Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 35

Frjáls verslun - 01.08.1974, Page 35
sjálfar um 400 þús., tollar og söluskattur til ríkisins er um 480 þús. og ofan á þetta bæt- ast síðan flutningsgjöld og vá- trygging. Álagningin er 6.8%. 1616 FORDBÍLAR Á HÁLFU ÁRI. Af hálfu Ford-verksmiðj- anna er, að sögn Inga Þórs, litið með velþóknun til starfa umboðanna þriggja hér á ís- landi og á'herzla lögð á, að þau séu sem sjálfstæðust og öflugust. Tölurnar um bílainn- flutning benda líka til að mjög góður árangur hafi náðst í starfi þeirra, því að frá ára- mótum til júníloka höfðu ver- ið fluttir inn 1616 Fordbílar en af tegundinni, sem var í öðru sæti, höfðu komið innan við þúsund bílar. Viðskiptavin- ir Bílasölunnar á Akureyri hafa keypt 250-300 bíla á sl. þrem árum og brúttóvelta, sem var um 50 milljónir í fyrra, verður rúmlega 100 milljónir í ár. Ingi Þór sagði, að mjög miklir erfiðleikar væru í rekstri bílaverkstæða og gerðu verðilagsákvæði þeim ókleift að byggja upp og endurnýja eins og þau þyrftu fyrir þenn- an aukna og nýja bílakost. Þetta ætti ekki síður við um verkstæði Bílasölunnar en önnur. Þar starfa nú 18 manns við viðgerðir og þjón- ustu við nýja bíla. SPÁNSKUR FORD. Að lokum spurðum við Inga Þór, hvort nýjunga væri að vænta í bílaframleiðslunni hjá Ford, og sagði hann, að af amerískum bílum væri vænt- anlegur einn nýr árið 1975, þ. e. Ford Granada, sem verð- ur af millistærð í fremur dýr- um flokki, nokkru ofan við Mercury Comet. Þá kemur nýr Escort fram á sjónarsviðið á næsta ári og innan tveggja til þriggja ára má svo búast við nýjum smábíl frá nýjum Ford- verksmiðijum á Spáni. Verður hann sennilega um margt lík- ur Fiat 127. Fatageröin íris: Saumar f jölbreytt úrval af náttfatnaði handa konum í kjallara íbúðarhúss síns að Grænumýri 10 á Ak- ureyri starfrækir Jón Tryggvason saumastofu fyr- ir fyrirtæki sitt, fatagerðina fris. Hefur hún sérhæft sig- í saumi á náttfatnaði fyrir kvenfólk á öllum aldri. eru gerðir í vélunum. Eins og áður sagði eru það aðallega náttkjólar og annar náttfatn- aður handa kvenfólki, sem íris framleiðir, en einnig blússur fyrir sumarið. Undirkjólasaum- ur lagðist niður um leið og buxnatízkan ruddi sér til rúms. Þegar okkur bar að garði heima hjá Jóni var hann að búa sig undir að hefja sauma- skap á nýjan leik, en hann hefur legið niðri í sumar. Var hann með uppi á borðum ýms- ar prufur, sem saumaðar höfðu verið, með nýjum snið- um og mjög fjölbreyttu lita- vali. Jón vann hjá verzluninni Amaro í 23 ár en setti fyrir- tæki sitt á stofn árið 1968. Átti það að vera til húsa í Grænumýrinni í eitt til tvo ár, meðan það væri að hasla sér völl, en enn hefur ekki gefizt tækifæri til að færa út kvíarnar og flytja í annað hús- næði. Undanfarið hafa sjö konur starfaði við saumaskapinn og fer hver flík á milli þeirra, Jcn Tryggvason við sníðaborðið, þar sem fyrr um daginn höfðu þar sem mismunandi saumar verið sniðnir nokkrir náttkjólar samkvæmt nýjustu tízku. FV 8 1974 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.