Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.11.1972, Blaðsíða 25
Greinar og viðtöl Samtíðarmaðuv Agnar Kofoed Hansen, flugmálastj.: „Geri ráð fyrir að Reykjavíkur- flugvöllur verði notaður fram yfir aldamót” Flugmálín hafa aldrei haft þingfylgi Agnar: „Það er nóg af „lendingarstöðum'' á Islandi, en okkur Agnar Kofoed-Hansen hefur manna lengst verið í forystu- sveit þeirra, sem að eflingu íslenzkra flugmála hafa starf- að. Hann stundaði flugnám ungur að árum í flugliðsfor- ingjaskóla danska sjóhersins og árið 1936 var hann skip- aður flugmálaráðunautur ís- lenzku ríkisstjórnarinnar. Við yfirstjórn flugmálanna tók hann 1947. Ennfrcmur hefur Agnar gegnt þýðingarmiklu hlutverki í sögu íslenzku flugmálanna sem aðalhvatamaður að stofn- un Flugfélags íslands, þá Flug- félags Akureyrar og fyrsti flugmaður og framkvæmda- stjóri félagsins og einnig sem helzti upphafsmaður og fyrir- liði þeirrar hreyfingar ungra áhugamanna, er snemma gerðu flug á íslandi að baráttumáli sínu. Má segja að starf þess- ara manna og eldmóður hafi ráðið úrslitum um það, að flugmáhn eru komin á það stig hér á Islandi, sem raun ber nú vitni. Frjáls verzlun ræddi við Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóra, á skrifstofu hans úti á Reykjavíkurflugvelli á dögunum. í byrjun viðtalsins bar það á góma, hverjum pólitískum skilningi hann og aðrir áhugamenn um flugmál hefðu mætt á liðnum árum hjá ráðamönnum þjóðarinnar. — Það hefur verið örlítill vottur af pólitískum áhuga á flugmálum, sagði Agnar. Har- aldur Guðmundsson, þáverandi samgöngumálaráðherra, var fyrsti stjói’nmálamaðurinn sem kom einhverju í framkvæmd. Hann lét stofna embætti flug- vantar raunverulega ílugvelli." málaráðunautar ríkisins í ágúst 1936. Það var fyrsta embættið í flugmálunum hér og studd- ist það við lög frá 1929. Hins vegar fengust ekki miklar fjár- veitingar. Það var allt annað mál. Ég hef unnið undir stjórn fjölda ráðherra og allir hafa þeir sýnt fluginu mikinn áhuga. Við getum tekið dæmi um þann síðasta á undan Hannibal Valdemarssyni. Það var Ingólfur Jónsson, sem sýndi fluginu einlægan áhuga og skilning, en lengst af hafði hann á sínum snærum svo margar og fjárfrekar stjórnar- deildir eins og vegamálin, landbúnaðarmálin og raforku- málin, að flugmálin urðu bara örlítil hjáleiga frá óðalinu. Fjármálaráðherrarnir hafa allir sýnt okkur skilning, en aftur á móti hefur hver ein- asti þeirra sagt, að flugmálin hefðu ekki þingfylgi. Fjár- málaráðherrann ræður vissu- lega óhemjumiklu í sambandi við gerð fjárlaga og hefur að sönnu úrslitavaldið ásamt rík- isstjórninni. En þó að hann hafi áhuga á einhverju máli fer hann ekki að beita sér fyr- ir stórauknum útlátum, fjár- veitingum til málefnisins, ef það hefur ekki pólitískt fylgi. Á Alþingi íslendinga er eng- inn þrýstingur á flugmálafram- kvæmdir og ég held, að leit- FV 11 1972 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.