Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 28
gagnleg. Það má nota hana til áburðardreifingar, sjúkraflutn- inga, vöru- og farþegaflutn- inga. Þyrlan var sýnd nokkuð víða í Bretlandi og meðal hugs- anlegra kaupenda eru olíufyr- irtækin, sem nú stunda boranir á Norðursjónum. Sovétmenn eiga fyrirtæki á Bretlandseyj- um, sem Eumplant heitir, og á- byrgist það nægar birgðir af varahlutum og þjónustu fyrir nokkur hundruð vörubíla og fjóra svifnökkva, sem sigla um ána Thames. Sviss. Svisslendingar virðast ekki sérlega uppnumdir vegna hins lága verðs á sovézkum vör- um þar í landi. Að vísu seldust 3900 sovézkir bílar þar árið 1973 en salan féll niður í 1750 í fyrra. Hinn háþróaði sviss- neski iðnaður hefur ekki sýnt mikinn áhuga á vélum og tækj- um frá Sovétríkjunum. Kanada. Beztum árangri í út- flutningi til Kanada hafa Sov- étmenn náð í sölu dráttarvéla. Belarus Sales of Canada, sov- ézka fyrirtækið, sem vinnur að markaðsöflun fyrir vélarnar, segir, að 2000 vélar séu í notk- un úti á ökrunum, einkanlega í héruðum við Atlantshafsströnd- ina. Þrátt fyrir það eru áhrif Sovétmanna á dráttarvéla- markaðinn í Kanada lítil. í fyrra seldu þeir vörur til Kanada fyrir samtals 23,1 milljón dollara en þar af nam verðmæti fullunninnar vöru aðeins 6,2 milljónum dollara. Erfiðleikar virðast framund- an. Kanadísk stjórnvöld eru nú að kanna, hvað hæft er í umkvörtunum um að Sovét- menn hafi undirboðið túrbínur í raforkuver svo hressilega, að það hafi skaðað framleiðendur sams konar tækja í Kanada. Sérfræðingar telja, að Sovét- menn eigi jafnvel enn eftir að lækka verðin. Japan. Aðeins 1% af verð- mæti útflutnings Sovétmanna til Japan, sem í fyrra nam 1,4 milljarði dollara, var í fullunn- um varningi. Viðskiptin við Japan hafa verið Sovétmönn- um óhagstæð. Útflutningur til Japan nam 583 milljónum dollara fyrra árshelming þessa árs á móti innflutningi frá Jap- an á sama tíma að verðmæti 866 millj. dollurum. Sovét- menn bjóða því Japönum myndavélar, úr, lækningatæki, loftpúðaskip, þotur og KA-26 þyrlur. Salan hefur lítið auk- izt og samkeppnin er geysi- hörð. Kaupsýslumaður í Tókíó lét hafa þetta eftir sér: „Sov- ézkar vörur í Japan? Það get- ur tæpast gerzt, allavega ekki í neinum teljandi mæli.“ VIÐSKIPTIN VIÐ BANDA- KÍKIN Þrátt fyrir mjög vaxandi viðskipti við vestræn ríki er mikill halli á þeim fyrir sovét- menn. Sem dæmi um þetta má taka viðskiptin við Bandaríkin. Á fjórum árum jukust við- skipti Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna úr 200 milljónum dollara 1971 í einn milljarð 1974. Árið 1973 námu þau 1,4 milljarði dollara vegna mikilla kornkaupa Sovétmanna. En skiptin eru ójöfn: 1971 var hlutfallið þrír á móti einum Bandaríkjunum í hag, sex á móti einum 1972, sjö á móti einum 1973 og 1974 þrír á móti einum. Fyrstu sex mánuði þessa árs fluttu Bandaríkjamenn út vör- ur til Sovétríkjanna fyrir 531,2 milljónir dollara en keyptu af Sovétmönnum fyrir 133,8 millj- ónir. Eftir að viðskiptasamn- ingurinn frá 1972 gekk úr gildi á þessu ári vegna skilyrða Bandaríkjaþings um aukið ferðafrelsi Sovétþegna hefur útlitið enn dökknað. Úr því að samningar tókust ekki var komið í veg fyrir ný lán handa Sovétmönnum í Bandaríkjun- um og þar með versnar gjald- eyrisstaða Sovétríkjanna enn, þótt til hafi komið stórlán í öðrum vestrænum löndum og Japan. Moskvustjórnin á ekki margra kosta völ: annars veg- ar að hætta innkaupum frá Vesturlöndum, en það þýddi stöðvun þeirra endurbótaáætl- ana, sem verið hafa í fram- kvæmd. Hins vegar er um það að ræða, að kaupa dýru verði markaði fyrir sovézkar neyzlu- vörur og iðnaðartæki erlendis. 28 FV 10 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.