Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 31
Greinar oo wlðlðl Frumvarp til fjárlaga — eftir dr. Guðmund Magnússon, prófessor Sjaldan mun hafa verið beð- ið eftir því í annan tíma með eins mikilli eftirvæntingu að sjá hvernig fjárlagafrumvarpið væri úr garði gert. Kemur þar margt til. Sífellt fjölgar millj- örðunum, sem annaðhvort renna í ríkissjóð eða sóttir eru í hann. Telja verður, að verðbólgan verði ekki hamin nema með kröftugri andspyrnu á mörg- um sviðum í senn og þá ekki sízt í fjármálum og peninga- málum. Er þetta einnig fyrsta fjárlagafrumvarp, sem núver- andi fjármálaráðherra og ríkis- stjórn hafa getað haft veruleg áhrif á, þar sem undirbúningi þess var nær lokið fyrir árið 1975, þegar ríkisstjórnin tók við völdum. TILBREYTING Ekki verður annað sagt en fjárlagafrumvarpið fyrir 1976 sé tilbreyting frá fyrri frum- vörpum. Gerð er heiðarleg til- raun til að stemma stigu við aukningu umsvifa ríkisins og til að beita fjármálum ríkisins til að stuðla að jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Er þetta hægara sagt en gert og á reynd- ar eftir að sjá vilja Alþingis í þessum efnum og þar með hvernig hin endanlegu fjárlög líta út. Þótt ails staðar verði að gæta aðhalds eru það þrír þættir ríkisfjárlaga sem vega lang- þyngst, en það eru menntamál, heilbrigðis- og tryggingamál og samgöngumál. Ekki verður sparnaði komið við í stórum stíl nema hann taki til þessara sviða. Ákveðnar tillögur í þess- um efnum er að finna í frum- varpinu, en svigrúmið til breytinga er takmarkað til skamms tíma. ÓSVEIGJANLEIKI í ÚTGJÖLDUM Verulegur hluti ríkisútgjalda er fyrirfram ákveðinn vegna gildandi löggjafar. Þar á með- al eru samþykktir sem enn hafa ekki komið til fram- kvæmda, eins og í menntamál- um og heilbrigðismálum. Um- svif hins opinbera verða ekki minnkuð eða aukning þeirra stöðvuð nema margs konar lög- gjöf sé breytt. TAKMÖRKUÐ HAG- STJÓRNARGETA Áberandi er að hlutur ó- beinnar skattheimtu fer vax- andi. Er þetta vegna hækkandi sölugjalds að undanförnu og er nú svo komið, að sá tekju- stofn er hærri en öll aðflutn- ingsgjöld. En beinu skattarnir eru lagðir á eftir á, þegar efna- hagur hefur oft breytzt, og því lítið svigrúm til að nota þá til hagstjórnar. Ekki takmarkar fortíðin síð- ur athafnafrelsi ríkisins nú. Ekkert tókst að leggja til hlið- ar á feitu árunum og ríkissjóð- ur hefur tekið að sér að greiða fyrir kjarasamningum með skattalækkunum og að halda niðri vöruverði með niður- greiðslum. FRAMKVÆMDA- OG LÁNS- FJÁRÁÆTLANIR Sá háttur hefur verið hafður á að undanförnu að láta fram- kvæmdaáætlun fylgja fjárlaga- frumvarpi. Núverandi fjár- málaráðherra hyggst ganga enn lengra og stefna að því að jafnframt verði lögð fram láns- fjáráætlun rikisins samtímis. Yrði þetta veruleg framför, þar sem þá yrði fyrst unnt að meta þjóðhagsleg áhrif ríkismála við afgreiðslu fjárlaga. STÝRING KERFISINS Verðbólgan hefur valdið gíf- urlegri röskun á fjármálum op- inberra stofnana og fyrirtækja og erfiðleikum í stjórn ríkis- fjármála yfirleitt. Útgjöld stofnana og fyrir- tækja hafa aukizt hraðar en tekjur og lítið verið annað að gera en borga brúsann með lántöku í Seðlabankanum. Stundum er um fyrirhyggju- leysi að ræða hjá einstökum stofnunum og fyrirtækjum, þar sem treyst er á fyrir- greiðslu af gömlum vana. Er það einmitt ein hættan í ríkis- rekstri, að fyrirtækin reyni ekki að bjarga sér sjálf heldur leggi öll stærri vandamál inn á borð ráðherranna. Þá kunna sumir forstjórar á kerfið og fá ýmsu framgengt áður en ráða- menn átta sig á því hvað um er að ræða. Fjármálaráðherra hefur boðað nýjar leiðir til að halda einstökum stofnunum og fyrirtækjum í böndunum, þ. e. innan ramma fjárlaga hverju sinni. Búast má við að það taki nokkurn tíma að koma á stýr- ingu af þessu tagi, en afar fróð- legt verður að fylgjast með því hvernig til tekst. FV 10 1975 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.