Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 27

Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 27
Skíðamenn láta mjög vel af aðstöðimni í Hlíðar fjalli, sem er með því bezta, er gerist hér á landi. Fólk úr öllum landsfjórðung.um leggur þangað leið sína. FULLGILDAR SVIG- BREKKUR. Þeir Hermann og ívar sögðu, að ætlunin væri að fá skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli teknar út sem fullgildar svig- brekkur. Til þess þarf að lag- færa og breyta landslaginu, svo að brekkurnar fái ákveðna lengd og halla. Eru þeir Ak- ureyringar í sambandi við full- trúa alþjóðaskíðasambandsins í Noregi út af þessu máli en hann tekur út brekkur á Norðr urlöndum fyrir hönd sam- bandsins. AÐSTAÐAN í HLÍÐARFJALLI. Skíðahótelið i Hlíðarfjalli er í 500 metra hæð yfir sjávar- máli. Það er 2450 rúmmetra bygging á þremur hæðum, byggt á árunum 1955-1964 en rekstur hófst þar 1962. í hótel- inu eru 11 tveggja manna her- bergi ásamt svefnpokaplássi fyrir 60-70 manns. Borðsalir taka 90 manns í sæti og í veitingasal er grill með sjálfs- afgreiðislufyrirkomulagi. Vist- lega búin setustofa með hljóð- færi er í hótelinu og bókasafn. Böð og gufuböð eru einnig á staðnum. í Hlíðarfjalli eru skíða- brekkur við allra hæfi og einnig ágætt landsvæði fyrir þá, sem vilja ganga á skíðum og njóta útivistar og fegurðar landsins. Við hótelið eru tvær togbrautir 200 metra langar og við þær mjög góðar byrjendabrekkur. Frá hótelinu liggur 1000 metra löng stóla- lyfta en við hana eru góðar brekkur fyrir miðlungs skíða- fólk. Þar fyrir ofan tekur svo nýja lyftan við, en hún er svokölluð T-lyfta. Lengsta skíðaleiðin í Hlíðarfjalli er um 3 kílómetrar og hæðarmunur 4200 metrar. Skíðabrautirnar við togbrautirnar hjá hótelinu eru raflýstar á kvöldin og togbrautirnar í gangi til kl. 22. Þar er einnig aðalathafna- svæði skíðaskólans, sem hefur starfað í tvo vetur. Að sögn ívars Sigmundsson- ar hefur rekstur skíðahótelsins verið styrktur af bæjarsjóði og er aðstaða þar mikið not- uð af barna- og gagnfræða- skólum bæjarins. Einnig færist í vöxt, að skólafólk úr öðrum héruðum komi til skíðaiðkana í Hlíðarfjalli, svo sem úr Skagafirði, Hornafirði og Garðahreppi. Skipulagðar hafa verið helgarferðir fyrir ein- staklinga og hópa frá Reykja- vík á vegum Ferðaskrifstof- unnar Urvals og hefur sú kynningarstarfsemi gefið góða raun og verður væntanlega haldið áfram. í fyrravetur kostaði gisting í tveggja manna herbergi í skíðahótelinu kr. 1650.-, en svefnpokaplássið 125 kr. Morg- unverður var á 220 kr., há- degisverður 240 kr. og kvöld- verður 500-600 kr. Þessi verð breytast nú og hækka tals- vert. Þá kostaði dagskort í skíðalyftuna 400 krónur fyrir fullorðna í fyrravetur. Þess má að lokum geta, að í Skíðahótelinu er hægt að fá allan skíðaútbúnað leigðan. fyrsta flokks blöndunartæki í eldhúsið MARZ — blöndun- artæki fyrir eldhús með færanlegum stúti, búnum loft- blandara. Hand- föngin eru hitaein- angruð með ACRYL STJORNU BLÖNDUN ART ÆKI ♦ BORGARÁS Klettagörðum 7 FV 8 1974 27

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.