Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 13

Frjáls verslun - 01.11.1972, Síða 13
landhelgisbæklings kosti alls um 200.000 krónur, en þeir Verzlunarráðsmenn gera sér vonir um, að íslenzkir kaup- sýslumenn, sem fá eintök af honurn til afhendingar, greiði eitthvert gjald fyrir, þó að það sé ekki skilyrði. TÖLUR UM ÚTFLUTNINGS- MAGN FISKAFURÐA Meðal þeirra staðreynda, sem athygli er vakin á í bækl- ingi Verzlunarráðs, eru saman- burðartölur yfir hlutdeild fisks og fiskafurða i heildarútflutn- ingi nokkurra þjóða, Þjóðverja- Breta, Japana, Norðmanna og íslendinga. Á það er bent, að heildarverðmæti útflutnings ís- lendinga 1971 hafi verið 13,175 milljónir króna en þar af hafi fiskafurðir verið 84,6% eða 11,085 milljónir króna. Freð- fiskur var 57,2% af heildar- verðmæti alls fiskútflutnings- Tiie.Cod „ And Common Sense ins. Um 86% af hraðfrystu fiskafurðunum voru flutt út til Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, og hafa þeir markaðir fengið aukna þýðingu síðustu árin en úr mikilvægi annarra markaða eins og þess brezka hefur dregið. VIÐSKIPTIN VIÐ BRETA OG ÞJÓÐVERJA Lögð er áherzla á, að við- skiptin við Breta og Vestur- Þjóðverja séu íslendingum óhagstæð að því leyti, að árið 1971 hafi verið fluttar inn vörur frá Bretlandi fyrir 2.600 milljónir en útflutningur til Bretlands hafi á sama ári numið 1700 milljónum króna. Árið 1971 fluttum við íslend- ingar út vörur fyrir 702 millj. til Vestur-Þýzkalands en keypt- um aftur á móti af Vestur- Þjóðverjum fyrir 2.900 millj- ónir. Islenzk uppfinning: Mýtt umferðarskilti Rafvélavirki í Reykjavík, Axel Eiríksson, hefur sótt um einkaleyfi hér á landi á um- ferðar- og auglýsingaskilti. Er nú unnið að gcrð eins skiltis þessarar tegundar fyrir um- ferðanefnd Reykjavíkur og verður það sett upp við eina af merktum brautum, sem ætl- aðar eru gangandi vegfarend- um, er þurfa að fara yfir götu. Skilti þessi eru þannig úr garði gerð, að inni í þeim er ljós, en með sérstakri tækní má framkalla skugga, sem fá myndina á skiltinu til að ,,hreyfast“. Jón Brynjólfsson, hefur unnið að þessari upp- finningu ásamt Axeli og eru þeir þegar skráðir handhafar einkaleyfis á þessari gerð skilta í Danmörku. „KARLINN" HENDIST TIL OG FRÁ Þessi skilti eiga ekki að vera dýr í framleiðslu en enn er ekki ráðið hvernig framleiðsl- unni verður háttað. Er verið að leita samvinnu við fyrir- tæki um þau mál. Umferðar- málayfirvöld í Reykjavík hafa þó látið gera eitt gangbrautar- skilti, eins og áður var vikið að, og mun það verða sett upp fyrir jól við einhverjar af um- ferðaræðum borgarinnar. Það verður frábrugðið öðrum gang- brautarskiltum að því leyti, að „karlinn“, þ.e.a.s. tákn gang- brautarmerkisins, hendist til og frá og mun þannig vænt- anlega draga að sér enn meiri athygli en „félagar hans“ a þeim skiltum, sem fyrir eru. Laxveiðin: ÆfSa að taka upp net í Borgarfirðinum Laxveiðin á íslandi hefur tvöfaldazt á rúmum hálfum áratug og gera laxveiðimenn sér góðar vonir um enn betri árangur á næstu árum. Fyrir sjö árum veiddust 27 þúsund laxar hérlendis á stöng og í net, en í fyrra voru veiddir laxar 62 þúsund. Með aukinni ræktun og minni netaveiði líta stangveiðimenn bjartari augum til framtíðar- innar en oft áður. 16000 LAXAR í BORGARFIRÐINUM í Borgarfirðinum eru uppi áform um að minnka neta- veiði um 50% árið 1974 mið- að við það, sem nú gerist, en stöngum í laxveiðiám Borgar- fjarðar verður að sama skapi fjölgað. Er gert ráð fyrir, að af þessum aukastöngum gætu landeigendur fengið inn 60— 70% af kostnaði við að taka upp netin. Alls munu hafa veiðzt um 16000 laxar í Borg- arfirði í fyrra og nam neta- veiðin um helmingi af þvi magni. Að meðaltali munu FV 11 1972 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.