Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 79
Einu sinni var haldin mikil
keppni í Japan til að velja
bezta samurai-skylmingamann-
inn. Eftir harða keppni höfðu
þrír komizt í úrslit. Hver
jieirra fékk nú lítinn kassa
með flugu í. Fyrsti kappinn
opnaði kassann og lét fluguna
fljúga og sneiddi hana fimlega
í tvennt á flugi. Næsti var
jafnvel enn betri. Hann skar
sína flugu í fjórðuparta með
tveimur leiftursnöggum högg-
um. Þá kom jiriðji samurai-
maðurinn. Hann hleypti flug-
unni út og sveiflaði sverðinu,
en flugan hélt áfram að fljúga
um.
— Aa, sagði dómarinn. Flug-
an þín hefur komizt undan
ósködduð.
— H&nn flygur ennþá, svar-
aði skylmingakappinn hreyk-
inn. En ég hef séð til þess að
hann getur ekki framar af sér
afkvæmi.
☆ 'jíj' ☆
— Hvernig stendur á því, að þú umgengst mig aldrei sem
kynveru?
— Nú eru liðnir þrír mán-
uðir síðen ég hafnaði bónorði
Magnúsar, og það nefur ekki
runnið af honum síðan.
— Það er nú óþarfi fyrir
hann að halda svona lengi upp
á það.
☆ ☆
☆ "jíf ☆
Svo var hað kaupmaðurinn,
sein hafði feikilega mikið að
gera, því að hans hægri hönd
lá í fótbroti heima.
☆ 'jíj' ☆
— Leyndardómurinn um velgengni mína, Páll, felst í því, sem
pabbi sagði við mig einu sinni: „Sonur sœll, hérna eru 10 millj-
ónir handa þér. Passaðu að tapa þeim ekki öllum."
☆ "fe ☆
1. hundur: — Voff.
2. hundur: — Mjá.
1. hundur. — Hvern fjand-
ann ertu að segja?
2. hundur: — Veiztu ekki að
ég er á tungumálanámskeiði.
☆ ☆ ☆
Maður nokkur hitti annan á
götunni og tók hann tali. Áð-
ur en varði gerðist hann dálít-
ið vandræðalegur.
— Fyrirgefið innilega, sagði
hann. — Fyrst hélt ég að það
væruð' þér. Svo hélt ég að það
væri bióðir yðar, en nú sé ég
að það er hvorugur ykkar.
☆ ☆
— Ef þú heldur áfram að
blóta svona ferlega, Jói minn,
er öruggt að þú kemst aldrei
til Guðs í himnaríki.
— Þangað ætla ég heldur
ekki.. Ég á að erfa frystihúsið
hans pabba og það segja allir,
að það sé að fara helvítis til.
FV 11 1972
79