Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 35

Frjáls verslun - 01.11.1972, Page 35
•SKJALASKÁPAR fyrirliggjandi með 2, 3 og 4 skúff- um í A 4 og folio stærð. •PENINGASKÁPAR •SPJALDSKRÁR- SKÚFFUR í DIN og enskum stærðum. EgillGuttormsson GRÖFIN 1 - REYKJAVÍK SÍMI 25155 PÖSTHÖLF 181 gegn því, að hann léti spildu af lóðinni undir götu. A reisti húsið og stjómvöld bæjarins lögðu götu um lóðina. A vildi ekki hlíta því að láta götu- stæðið af hendi endurgjalds- laust. Fór hann því í mál við bæjarsjóð og krafðist endur- gjalds fyrir lóðarspilduna. Héraðsdómur sýknaði bæjar- sjóð, bæði vegna þess, að talið var, að A heíði samþykkt þetta skilyrði, svo og vegna tómlætis um kröfu á endurgjaldi. Hæsti- réttur tók hins vegar kröfu A til greina. Segir svo í dómi Hæstaréttar: Bygginganefnd og bæjarstjórn brast að lögum heimild til þess að binda bygg- ingarleyfi áfrýjanda, það er í málinu greinir, því skilyrði, að hann léti af hendi tjáða lóðar- spildu endurgjaldslaust undir götu og ekki verður talið, að áfrýjandi hafi eftir á með framkomu sinni svipt sig rétti til andvirðis lóðarspildunnar. Ber því að taka kröfur hans hér fyrir dómi til greina. EFTIRLIT MEÐ STJÓRN- SÝSLU OG LAGAFRAM- KVÆMD Á Norðurlöndum öllum, að Islandi einu undanskildu, hef- ur nú verið komið á fót em- bætti umboðsmanns þjóðþings- ins. Er umboðsmanninum ætl- að það hlutverk að hafa af þjóðþingsins hálfu eftirlit með lagaframkvæmd, embættis- gæzlu og annarri stjórnsýslu og jafnvel dómstólum, allt eft- ir því sem nánar er ákveðið í lögum hvers lands. Eru verk- efni þeirra og starfshættir nokkuð sitt með hverjum hætti í hverju landi fyrir sig. Langelzt þessara embætta er umboðsmannsembættið í Sví- þjóð. Til þess var stofnað árið 1809, er stjórnskipunarlög Svía — Regeringsformen — voru sett. Löngu síðar, eða árið 1915, var stofnað sérstakt umboðs- mannsembætti fyrir herstjórn- arsýsluna í landinu, Samkvæmt finnsku stjórn- skipunarlögunum frá 1919 var stofnað embætti umboðsmanns þjóðþingsins í Finnlandi og hefur hann starfað þar síðan. Var embætti finnska umboðs- mannsins sniðið eftir sænsku fyrirmyndinni og gilda um hann að mestu sams konar reglur og í Svíþjóð. Eftir síðari heimsstyrjöld- ina var farið að ræða um það í Danmörk, að þörf væri á auknu eftirliti með stjórnsýsl- unni af þjóðþingsins hálfu. Ástæðan var sjálfsagt hin mikla þensla í opinberri sýslu þar sem annars staðar. í svo- kallaðri stjórnsýslunefnd, sem sett var á fót árið 1946, kom sú hugmynd fram, að stofna til umboðsmannsembættis eft- ir sænskri íyrirmynd. Mönn- um þar var það þó ljóst, að sænska skipulagið myndi ekki henta í Danmörku, nema með allmiklum breytingum. Sam- kvæmt tillögu stjórnarskrár- nefndar landsins var síðan tek- ið upp í stjórnarskrána frá 1953 ákvæði um slíkt embætti og þar á eftir samþykkt lög um „Folketingets ombuds- mand“. Sættu ýmis ákvæði þeirra laga gagnrýni af hálfu samtaka opinberra starfs- manna, sem voru lagasetning- unni andvíg. í Noregi voru sett lög um „Stortingets ombudsmand for forvaltningen" í júní 1962 og tók umboðsmaðurinn til starfa 1. janúar 1963. í þremur landanna styðst umboðsmannsembættið við stjórnarskrárákvæði, það er í Danmörku, Finnlandi og Sví- þjóð. í Noregi byggist embætt- ið hins vegar aðeins á venju- legum lögum og var stjórnar- skrárheimild ekki talin nauð- leg til stofnunar þess þar. TRÚNAÐARMAÐUR ÞINGS- INS — ÓHÁÐUR í STARFI í öllum löndunum er um- boðsmaðurinn kosinn af hlut- aðeigandi þjóðþingi. Hann er trúnaðarmaður þingsins og vinnur starf sitt í umboði þess. En þó að umboðsmaðurinn sæki umboð sitt til hlutaðeig- andi þjóðþings, það setji hon- um starfsreglur og geti jafnvel vikið honum frá, er hann þing- inu algerlega óháður í starfi og tekur ekki við neinum fyr- irmælum frá því. Að sjálf- sögðu stendur umboðsmaður- inn hvarvetna utan við og ofar hinu almenna embættismanna- kerfi ríkisins. Hann er alger- lega óháður æðstu handhöfum framkvæmdarvalds, jafnt þjóð- höfðingja sem ráðherrum. Kjörtími umboðsmannsins er alls staðar fjögur ár eða bund- inn við kjörtímabil hlutaðeig- andi þings. Eru engar skorð- ur reistar við endurkjöri. í öll- um löndunum er það skilyrði sett, að umboðsmaðurinn sé ekki þingmaður. Þingmennska FV 11 1972 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.