Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 57
Stykkishólmur Meirihluti vinnuaflsins starfar hjá iðnfyrirtækjum Tvö ný fiskvinnslufyrirtæki sett á stofn Atvinnuskiptingin í Stykkisholmi er frabrugðin atvinnuskiptingu flestra sjavarkauptúna á landinu að því leyti til að iðnaður stendur þar traustum fótum og er umfangsmikill. Meirihluti vinnuafls í Stykkishólmi vinnur við iðnað. A staðnum eru t. d. 80 iðnaðarmenn, sem er hátt hlutfall á ekki stærri stað en íbúar eru alls 1180. Þar má t. d. nefna skipasmíðastöð, þrjár trésmiðjur o. fl. Að sögn sveitarstjórans, St'urlu Böðvarssonar, hefur þetta þá kosti í för með sér, að tekjur manna eru mun stöðugri en þegar eingöngu er byggt á sjávarútvegi. Fólk hefur einnig um fleiri atvinnugrein- ar að velja en eingöngu sjávarútveginn. Varðandi sjávarútveginn hel'ur skelfiskvinnslan, sem er einkennandi fyrir Stykkishólm, jafnað atvinnuástandið þar verulega. Bátum hefur einnig fjölgað og tvö ný fiskvinnslufyrirtæki verið sett á stofn. Vegna legu Stykkishólms við miðin taldi Sturla réttlætanlegt að gera þaðan út næstunni. Tekjur Stykkishólmshrepps eru tæpar 80 milljónir króna í ár og eru þær notaðar til marg- víslegra framkvæmda. T. d. standa nú yfir verulegar hafn- arbætur, sem er bygging 50 metra viðlegukants og gjör- breytir hann allri aðstöðu í höfninni. Áætlaður kostnaður er 30 milljónir. Þá stendur einnig til að byggja nýja bíla- vog í tengslum við höfnina, væntanlega á næsta ári. Einn- ig, skv. fjögurra ára áætlun um hafnarframkvæmdir í land- inu, að endurbæta dráttarbraut Skipavíkur og byggja þar við- gerðarbryggju, enda eru skipa- smíðar snar þáttur í atvinnulífi Stykkishólmsbúa. Af fleiri fyr- irhuguðum hafnarframkvæmd- um má nefna lengingu svo- nefndrar Steinbryggju. Búið er að vinna fyrir um 20 milljónir í gatnagerð á þessu ári við undirbyggingu og lögn slitlags. í nýjum hverfum eru skuttogara og sagði ekki ólíklegt Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri. göturnar undirbyggðar og gengið frá lögnum áður en bygging húsa við þær hefst. Varla hefst þó undan þar sem mikil eftirspurn er eftir lóðum og var 22 einbýlishúsalóðum úthlutað í ár, 25 einbýlishús eru í byggingu og eitt fjölbýlis- hús. Fer drjúgur hluti af tekj- ið sá möguleiki yrði kannaður a um hreppsins til þessara gatna- framkvæmda. GATNAGERÐ Búið er að steypa hluta af að- algötu og til stendur að steypa slitlag á um 350 metra af göt- unum á næsta ári. Að öðru leyti á að leggja olíumöl á gatnakerfið. Búið er að vinna efni til olíumalargerðar i sam- vinnu við önnur sveitarfélög á Snæfellsnesi. Nú standa fyr- ir dyrum samningar við Olíu- möl hf. um að bianda oliumöl úr þessu efni og standa vonir til að næsta sumar verði hægt að leggja olíumöl á eitthvað af götum í Stykkishólmi. NÆGILEGT LANDRÝMI Landrými er nægilegt um ó- fyrirsjáanlega framtíð og er nú unnið að deiliskipulagi tveggja nýrra hverfa, iðnaðarhverfis og FV 10 1975 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.