Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 61
gerðinni af VW, sem kallaður er 1303, en hann er með mörg- um nýjungum, eins og t. d. bogna framrúðu, íhvolf fram- sæti, nýtt klætt mælaborð, o. m. fl. Talsverð sala er einnig á VW sendibílum og Micro- bus. Ingvar Ifelgason li.í.. Sogamýri 6: „Við stóraukum söluna á Datsun á þessu ári,“ sagði Ingvar Helgason, framkvæmda- stjóri Datsun-umboðsins,“ og reiknum með að afgreiða um 250 fólksbíla á árinu, en í fyrra var salan 190 bílar.“ Datsun er tiltölulega nýtt bíla- merki hér á landi, en eins og víða annars staðar, hefur hann farið eins og „eldur um sinu“. Datsun er japanskur bíll og reynist vel hér að sögn Datsun- eigenda. Ódýrasti bíllinn er Datsuri 100A, en sá dýrasti er Datsun 2000 og er fyrsti bíll- inn af þessari nýju gerð kom- inn hingað. • * Ijsarn Ii.ff.. Revkjanesbraut 10—12: fsarn er annað af tveimur íslenzkum bílaumboðum, sem flvtur inn vöru- og langferða- bíla frá Svíþjóð. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Scania, sem er eitt kunnasta merkið í Evrópu og víðar á þessu sviði. Hér á landi er mikill fjöldi Scania vöru- og þungaflutn- ingabíla; auk þess fjöldi lang- ferðabíla, og nokkrir strætis- vagnar, sem aka á milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Krafftnr li.ff.. Skeifunni 11: Fyrirtækið hefur umboð fyr- ir vestur-þýzku vörubílana M.A.N., sem þvkja einhverjir vönduðustu bílar, sem fáanleg- ir eru. Það eru ekki mörg ár S’ðan innflutningur á M.A.N.- bílum hófst fvrir alvöru á ís- landi, en salan hefur aukizt miög ört. Þeir, sem stunda þunpaflutninga um landíð. láta sérstaklega vel af fjórhjóla- drifsbílunum frá M.A.N.; með- al þeirra, sem nota þá, eru mjólkurbú og olíufélög. Krijslinii Giiðiiaísoii li.ff., Suðurlandsbraut 20: Hið kunna bílafyrirtæki er flutt í nýtt og rúmgott hús- næði að Suðurlandsbraut 20. Kristinn Guðnason hefur haft umboð fyrir Renault frá Frakklandi í nokkur ár. Ólaf- ur Kristinsson, framkvæmda- stjóri, segir, að salan á Renault bílum hafi aukizt jafnt og þétt, árin, sem fyrirtækið hefur haft umboðið. Vinsælasti bíllinn er Renault 12 og síðan R-4 og R-5. Kr. Krijstjaiijsson li.ff., Suðurlandsbraut 2: Ford-umboðið Kr. Kristjáns- son h.f. er meðal elztu bílaum- boða hér á landi, en það byrj- aði fyrst að selja bíla norður á Akureyri, en hét þá Bílasal- an h.f. Jafnframt sölu á nýj- um Ford-bílum, rekur fyrir- tækið umfangsmikla sölu á notuðum bílum, sem teknir eru í skiptum fyrir nýja. Vin- sælustu Ford-bílarnir hér á landi, samkvæmt bilaskýrslum á þessu ári, eru Ford Escort og Cortina frá Bretlandi og hinn ameríski Ford Bronco, sem er einhver vinsælasti tor- færubíllinn hér á undanförn- um árum. Þá er fólksbíllinn Mercury Comet vinsæll, jafnt meðal einkabílstjóra og leigu- bílstjóra. Motor Ii.ff., Laiigavesri 118: Fyrirtækið hefur umboð fyr- ir American Motors fólksbíla frá Bandaríkjunum. Helztu tegundirnar frá AM eru Hornet, Matador, Gremlin og Javelin og nú bætist við skemmtilegur 2ia dvra bíll, sem heitir Hatchback. Fvrstu Hatchback-bílarnir eru komnir til landsins, og eru til sýnis í sýningarsalnum að Laugavegi 118. Ræsir Ii.ff., Skúlagötu 59: Stærsti vörubíla- og lang- ferðabílainnflytjandi landsins er Mercedes-Benz umboðið Ræsir h.f. Salan hefur verið góð á árinu, segir Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, á Mercedes-Benz vörubílum í 9-10 og 12-13 lesta stærðar- flokkum. Nokkrir stórir lang- ferðabílar hafa selzt á árinu og 3-4 slíkir bílar eru í pöntun. Mikil sala er á 22 manna hóp- ferðabílum og 3ja tonna sendi- bílum. Fólksbílasalan er nokk- uð jöfn, en Mercedes-Benz fólksbílar eru í dýrum verð- flokki. Nýr fólksbíll er kom- inn á markaðinn úti og er væntanlegur hingað, en það er Mercedes-Benz 250S og 280 S/E. Sanli - iimboðið Svciiin Kjörnssoii & Co. Skeifunni 11: Umboðið hefur stórbætt þjónustuaðstöðuna á þessu ári, er það tók í notkun nýja við- byggingu í Skeifunni. Verk- stæðið er í 460 fermetra hús- næði og býður upp á fullkomna viðgerðaþjónustu. Þá hefur varahlutaverzlunin stækkað og sýningarsalur bætzt við. Vin- sældir Saab hafa vaxið mikið hér á landi á undanförnum ár- um. Ódýrasti bíllinn er Saab 96, 5 manna, 2ja dyra, sem kostar frá kr. 449.000. Saab 99, sem er nýrra model, kostar frá kr. 577.000. Siilffcll h.ff., Dalslirauni 11, Hafnarfirði: Fyrirtækið er með umboð fyrir hina heimskunnu frönsku Citroen fólksbíla, sem hér hafa náð talsverðum vinsældum á nokkrum undanförnum árum. Vinsælustu bílarnir frá Citroen eru D Special, D Super og FV 11 1972 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.