Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 28

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 28
gagnleg. Það má nota hana til áburðardreifingar, sjúkraflutn- inga, vöru- og farþegaflutn- inga. Þyrlan var sýnd nokkuð víða í Bretlandi og meðal hugs- anlegra kaupenda eru olíufyr- irtækin, sem nú stunda boranir á Norðursjónum. Sovétmenn eiga fyrirtæki á Bretlandseyj- um, sem Eumplant heitir, og á- byrgist það nægar birgðir af varahlutum og þjónustu fyrir nokkur hundruð vörubíla og fjóra svifnökkva, sem sigla um ána Thames. Sviss. Svisslendingar virðast ekki sérlega uppnumdir vegna hins lága verðs á sovézkum vör- um þar í landi. Að vísu seldust 3900 sovézkir bílar þar árið 1973 en salan féll niður í 1750 í fyrra. Hinn háþróaði sviss- neski iðnaður hefur ekki sýnt mikinn áhuga á vélum og tækj- um frá Sovétríkjunum. Kanada. Beztum árangri í út- flutningi til Kanada hafa Sov- étmenn náð í sölu dráttarvéla. Belarus Sales of Canada, sov- ézka fyrirtækið, sem vinnur að markaðsöflun fyrir vélarnar, segir, að 2000 vélar séu í notk- un úti á ökrunum, einkanlega í héruðum við Atlantshafsströnd- ina. Þrátt fyrir það eru áhrif Sovétmanna á dráttarvéla- markaðinn í Kanada lítil. í fyrra seldu þeir vörur til Kanada fyrir samtals 23,1 milljón dollara en þar af nam verðmæti fullunninnar vöru aðeins 6,2 milljónum dollara. Erfiðleikar virðast framund- an. Kanadísk stjórnvöld eru nú að kanna, hvað hæft er í umkvörtunum um að Sovét- menn hafi undirboðið túrbínur í raforkuver svo hressilega, að það hafi skaðað framleiðendur sams konar tækja í Kanada. Sérfræðingar telja, að Sovét- menn eigi jafnvel enn eftir að lækka verðin. Japan. Aðeins 1% af verð- mæti útflutnings Sovétmanna til Japan, sem í fyrra nam 1,4 milljarði dollara, var í fullunn- um varningi. Viðskiptin við Japan hafa verið Sovétmönn- um óhagstæð. Útflutningur til Japan nam 583 milljónum dollara fyrra árshelming þessa árs á móti innflutningi frá Jap- an á sama tíma að verðmæti 866 millj. dollurum. Sovét- menn bjóða því Japönum myndavélar, úr, lækningatæki, loftpúðaskip, þotur og KA-26 þyrlur. Salan hefur lítið auk- izt og samkeppnin er geysi- hörð. Kaupsýslumaður í Tókíó lét hafa þetta eftir sér: „Sov- ézkar vörur í Japan? Það get- ur tæpast gerzt, allavega ekki í neinum teljandi mæli.“ VIÐSKIPTIN VIÐ BANDA- KÍKIN Þrátt fyrir mjög vaxandi viðskipti við vestræn ríki er mikill halli á þeim fyrir sovét- menn. Sem dæmi um þetta má taka viðskiptin við Bandaríkin. Á fjórum árum jukust við- skipti Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna úr 200 milljónum dollara 1971 í einn milljarð 1974. Árið 1973 námu þau 1,4 milljarði dollara vegna mikilla kornkaupa Sovétmanna. En skiptin eru ójöfn: 1971 var hlutfallið þrír á móti einum Bandaríkjunum í hag, sex á móti einum 1972, sjö á móti einum 1973 og 1974 þrír á móti einum. Fyrstu sex mánuði þessa árs fluttu Bandaríkjamenn út vör- ur til Sovétríkjanna fyrir 531,2 milljónir dollara en keyptu af Sovétmönnum fyrir 133,8 millj- ónir. Eftir að viðskiptasamn- ingurinn frá 1972 gekk úr gildi á þessu ári vegna skilyrða Bandaríkjaþings um aukið ferðafrelsi Sovétþegna hefur útlitið enn dökknað. Úr því að samningar tókust ekki var komið í veg fyrir ný lán handa Sovétmönnum í Bandaríkjun- um og þar með versnar gjald- eyrisstaða Sovétríkjanna enn, þótt til hafi komið stórlán í öðrum vestrænum löndum og Japan. Moskvustjórnin á ekki margra kosta völ: annars veg- ar að hætta innkaupum frá Vesturlöndum, en það þýddi stöðvun þeirra endurbótaáætl- ana, sem verið hafa í fram- kvæmd. Hins vegar er um það að ræða, að kaupa dýru verði markaði fyrir sovézkar neyzlu- vörur og iðnaðartæki erlendis. 28 FV 10 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.