Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 61

Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 61
gerðinni af VW, sem kallaður er 1303, en hann er með mörg- um nýjungum, eins og t. d. bogna framrúðu, íhvolf fram- sæti, nýtt klætt mælaborð, o. m. fl. Talsverð sala er einnig á VW sendibílum og Micro- bus. Ingvar Ifelgason li.í.. Sogamýri 6: „Við stóraukum söluna á Datsun á þessu ári,“ sagði Ingvar Helgason, framkvæmda- stjóri Datsun-umboðsins,“ og reiknum með að afgreiða um 250 fólksbíla á árinu, en í fyrra var salan 190 bílar.“ Datsun er tiltölulega nýtt bíla- merki hér á landi, en eins og víða annars staðar, hefur hann farið eins og „eldur um sinu“. Datsun er japanskur bíll og reynist vel hér að sögn Datsun- eigenda. Ódýrasti bíllinn er Datsuri 100A, en sá dýrasti er Datsun 2000 og er fyrsti bíll- inn af þessari nýju gerð kom- inn hingað. • * Ijsarn Ii.ff.. Revkjanesbraut 10—12: fsarn er annað af tveimur íslenzkum bílaumboðum, sem flvtur inn vöru- og langferða- bíla frá Svíþjóð. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Scania, sem er eitt kunnasta merkið í Evrópu og víðar á þessu sviði. Hér á landi er mikill fjöldi Scania vöru- og þungaflutn- ingabíla; auk þess fjöldi lang- ferðabíla, og nokkrir strætis- vagnar, sem aka á milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Krafftnr li.ff.. Skeifunni 11: Fyrirtækið hefur umboð fyr- ir vestur-þýzku vörubílana M.A.N., sem þvkja einhverjir vönduðustu bílar, sem fáanleg- ir eru. Það eru ekki mörg ár S’ðan innflutningur á M.A.N.- bílum hófst fvrir alvöru á ís- landi, en salan hefur aukizt miög ört. Þeir, sem stunda þunpaflutninga um landíð. láta sérstaklega vel af fjórhjóla- drifsbílunum frá M.A.N.; með- al þeirra, sem nota þá, eru mjólkurbú og olíufélög. Krijslinii Giiðiiaísoii li.ff., Suðurlandsbraut 20: Hið kunna bílafyrirtæki er flutt í nýtt og rúmgott hús- næði að Suðurlandsbraut 20. Kristinn Guðnason hefur haft umboð fyrir Renault frá Frakklandi í nokkur ár. Ólaf- ur Kristinsson, framkvæmda- stjóri, segir, að salan á Renault bílum hafi aukizt jafnt og þétt, árin, sem fyrirtækið hefur haft umboðið. Vinsælasti bíllinn er Renault 12 og síðan R-4 og R-5. Kr. Krijstjaiijsson li.ff., Suðurlandsbraut 2: Ford-umboðið Kr. Kristjáns- son h.f. er meðal elztu bílaum- boða hér á landi, en það byrj- aði fyrst að selja bíla norður á Akureyri, en hét þá Bílasal- an h.f. Jafnframt sölu á nýj- um Ford-bílum, rekur fyrir- tækið umfangsmikla sölu á notuðum bílum, sem teknir eru í skiptum fyrir nýja. Vin- sælustu Ford-bílarnir hér á landi, samkvæmt bilaskýrslum á þessu ári, eru Ford Escort og Cortina frá Bretlandi og hinn ameríski Ford Bronco, sem er einhver vinsælasti tor- færubíllinn hér á undanförn- um árum. Þá er fólksbíllinn Mercury Comet vinsæll, jafnt meðal einkabílstjóra og leigu- bílstjóra. Motor Ii.ff., Laiigavesri 118: Fyrirtækið hefur umboð fyr- ir American Motors fólksbíla frá Bandaríkjunum. Helztu tegundirnar frá AM eru Hornet, Matador, Gremlin og Javelin og nú bætist við skemmtilegur 2ia dvra bíll, sem heitir Hatchback. Fvrstu Hatchback-bílarnir eru komnir til landsins, og eru til sýnis í sýningarsalnum að Laugavegi 118. Ræsir Ii.ff., Skúlagötu 59: Stærsti vörubíla- og lang- ferðabílainnflytjandi landsins er Mercedes-Benz umboðið Ræsir h.f. Salan hefur verið góð á árinu, segir Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, á Mercedes-Benz vörubílum í 9-10 og 12-13 lesta stærðar- flokkum. Nokkrir stórir lang- ferðabílar hafa selzt á árinu og 3-4 slíkir bílar eru í pöntun. Mikil sala er á 22 manna hóp- ferðabílum og 3ja tonna sendi- bílum. Fólksbílasalan er nokk- uð jöfn, en Mercedes-Benz fólksbílar eru í dýrum verð- flokki. Nýr fólksbíll er kom- inn á markaðinn úti og er væntanlegur hingað, en það er Mercedes-Benz 250S og 280 S/E. Sanli - iimboðið Svciiin Kjörnssoii & Co. Skeifunni 11: Umboðið hefur stórbætt þjónustuaðstöðuna á þessu ári, er það tók í notkun nýja við- byggingu í Skeifunni. Verk- stæðið er í 460 fermetra hús- næði og býður upp á fullkomna viðgerðaþjónustu. Þá hefur varahlutaverzlunin stækkað og sýningarsalur bætzt við. Vin- sældir Saab hafa vaxið mikið hér á landi á undanförnum ár- um. Ódýrasti bíllinn er Saab 96, 5 manna, 2ja dyra, sem kostar frá kr. 449.000. Saab 99, sem er nýrra model, kostar frá kr. 577.000. Siilffcll h.ff., Dalslirauni 11, Hafnarfirði: Fyrirtækið er með umboð fyrir hina heimskunnu frönsku Citroen fólksbíla, sem hér hafa náð talsverðum vinsældum á nokkrum undanförnum árum. Vinsælustu bílarnir frá Citroen eru D Special, D Super og FV 11 1972 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.