Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 35
•SKJALASKÁPAR fyrirliggjandi með 2, 3 og 4 skúff- um í A 4 og folio stærð. •PENINGASKÁPAR •SPJALDSKRÁR- SKÚFFUR í DIN og enskum stærðum. EgillGuttormsson GRÖFIN 1 - REYKJAVÍK SÍMI 25155 PÖSTHÖLF 181 gegn því, að hann léti spildu af lóðinni undir götu. A reisti húsið og stjómvöld bæjarins lögðu götu um lóðina. A vildi ekki hlíta því að láta götu- stæðið af hendi endurgjalds- laust. Fór hann því í mál við bæjarsjóð og krafðist endur- gjalds fyrir lóðarspilduna. Héraðsdómur sýknaði bæjar- sjóð, bæði vegna þess, að talið var, að A heíði samþykkt þetta skilyrði, svo og vegna tómlætis um kröfu á endurgjaldi. Hæsti- réttur tók hins vegar kröfu A til greina. Segir svo í dómi Hæstaréttar: Bygginganefnd og bæjarstjórn brast að lögum heimild til þess að binda bygg- ingarleyfi áfrýjanda, það er í málinu greinir, því skilyrði, að hann léti af hendi tjáða lóðar- spildu endurgjaldslaust undir götu og ekki verður talið, að áfrýjandi hafi eftir á með framkomu sinni svipt sig rétti til andvirðis lóðarspildunnar. Ber því að taka kröfur hans hér fyrir dómi til greina. EFTIRLIT MEÐ STJÓRN- SÝSLU OG LAGAFRAM- KVÆMD Á Norðurlöndum öllum, að Islandi einu undanskildu, hef- ur nú verið komið á fót em- bætti umboðsmanns þjóðþings- ins. Er umboðsmanninum ætl- að það hlutverk að hafa af þjóðþingsins hálfu eftirlit með lagaframkvæmd, embættis- gæzlu og annarri stjórnsýslu og jafnvel dómstólum, allt eft- ir því sem nánar er ákveðið í lögum hvers lands. Eru verk- efni þeirra og starfshættir nokkuð sitt með hverjum hætti í hverju landi fyrir sig. Langelzt þessara embætta er umboðsmannsembættið í Sví- þjóð. Til þess var stofnað árið 1809, er stjórnskipunarlög Svía — Regeringsformen — voru sett. Löngu síðar, eða árið 1915, var stofnað sérstakt umboðs- mannsembætti fyrir herstjórn- arsýsluna í landinu, Samkvæmt finnsku stjórn- skipunarlögunum frá 1919 var stofnað embætti umboðsmanns þjóðþingsins í Finnlandi og hefur hann starfað þar síðan. Var embætti finnska umboðs- mannsins sniðið eftir sænsku fyrirmyndinni og gilda um hann að mestu sams konar reglur og í Svíþjóð. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina var farið að ræða um það í Danmörk, að þörf væri á auknu eftirliti með stjórnsýsl- unni af þjóðþingsins hálfu. Ástæðan var sjálfsagt hin mikla þensla í opinberri sýslu þar sem annars staðar. í svo- kallaðri stjórnsýslunefnd, sem sett var á fót árið 1946, kom sú hugmynd fram, að stofna til umboðsmannsembættis eft- ir sænskri íyrirmynd. Mönn- um þar var það þó ljóst, að sænska skipulagið myndi ekki henta í Danmörku, nema með allmiklum breytingum. Sam- kvæmt tillögu stjórnarskrár- nefndar landsins var síðan tek- ið upp í stjórnarskrána frá 1953 ákvæði um slíkt embætti og þar á eftir samþykkt lög um „Folketingets ombuds- mand“. Sættu ýmis ákvæði þeirra laga gagnrýni af hálfu samtaka opinberra starfs- manna, sem voru lagasetning- unni andvíg. í Noregi voru sett lög um „Stortingets ombudsmand for forvaltningen" í júní 1962 og tók umboðsmaðurinn til starfa 1. janúar 1963. í þremur landanna styðst umboðsmannsembættið við stjórnarskrárákvæði, það er í Danmörku, Finnlandi og Sví- þjóð. í Noregi byggist embætt- ið hins vegar aðeins á venju- legum lögum og var stjórnar- skrárheimild ekki talin nauð- leg til stofnunar þess þar. TRÚNAÐARMAÐUR ÞINGS- INS — ÓHÁÐUR í STARFI í öllum löndunum er um- boðsmaðurinn kosinn af hlut- aðeigandi þjóðþingi. Hann er trúnaðarmaður þingsins og vinnur starf sitt í umboði þess. En þó að umboðsmaðurinn sæki umboð sitt til hlutaðeig- andi þjóðþings, það setji hon- um starfsreglur og geti jafnvel vikið honum frá, er hann þing- inu algerlega óháður í starfi og tekur ekki við neinum fyr- irmælum frá því. Að sjálf- sögðu stendur umboðsmaður- inn hvarvetna utan við og ofar hinu almenna embættismanna- kerfi ríkisins. Hann er alger- lega óháður æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, jafnt þjóð- höfðingja sem ráðherrum. Kjörtími umboðsmannsins er alls staðar fjögur ár eða bund- inn við kjörtímabil hlutaðeig- andi þings. Eru engar skorð- ur reistar við endurkjöri. í öll- um löndunum er það skilyrði sett, að umboðsmaðurinn sé ekki þingmaður. Þingmennska FV 11 1972 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.