Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 23
Vestur - Evrópa: Farandverkamenn kvaddir Ekki pláss fyrir þá á vinnumarkaðinum eftir að atvinnuleysi hefur farið vaxandi hjá heimafólki Atvinnuleysi eykst enn í löndum Efnahagsbandalagsins, þrátt fvrir að ástandið hafi eitthvað skánað í Danmörku og Vestur-Þýzkalandi. Nú í haust var áætlað að tala atvinnuausra í EBE-Iöndunum yrði 4,7 milljónir manna og hefur hún ekki fyrr verið jafn há. Þetta hefur orðið til þess, að nánast hef- ur verið skrúfað íyrir straum láglaunafólks frá suðurhluta Evrópu og N-Afríku til EBE-Iandanna. Hinar ríku iðnþjóðir Evrópu, sem hafa o:ðið fyrir barðinu á efnahagskreppunni, leita nú að leiðum til að fækka farand- verkamönnum í löndum sínum, á sama tíma og alþjóðlegur þrýstingur eykst til að bæta kjör þeirra, sem eftir verða. I sumar hélt Alþjóðavinnumála- stofnun Sameinuðu þjóðanna — ILO — ráðstefnu um stöðu 03 afkomu farandverkafólks, sem oftast nær ber skarðan hlut frá borði, miðað við inn- lent vinnuaíl viðkomandi ríkja. Niðurstöður ráðstefnunnar hafa þegar verið sendar til fjöl- margra ríkja til staðfestingar. REYNT AÐ STÖÐVA „SÖLU ‘ Á ÓDÝRU VINNUAFLI Tilgangur ILO-ráðstefnunnar var sá, að reyna að stemma stigu við ólöglegri sölu og skiptum á ódýru vinnuafli, sem fram til þessa hefur verið liðið af stjórnvöldum fjölmargra ríkja og að tryggja farand- verkamönnum mannsæmandi kjör og mannréttindi í ríkjum, þar sem þeir starfa. Um árabil hefur mikið verið deilt um farandverkafólk frá suðurhluta Evrópu, sem leitað hefur eftir atvinnu í iðnríkjum Efnahagsbandalagsins. Einnig hefur straumur verkafólks leg- ið til V-Evrópu frá Afríku, Asíu og eyjum Karabískahafsins. Eftir að efnahagsástandið versnaði svo mikið sem raun ber vitni, hefur straumur um- ræddra farandverkamanna minnkað verulega, og í sumum tilfellum stöðvast alveg. Áhrifa ILO-ráðstefnunnar á eftir að gæta víðar en í Evrópu. Hlutskipti farandverkamanna í Evrópu — helztu skítverkin, scm iðnríkin hafa upp á að bjóða. 12 MILLJÓNIR ÓLÖGLEGRA VERKAMANNA í BANDA- RÍKJUNUM Bandaríkin hafa t. d. lengi reynt að koma í veg fyrir ó- löglega innflytjendur og nú er áætlað að þar í landi séu 12 millj. manns á vinnumarkaðin- um, sem ekki hafa leyfi til að stunda vinnu þar, að því er bandarisk innflytjendayfirvöld segja. Þetta óhamingjusama fólk lendir oft í klóm glæpa- fólks, sem hefur af því fé og það neyðist oft til að kaupa sér fölsuð skilríki fyrir $250.00. ILO áætlar að í V-Evrópu séu nú um 13 milljónir löglegra erlendra verkamanna, 4 millj. í N-Ameríku og auk þess tals- verður fjöldi í Afríku, S-Amer- íku, Ástralíu og víðar. SKORAÐ Á STJÓRNVÖLD AÐ TAKMARKA ÓLÖGLEGT VINNUAFL Ráðstefna ILO skoraði á stjórnvöld viðkomandi ríkja að beita öllum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir ólöglegan flutning verkafólks milli landa og ráðningu þess í vinnu. Auk þess var lögð áhersla á að lög- legir farandverkamenn búi við sömu kjör og mannréttindi og heimamenn og fái auk þess að- ild að viðkomandi verkalýðs- félögum og njóti almennra tryggingabóta. Skorað er á stjórnvöld að stuðla að því að farandverka- menn geti fengið fjölskyldur sínar til sin, en oftast eru mik- il brögð að því og þegar það FV 10 1975 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.