Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 13

Frjáls verslun - 01.11.1972, Side 13
landhelgisbæklings kosti alls um 200.000 krónur, en þeir Verzlunarráðsmenn gera sér vonir um, að íslenzkir kaup- sýslumenn, sem fá eintök af honurn til afhendingar, greiði eitthvert gjald fyrir, þó að það sé ekki skilyrði. TÖLUR UM ÚTFLUTNINGS- MAGN FISKAFURÐA Meðal þeirra staðreynda, sem athygli er vakin á í bækl- ingi Verzlunarráðs, eru saman- burðartölur yfir hlutdeild fisks og fiskafurða i heildarútflutn- ingi nokkurra þjóða, Þjóðverja- Breta, Japana, Norðmanna og íslendinga. Á það er bent, að heildarverðmæti útflutnings ís- lendinga 1971 hafi verið 13,175 milljónir króna en þar af hafi fiskafurðir verið 84,6% eða 11,085 milljónir króna. Freð- fiskur var 57,2% af heildar- verðmæti alls fiskútflutnings- Tiie.Cod „ And Common Sense ins. Um 86% af hraðfrystu fiskafurðunum voru flutt út til Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna, og hafa þeir markaðir fengið aukna þýðingu síðustu árin en úr mikilvægi annarra markaða eins og þess brezka hefur dregið. VIÐSKIPTIN VIÐ BRETA OG ÞJÓÐVERJA Lögð er áherzla á, að við- skiptin við Breta og Vestur- Þjóðverja séu íslendingum óhagstæð að því leyti, að árið 1971 hafi verið fluttar inn vörur frá Bretlandi fyrir 2.600 milljónir en útflutningur til Bretlands hafi á sama ári numið 1700 milljónum króna. Árið 1971 fluttum við íslend- ingar út vörur fyrir 702 millj. til Vestur-Þýzkalands en keypt- um aftur á móti af Vestur- Þjóðverjum fyrir 2.900 millj- ónir. Islenzk uppfinning: Mýtt umferðarskilti Rafvélavirki í Reykjavík, Axel Eiríksson, hefur sótt um einkaleyfi hér á landi á um- ferðar- og auglýsingaskilti. Er nú unnið að gcrð eins skiltis þessarar tegundar fyrir um- ferðanefnd Reykjavíkur og verður það sett upp við eina af merktum brautum, sem ætl- aðar eru gangandi vegfarend- um, er þurfa að fara yfir götu. Skilti þessi eru þannig úr garði gerð, að inni í þeim er ljós, en með sérstakri tækní má framkalla skugga, sem fá myndina á skiltinu til að ,,hreyfast“. Jón Brynjólfsson, hefur unnið að þessari upp- finningu ásamt Axeli og eru þeir þegar skráðir handhafar einkaleyfis á þessari gerð skilta í Danmörku. „KARLINN" HENDIST TIL OG FRÁ Þessi skilti eiga ekki að vera dýr í framleiðslu en enn er ekki ráðið hvernig framleiðsl- unni verður háttað. Er verið að leita samvinnu við fyrir- tæki um þau mál. Umferðar- málayfirvöld í Reykjavík hafa þó látið gera eitt gangbrautar- skilti, eins og áður var vikið að, og mun það verða sett upp fyrir jól við einhverjar af um- ferðaræðum borgarinnar. Það verður frábrugðið öðrum gang- brautarskiltum að því leyti, að „karlinn“, þ.e.a.s. tákn gang- brautarmerkisins, hendist til og frá og mun þannig vænt- anlega draga að sér enn meiri athygli en „félagar hans“ a þeim skiltum, sem fyrir eru. Laxveiðin: ÆfSa að taka upp net í Borgarfirðinum Laxveiðin á íslandi hefur tvöfaldazt á rúmum hálfum áratug og gera laxveiðimenn sér góðar vonir um enn betri árangur á næstu árum. Fyrir sjö árum veiddust 27 þúsund laxar hérlendis á stöng og í net, en í fyrra voru veiddir laxar 62 þúsund. Með aukinni ræktun og minni netaveiði líta stangveiðimenn bjartari augum til framtíðar- innar en oft áður. 16000 LAXAR í BORGARFIRÐINUM í Borgarfirðinum eru uppi áform um að minnka neta- veiði um 50% árið 1974 mið- að við það, sem nú gerist, en stöngum í laxveiðiám Borgar- fjarðar verður að sama skapi fjölgað. Er gert ráð fyrir, að af þessum aukastöngum gætu landeigendur fengið inn 60— 70% af kostnaði við að taka upp netin. Alls munu hafa veiðzt um 16000 laxar í Borg- arfirði í fyrra og nam neta- veiðin um helmingi af þvi magni. Að meðaltali munu FV 11 1972 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.