Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 82
Frá ritstfórn
HUGLR ALÞINGIS TIL
VERZLUIMARIININIAR
Fyrir Alþingi liggur nú athyglisverð til-
laga til þingsályktunar um fjárhagslegan
stuöning við upplýsinga- og rannsóknar-
stofnun verzlunarinnar. Það eru þrír þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem tillögu
þessa flytja, en 1 henni er gert ráð fyrir.
að ríkisstjórnin hlutist til um að ríkis-
sjóður veiti sérstakri upplýsinga- og rann-
sóknarstofnun verzlunarinnar hliðstæöa
fjármagnsfyrirgreiðslu og aðrar höfuðat-
vinnugreinar í landinu eru þegar aðnjót-
andi.
í greinargerð með tillögunni er rakið.
hvernig sjávarútvegur, landbúnaður og
iðnaður hafa með stuðningi ríkissjóðs ráð-
izt í umfangsmikla upplýsingasöfnun og
gagnavinnslu auk þess sem reknar séu
sérstakar rannsóknarstofnanir í þágu þess-
ara atvinnugreina.
Flutningsmenn benda réttilega á, að'
verzlunin sé mjög afskipt í þessum efnum,
en þar sem um eina af aðalatvinnugrein-
um landsmanna sé að ræða, — mjög
margþætta grein bæði að því er varðar
mismunandi verzlunarstig, verzlunarform
og tegund vöru og þjónustu — beri að
leggja höfuðáherzlu á ítarlega könnun á
afkomu og öðrum helztu rekstrarstærðum
verzlunarinnar, hinum ýmsu starfsþáttum
hennar og skipulagsuppbyggingu, svo og
framlagi verzlunarinnar til þjóðarbúskap-
arins og ööru, sem yrði til að auka
almenna þekkingu á verzluninni í land-
inu og mikilvægu hlutverki hennar.
Þessi þingsályktunartillaga er endurflutt
frá síðasta þingi, þar sem hún náði ekki
að hljóta afgreiðslu. Tillagan fékk sem
sagt engar undirtektir þingheims og var
svo reyndar um fleiri mál, er snertu verzl-
unina beint.
Samtök verzlunarinnar og forystumenn
þeirra einkanlega hljóta aö líta þróun
þessara mála mjög alvarlegum augum sem
eðlilegt er. Af hverju virðist verzlunin eiga
málsvara fáa á Alþingi íslendinga? Er þaö
ekki einfaldlega vegna þess að hún hefur
látið aðrar atvinnugreinar ná algjöru for-
skoti í kröfupólitík og þrýstiaðgerðum
gagnvart löggjafarsamkundunni? Væri
vel, ef forystumenn verzlunarinnar tækju
sig saman í andlitinu og reyndu af alefli
að beita áhrifum sínum sameiginlega og
hver í sínu lagi til þess að tillagan um
upplýsinga- og rannsóknarstofnun verzl-
unarinnar næði fram að ganga á því Al-
þingi, sem nú situr. Þar meö væri unn-
ið ákveðið prófmál í þessum efnum og
eftirleikurinn yrði vonandi sá, aö verzlun-
in fengi aö sitja viö sama borð og aörar
höfuögreinar í íslenzku atvinnu- og at-
hafnalífi.
En í þessu sambandi er líka rétt að hug-
leiða, hvort samtök verzlunarinnar hafi
treyst um of á ákveðin öfl á þingi, sem í
reynd hafa sýnt engu minni skeyting-
arleysi um hagi verzlunarinnar en allii'
hinir. Hvað um fyrrverandi viðskipta ■
málaráðherra þessa lands? Ekki var óeðli-
legt, að kaupsýslu- og verzlunarmenn
hefðu talið, að sá aðili, sem lengst hef-
ur gegnt þessu embætti hér á landi og
oftast kynnt sig á opinberum vettvangi sem
málsvara verzlunarinnar, myndi þegar á
reyndi vera þeim ekki síður innan hand-
ar en aörir forystumenn í íslenzkum
stjórnmálum.
Sú von hefur gjörsamlega brugðizt. Gylfi
Þ. Gíslason, viðskiptaráðherra íslands í 12
ár, réði nefnilega úrslitum um, aö tillaga
um jafnsjálfsagöan hlut og skipan þing-
nefnda til að fjalla um verzlunar- og við-
skiptamál var felld á síðasta Alþingi.
82
FV 11 1972