Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 42
Skrifstofur
Johans
Rönning h.f.
í húsi Heildar.
Þar hafa fyrir-
tækin komið
á sameiginlegri
'þjónustu í
sparnaðar-
skyni.
að, enda málið þannig vaxið að
dálítið er erfitt að reikna það
út nákvæmlega. En ef við að-
eins .reiknuðum með að fyrir-
tækin í Sundaborg losnuðu við
ferðir í banka, toll og skipa-
félög, þá er hér um sparnað
að ræða, sem numið gæti kr.
5.2 milljónum króna á ári, mið-
að við að hvert fyrirtæki sendi
að meðaltali annan hvern
vinnudag í toll, banka eða 3
klst. í hvert sinn á 600 kr.
klst.
Til viðbótar framangreind-
um starfsháttum má nefna
nokkur atriði, þar sem koma
má hagræðinu og sparnaði við.
Fyrst skal talið sameiginlegt
rými í tollvörugeymslu. Nú
eru fyrirtækin á mörgum stöð-
um í tollvörugeymslunni en
sameiginlegt rými myndi gera
mögulegt að hafa sérstakan
birgðavörð í tollvörugeymslu,
er gæti annast allar afgreiðslur
fyrir fy.rirtækin. Verðútreikn-
ingar koma þarna líka til
greina og sömuleiðis sameigin-
legt tölvubókhald.
F. V.: — Er hugsanlegt, að
víðtækari samvinna heildsölu-
fyrirtækja muni takast í fram-
haldi af samstarfinu í Heild?
J.M.: — Ég tel það mjög
koma til greina og veit að ann-
ar hópur í FÍS hefur hafið
undirbúning að sams konar
framkvæmdum og jafnvel svip-
uðu samstarfi og tekist hefur
hjá okkur í Heild og vona ég
að við getum orðið þeim að
liði og miðlað af reynslu okkar
í þessum efnum.
F.V.: — Hvernig er hag heild-
verslunarinnar komið um þess-
ar mundir? Hvað hafa kannan-
ir Félags ísl. stórkaupmanna
Ieitt í Ijós í því sambandi nú
undanfarið í samanburði við
fyrri ár?
J. M.: — Hagur heildversl-
verslunar í dag er ekki góður.
A einu ári hefur rekstrarfj ár-
þörfin aukist um 60% og er
þá ekki meðtalið 12% vöru-
gjaldið, er lagt var á 16. júlí
s.l.
í könnun F.Í.S. í sept./okt.
1975 úr efnahags- og reksturs-
reikningum 45 fyrirtækja kom
í ljós, að afkoma heildverslun-
arinnar hefur versnað mjög á
árinu 1974, sem þó segir ekki
allan sannleikann, þar sem á-
hrif verðbólgu á efnahag og
afkomu fyrirtækjanna eru ekki
tekin með í þeim talnagögnum,
sem unnið var úr. En það yrði
of langt mál að ræða um það
hér, ef haft er í huga, að þessi
atvinnuvegur notar fjármagn,
sem atvinnutæki, og því meir
sem verðgildi fjármagnsins
rýrnar þeim mun ver stendur
verslunin og þarfnast því
meira lánsfjármagns með há-
um vöxtum.
F.V.: — Hverjum augum líta
stórkaupmenn gjaldeyrisstöðu
hjá þjóðinni á þessum síðustu
og verstu tímum og hver eru
viðbrögð þeirra við yfirlýsing-
um ráðamanna um að dregið
verði úr innflutningi?
J. M.: — Við erum meðvit-
andi um þann efnahagsvanda,
sem blasir við okkur í dag.
119% verðbólga á aðeins 24
mánuðum, á, samkv. áliti er-
lendra sérfræðinga, ekkert
lýðræði að geta staðist lengur
en tvö ár. Því er nú svo kom-
ið hjá okkur. — Efnahags-
vandinn er stjórnmálalegs eðl-
is og læknast því aðeins, að
bæði ríkisbúskapurinn og at-
vinnuvegirnir séu reknir halla-
laust og skili jafnframt arði.
Það tryggir atvinnuöryggi og
stöðugleika gjaldmiðils okkar,
þannig að fólk hættir að skipta
á honum og öðrum verðmæt-
um, sem það jafnvel hefur
enga þörf fyrir, en gerir nú til
að vernda eigur sínar. Þá fyrst
kemst á jafnvægi í inn- og út-
flutninginn.
F. V.: — Þegar jafnilla árar
og nú, verður áreiðanlega
mörgum hugsað til þess úrræð-
is að grípa til innflutningshafta
af einhverju tagi og spara
þannig gjaldeyri. En hverjum
augum líta samtök stórkaup-
manna efnahagsvandann og
hvað telja þeir helst til úr-
ræða?
J.M.: — Varðandi innflutn-
ingshöft, þá er okkur hollast
að horfa um öxl til þeirra tíma,
er fólk beið í biðröðum, jafn-
vel heilar nætur fyrir fram-
an þær verslanir, er höfðu
fengið vörur. Þá blómstraði
hinn svokallaði „svarti mark-
aður“. Ég býst við, að þeir
sem muna þá tíma, óski ekki
eftir að taka aftur upp
skömmtunarkerfið.
F. V.: — Því hefur gjarnan
verið haldið fram af andstæð-
ingum núverandi ríkisstjórnar,
að hún væri sérstaklega vin-
samleg versluninni í landinu.
Finnst stórkaupmönnum, að
sjónarmið Jþeirra hafi átt sér-
stökum skilningi að mæta hjá
42
FV 10 1975