Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 23
Unnið að hveitiskurði á samyrkjubúi í Sovétríkjunum. Slœmí
veður og röng skipulagning munu sennilega valda því, að upp-
skeran í ár verður 30 milljón tonnum minni en búizt var við.
Viðskipti:
Sovétmenn
kaupa korn
eriendis
Uppskerubreslurinn í Sovét-
ríkjunum og hveitikaup þeirra
erlendis hafa komið miklu róti
á kornmarkaði heimsins. Kín-
verjar þurfa Iíka að kaupa
korn frá öðrum löndum.
Búizt er við að heimsvið-
skipti með hveiti og korn til
fóðurs nemi alls 119 milljónum
tonna á einu ári frá 1. júlí
næstkomandi að telja, en það
nemur 19 milljón tonna aukn-
ingu frá fyrra ári. Kaup Sovét-
manna á hveiti ráða þarna
mestu um. Slæm veðrátta olli
uppskerubresti í Sovétríkjun-
um, þannig að hveitiuppsker-
an er 25% minni en í fyrra.
KAUPA 27 MILLJ. TONN
Sovétmenn ætla ekki sjálfir
að nota öll 27 milljón tonnin
af hveiti og fóðurkorni sem
þeir hafa samið um kaup á
það sem af er þessu ári. Land-
búnaðarsérfræðingar segja, að
sennilega verði 5 milljón tonn
notuð til að standa við skuld-
bindingar Moskvustjórnarinnar
við Kúbu og ríki í Austur-
Evrópu. Tvo þriðju hluta af
kornkaupum sínum gera Sovét-
menn í Bandaríkjunum. Næst-
stærstu kaupin gera þeir í
Kanaaa.
BANDARÍKIN SELJA TIL
KÍNA
Útlit er fyrir, að Kínverjar
hafi náð álíka mikilli uppskeru
og í fyrra. En kornmeti er
þýðingarmikill hluti af dag-
legri fæðu landsbúa, og það
bætast 15 milljónir Kínverja i
tölu þeirra, sem fyrir eru, á
hverju einasta ári. Kínverjar
hafa ekki keypt jafnmikið af
korni erlendis í tvö und-
anfarin ár. Þeir, sem aðallega
selja Kínverjum, eru Kanada-
menn og Ástralíubúar, — og í
fyrsta skipti síðan 1948,
Bandaríkjamenn. Nixon for-
setti hefur tilkynnt um sölu
á 12 milljón skeppum af maís
til Kína til viðbótar 16 milljón
skeppum af hveiti, sem áður
hafði verið samið um.
Bretland:
IVfÍkll átök
framundan?
Vetrarhörkur í efnahagslífi
Breta eru greinilega framund-
an. í Ijós niun koma, hvort
óðaverðbólgan geysar áfram
og ríkisstjórnin standi ráða-
laus frainmi fyrir vandanum.
Ríkisstjórn íhaldsmanna und-
ir forystu Edward Heath ætlar
að stöðva hraðar víxlhækkan-
ir launa og verðlags með lög-
gjöf, ef slíkt reynist nauðsyn-
legt, eftir að leiðtogar verka-
lýðssambandanna höfnuðu til-
mælum um verðbólguhömlur
af frjálsum vilja. Tímakaupið
hækkar um 17% á ári og ef
svo heldur fram sem horfir
gerir blaðið Economist ráð fyr-
ir að verðbólgan magnist um
20% á skömmum tíma, ef ekki
enn meira.
HÓTANIR UM
HEFNDARAÐGERÐIR
Harkalegir árekstrar ríkis-
valdsins og verkalýðsforyst.-
unnar kunna að vera fram-
undan. Verkamenn hóta að
grípa til hefndaraðgerða, ef
ekki verður orðið við kröfum
þeirra um kauphækkanir.
Hafa þeir þá í huga að lama
mikilvægar framleiðslugreinar.
Stjórnmálamenn óttast, að lítið
eða ekkert væri hægt að grípa
í taumana, ef til slíks tilræðis
gegn þingræðinu kæmi.
ÓTRÚ Á PUNDINU
Brezkir fjármálasérfræðing-
ar segja, að þetta ástand ali á
ótrú manna á stöðu sterlings-
pundsins á hinum alþjóðlega
gjaldeyrismarkaði. Gengi punds-
ins komst niður í $2.32 í síð-
ustu viku október, en náði sér
svo aftur á strik. Það var
bundið við $2.60 samkvæmt
Smithsonian-samkomulaginu í
desember síðastliðnum, en svo
féll það um 10% eftir að það
var látið fljóta í júní.
GENGI PUNDSINS
EKKI BUNDIÐ
Ríkisstjórnin brezka telur
útilokað í bráð að gengi sterl-
ingspundsins verði bundið að
nýju fyrir inngöngu Breta í
Efnahagsbandalag Evrópu
þann 1. janúar n.k. heldui
verði það látið fljóta áfram.
Engin ákvörðun verður tekin
um fasl gengi fyrr en yfirvöld
sjá einhver merki þess, að
verðbólgan hafi verið hamin.
FV 11 1972
23