal ráðfærir sig i veigamestu mál- um við bróður sinn Finnboga Rút og munu þau Finnbogi, Hulda kona hans og það fólk, hafa haft umtalsverð áhrif á þróun mála innan samtakanna að undanförnu. Er sú klíka al- menní nefnd HULDUFÓLKIÐ af öðrum félögum samtakanna og talað um hana með ótta- blandinni virðingu. ☆ ☆ ☆ Reykvíkingar hafa kvartað undan því, hve erfitt sé orðið að fá leigubíla í borginni á síð- kvöldum og jafnvel líka srax upp úr kvöldmat. Ástæðan fyr- ir þessu er sú, að margir leigu- bílstjórar eru hættir að þora að vinna nema venjulega dag- vinnu, þannig að þeir rétt hafi til hnífs og skeiðar. Skattalög- reglan er nefnilega á eftir þeim. Mun embætti skatta- rannsóknarstjóra fyrir skömmu hafa ákveðið að kanna fjár- mál leigubílstjóra í borginni sérstaklega. ☆ ☆ ☆ Margt er skrítið í kýrhausn- um og á það spakmæli ekki sízt við um opinbera stjórn- sýslu. Fyrir nokkru var minnzt 70 ára afmælis Héraðsskólans á Eiðum og hafði menntamála- ráðuneytið samþykkt fyrir sitt leyti, að skólanum yrðu færð- ar 100 þús. krónur að gjöf af þessu tilefni. Ólygnir segja okkur ,að menntamálaráðu- neytið hafi vísað erindinu ásamt eigin meðmælum til fjármálaráðuneytisins en þar hafi málið hlotið afar sérstæða afgreiðslu: Þar var sem sé ákveðið að Eiðaskóli fengi 30 þús. krónur að gjöf í tilefni 50 ára afmælis síns (sem var fyrir 20 árum). ☆ ☆ ☆ Borgaryfirvöld í Reykjavík hafa staðið frammi fyrir erf- iðum ákvörðunum í sambandi við úthlutun lóða undir ein- býlishús í Stóragerði, en það mál hefur verið á döf- inni um nokkurt skeið. Eft- ir ströngustu skoðun allra umsóknanna munu um 270 hafa talizt uppfylla öll skilyrði til þess að geta hlotið ein- hverja af þeim 40 lóðum, sem um er að tefla. Margir tá því ekki lóð fyrir draumahús- ið sitt að þessu sinni en borg- in mun bráðlega hafa tilbúið til úthlutunar einbýlishúsa- hverfi í Breiðholti, á fögrum stað, þar sem víðsýnt er yfir sundin og til fjalla. Gera borg- aryfirvöld ráð fyrir, að úthlut- un þar muni leysa Stóragerðis- vandann að einhverju leyti. ☆ ☆ ☆ I ráði mun að skipta Heild- verzluninni Heklu þannig að fyrirtækið P. Stefánsson verði á nýjan leik skilið frá Heklu og flytji í sín gömlu heim- kynni á Hverfisgötu 103. P. Stefánsson mun annast umboð fyrir brezka bílaframleiðendur og selja hér tegundirnar Land Rover, Morris og Austin. Framkvæmdastjóri P. Stefáns- sonar verður Sigfús Sigfússon, yngsti sonur Sigfúsar heitins Bjarnasonar forstjóra Heklu. Stjórnmálaflokkarnir eru sumir illa staddir í húsnæðis- málum. Sjálfstæðisflokkurinn seldi hús sitt Valhöll við Suð- urgötu fyrr á árinu og býr nú við mikil þrengsli í Galtafelli við Laufásveg. Mikill hugur er í flokksmönnum að reisa nýtt Sjálfstæðishús í borginni, með góðri fundaraðstöðu og ekki síður ákjósanlegt fyrir skrif- stofustarfsemi. Liggja fyrir frumteikningar af slíku húsi en ákvarðanir hafa enn ekki verið teknar um hvort það verður reist í þeirri mynd, sem fyrir liggur á pappírnum né hieldur hvar það verður. Framsóknarmenn vilja líka komast í nýtt hús. Það nýjasta í húsnæðismálum þeirra er, að fulltrúar flokksins munu hafa falast eftir hótelbyggingunni, sem Lúðvík Hjálmtýsson er að byggja við Rauðarárstíginn, og vilja nýta hana fyrir skrifstof- ur. — ☆ ☆ ☆ Ríkisstjórnin lýsti því yfir í sumar, að fyrirhugað væri að draga úr útgjöldum hins opin- bera sem næmi 400 milljónum á árinu vegna ástands efna- hagsmálanna. Um miðjan nóvember fóru menn loks að velta þessum niðurskurði fyrir sér og hefur stöðug aihugun farið fram enda ekki seinna vænna, þar sein árið er senn á enda. runnið. Þegar síðast spurðist var búið að finna ein- hverjar krókaleiðir til að skera útgjöldin niður um 75 milljón- ir og þá eru bara 325 milljón- eftir. Bravó! ☆ ☆ ☆ Og svo er það nýja sím- nefnið sem strákar í einum menntaskóla borgarinnar munu hafa boðið Skipadeild SÍS, Það er byggt á hugtakinu „sambandsskip“, sem verður á ensku: relationship. 10 FV 11 1972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.