Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 42
Skrifstofur Johans Rönning h.f. í húsi Heildar. Þar hafa fyrir- tækin komið á sameiginlegri 'þjónustu í sparnaðar- skyni. að, enda málið þannig vaxið að dálítið er erfitt að reikna það út nákvæmlega. En ef við að- eins .reiknuðum með að fyrir- tækin í Sundaborg losnuðu við ferðir í banka, toll og skipa- félög, þá er hér um sparnað að ræða, sem numið gæti kr. 5.2 milljónum króna á ári, mið- að við að hvert fyrirtæki sendi að meðaltali annan hvern vinnudag í toll, banka eða 3 klst. í hvert sinn á 600 kr. klst. Til viðbótar framangreind- um starfsháttum má nefna nokkur atriði, þar sem koma má hagræðinu og sparnaði við. Fyrst skal talið sameiginlegt rými í tollvörugeymslu. Nú eru fyrirtækin á mörgum stöð- um í tollvörugeymslunni en sameiginlegt rými myndi gera mögulegt að hafa sérstakan birgðavörð í tollvörugeymslu, er gæti annast allar afgreiðslur fyrir fy.rirtækin. Verðútreikn- ingar koma þarna líka til greina og sömuleiðis sameigin- legt tölvubókhald. F. V.: — Er hugsanlegt, að víðtækari samvinna heildsölu- fyrirtækja muni takast í fram- haldi af samstarfinu í Heild? J.M.: — Ég tel það mjög koma til greina og veit að ann- ar hópur í FÍS hefur hafið undirbúning að sams konar framkvæmdum og jafnvel svip- uðu samstarfi og tekist hefur hjá okkur í Heild og vona ég að við getum orðið þeim að liði og miðlað af reynslu okkar í þessum efnum. F.V.: — Hvernig er hag heild- verslunarinnar komið um þess- ar mundir? Hvað hafa kannan- ir Félags ísl. stórkaupmanna Ieitt í Ijós í því sambandi nú undanfarið í samanburði við fyrri ár? J. M.: — Hagur heildversl- verslunar í dag er ekki góður. A einu ári hefur rekstrarfj ár- þörfin aukist um 60% og er þá ekki meðtalið 12% vöru- gjaldið, er lagt var á 16. júlí s.l. í könnun F.Í.S. í sept./okt. 1975 úr efnahags- og reksturs- reikningum 45 fyrirtækja kom í ljós, að afkoma heildverslun- arinnar hefur versnað mjög á árinu 1974, sem þó segir ekki allan sannleikann, þar sem á- hrif verðbólgu á efnahag og afkomu fyrirtækjanna eru ekki tekin með í þeim talnagögnum, sem unnið var úr. En það yrði of langt mál að ræða um það hér, ef haft er í huga, að þessi atvinnuvegur notar fjármagn, sem atvinnutæki, og því meir sem verðgildi fjármagnsins rýrnar þeim mun ver stendur verslunin og þarfnast því meira lánsfjármagns með há- um vöxtum. F.V.: — Hverjum augum líta stórkaupmenn gjaldeyrisstöðu hjá þjóðinni á þessum síðustu og verstu tímum og hver eru viðbrögð þeirra við yfirlýsing- um ráðamanna um að dregið verði úr innflutningi? J. M.: — Við erum meðvit- andi um þann efnahagsvanda, sem blasir við okkur í dag. 119% verðbólga á aðeins 24 mánuðum, á, samkv. áliti er- lendra sérfræðinga, ekkert lýðræði að geta staðist lengur en tvö ár. Því er nú svo kom- ið hjá okkur. — Efnahags- vandinn er stjórnmálalegs eðl- is og læknast því aðeins, að bæði ríkisbúskapurinn og at- vinnuvegirnir séu reknir halla- laust og skili jafnframt arði. Það tryggir atvinnuöryggi og stöðugleika gjaldmiðils okkar, þannig að fólk hættir að skipta á honum og öðrum verðmæt- um, sem það jafnvel hefur enga þörf fyrir, en gerir nú til að vernda eigur sínar. Þá fyrst kemst á jafnvægi í inn- og út- flutninginn. F. V.: — Þegar jafnilla árar og nú, verður áreiðanlega mörgum hugsað til þess úrræð- is að grípa til innflutningshafta af einhverju tagi og spara þannig gjaldeyri. En hverjum augum líta samtök stórkaup- manna efnahagsvandann og hvað telja þeir helst til úr- ræða? J.M.: — Varðandi innflutn- ingshöft, þá er okkur hollast að horfa um öxl til þeirra tíma, er fólk beið í biðröðum, jafn- vel heilar nætur fyrir fram- an þær verslanir, er höfðu fengið vörur. Þá blómstraði hinn svokallaði „svarti mark- aður“. Ég býst við, að þeir sem muna þá tíma, óski ekki eftir að taka aftur upp skömmtunarkerfið. F. V.: — Því hefur gjarnan verið haldið fram af andstæð- ingum núverandi ríkisstjórnar, að hún væri sérstaklega vin- samleg versluninni í landinu. Finnst stórkaupmönnum, að sjónarmið Jþeirra hafi átt sér- stökum skilningi að mæta hjá 42 FV 10 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.