Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.08.1974, Qupperneq 79
Frægir gestir við Hótel ís- land, þátttakendur í fluginu til íslands 1924. Þeir eru frá vinstri: F. G. Crosia, Lt. Hard- ing, dr. Summer, Lt. Nelson, Locatelli og Lt. Smith. „Billingsley“ og „Barry“, herskipin „Raleigh“ og „Richmond“, danska herskipið „Islandsfalk“, sem statt var í Frederiksdal, og bryndrekinn „Milwaukee", er staddur var við vesturströnd Grænlands. Þann 21. ágúst að morgni lögðu flugmenn- irnir þrír af stað og höfðu þá fengið veðurskeyti frá Grænlandi og virtust flughorfur góðar. Smith flaug af stað kl. 7 um morguninn, lenti hann snöggvast í Skerjafirði, en flaug síðan áfram. Nelson lagði af stað kl. 7,01 og Locatelli kl. 7,08. Urðu þeir samferða Smith og Nelson all- lengi, en urðu síðar um daginn viðskila, í þoku. Herskipið „Richmond" lá úti í hafi 70 mílur, og flugu þeir framhjá kl. 8,32, en tundurspill- irinn „Reid“ var 205 mílur vestur í hafi og flugu þeir fram hjá honum kl. 9,40 f.h. Héldu þeir nú förinni áfram og segir ekki af þeim fyrr en þeir nálguðust Frederiksdal. Var þá rigning og þoka og leit ekki út fyrir, að þeir gætu náð lendingu, en West skipstjóri á „Islandsfalk“, sem fylgdist með ferðum þeirra, lét hleypa út úr eimpipum skipsins og skjóta úr fallbyssum. Lagði þá hvíta gufu upp úr þokunni, er flug- mennirnir sáu; komu þeir þá auga á „Islands- falk“ og tókst að lenda í Frederiksdal, Smith kl. 5, en Nelson kl. 6. Var nú beðið eftir Loca- telli. en hann var horfinn. Var nú leitað næstu daga af herskipunum og 4 Vough-flugvélum, er herskinin höfðu meðferðis. Loks fann her- skipið „Richmond“ Locatelli og félaga hans á floti, og var hann á reki undan Kap Farvel. Hafði hann lent í dimmri þoku og orðið að lenda, en af því að sjór var mjög úfinn og all- hvasst var, tókst honum ekki að hefja sig aft- ur til flugs, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hafði hann rekið um nær 100 mílur, er hann fannst, og voru þeir félagar aðframkomnir af kulda og vosbúð, eftir 3V2 sólarhrings hrakning úti á reginhafi. Flugelda höfðu þeir og sendu þá upp á hverjum þriggja klukkutíma fresti, en flug- eldabirgðir þeirra voru nær þrotnar, er þeir fundust, en matvæli höfðu þeir til sjö daga. Ljósið af flugeldunum varð þeim til lífs. Flug- vél Locatellis var mjög löskuð, er þeir fundust, og bað hann um, að flugvél sinni yrði sökkt, og var það gert. En af Smith og Nelson er það að segja, að þeir héldu áfram ferðinni og flugu áleiðis til Labrador 26. ágúst. Smith flaug frá Frederiks- dal til Ivigtut (126 enskar mílur) á rúmum 2 tímum. 1. september lentu þeir í Ice Tickle-vík á Labrador og fengu þá heillaskeyti frá forseta Bandaríkjanna. 2. september flugu þeir til Hawkes á Nýfundnalandi, en 3. september til Picton á Nýja Skotlandi. Þar hittu þeir félaga sinn, Wade, er hafði fengið nýja flugvél. og flugu þeir nú allir til Boston 6. september. Var þá mikið um dýrðir í borginni, en þeir komu þangað kl. 4 siðdegis. 13 flugvélar flugu á móti þeim, en fallbyssuskot dundu við frá virkjum borgarinnar og herskipum, en öll eimskip og verksmiðjur blésu í eimpípur sínar. 8. septem- ber flugu þeir til New York í fylgd margra flugvéla, og lentu þar á flugvellinum Mitchell Field. en 30000 manns voru þar saman komnir til að fagna þeim, og var þar á meðal prinsinn af Wales. 9. september lentu þeir í Washington og var þeim fagnað þar með 21 fallbyssuskoti, en aragrúi af fólki var þar saman kominn. For- seti Bandaríkjanna tók á móti þeim og þakkaði þeim frækilega för. Síðan héldu þeir áfram til Dayton í Ohio og heimsóttu bræðurna Wright, sem taldir eru fyrstu flugmenn heimsins, og komust loksins til Seattle, þar sem heimsfluginu var lokið. FV 8 1974 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.