Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1974, Side 81

Frjáls verslun - 01.08.1974, Side 81
Miðsiöð heildverzlunar: 8IJIMDAB0RG Sagt frá starfsemi Heildar hf. og nýrri miðstöð heildverzlana í Sundaborg Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Heildar. Það voru 20 félagsmenn í Félagi íslenzkra stórkaup- manna sem stofnuðu með sér hlutafélag, árið 1971, Heild hf., um byggingu rekstrarhúsnæðis. Félagsmenn hafa nú reist 40.000 rúmmetra húsnæði við Sundahöfn, og nefnist það Sundaborg. Nýta þeir þar eða leigja út húsnæði fyrir skrifstofur og vöru- geymslur, alls um tuttugu fyr- irtækja. Hlutafélagið á húsið, en hluthafar eru leigjendur og fá úthlutaði húsnæði eftir hlut- deild þeirra í Heild, Frá upphafi var Heiid hf. skipulögð með það fyrir aug- urh, að þeir aðilar, sem aðset- ur hefðu í Sundaborg, kæmu upp samstarfi sín á milli í sem flestum atriðum, er þeir kynnu að hafa þörf fyrir. Það samstarf, sem framkvæman- legt er, verður unnið af hluta- félaginu, sem síðan selur það aðildarfyrirtækjum í formi þjónustu, og mælist endur- gjald í hlutfalli við notkun hvers. Nú þegar er um sameiginlega útkeyrslu að ræða, sorphreinsun, póstaf- greiðslu, tollmeðferð, telex- þjónustu, hús- og næturvörzlu. Síðar verður reynt að snúa sér að frekara samstarfi á sviði vörugeymslu, tollvöru- geymslu, skrifstofuhalds, skrif- stofuvéla, matstofu o. fl. Framkvæmdastjóri Heildar er Sigurður Jónsson og stjórn- arformaður er Jóhann Ólafs- son. Hér fer á eftir stutt kynning á einstökum fyrirtækjum, sem hafa aðsetur í Sundaborg og þeirri starfsemi, er þar fer fram. Byggingar Heildar hf. í Sundaborg. FV 8 1974 81 L

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.