Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 63
Gestssonar. Atvinnuástandið er orðið mjög öruggt og jafnt vegna stöðugs hráefnisstreymis til staðarins. Hinsvegar er hraðfrystihúsið ekki nægilega vel búið undir að taka við öll- um aflanum úr togaranum og þarf að aka hluta aflans annað til vinnsiu, einkum karfanum. Brýnt verkefni er að ráða bót á því ástandi. GÖTUR UNDIRBYGGÐAR FYRIR LÓÐAÚTHLUTUN Hafist var handa um bygg- ingu 12 nýrra íbúðarhúsa í Grundarfirði í ár. Þar er lóðum úthlutað jafnóðum við götur, sem búið er að undirbyggja áður. Árni sagði þau vinnu- brögð spara stórfé, jafnvel fimmfalda upphæð miðað við að byggja götur og leggja í þær eftir að byggt hefur verið við þær. Landrými er nægilegt um ófyrirsjáanlega framtíð þar sem kauptúnið keypti nýlega stórt land, sem að því liggur, og heitir Hellnafell. Húsnæðisekla er hinsvegar tilfinnanleg og þar við bætist að byggingartíminn er langur vegna skorts á iðnaðarmönnum og taldi Árni að stöðluð eða verksmiðjuhús væru það eina, sem gæti bætt úr þessu ástandi. Sótt hefur verið um að fá að byggja leiguhúsnæði skv. áætl- un Húsnæðismálastofnunarinn- a^ um uppbyggingu þessháttar húsnæðis á landsbyggðinni, en ekki hefur borist svar við þeirri málaleitan enn. Að áliti Árna myndi það einnig stuðla að ör- ari uppbyggingu, ef verktakar fengju lán til að byggja fok- held hús og selja síðan. Höfnin er orðin allt of þröng, en nú er unnið að miklum hafnarbótum, fyrir 36 milljónir í ár, en verkið virðist ætla að vinnast betur en reiknað var með þannig að meira vinnst fyrir þessa upphæð en búist var við. Verið er að byggja út grjótgarð austan við kauptúnið og við það myndast ný höfn þannig að bátar þurfa ekki að liggja við löndunarbryggjurn- ar, heldur geta þeir landað þar. Reiknað er með að hluti nýju hafnarinnar komist í gagnið á næsta ári. Nýtt skólahús í Grundar firði. NÝR SKÓLI OG SUNDLAUG Frágangur nýja skólans og bygging sundlaugar eru meðal mála efst á baugi hjá sveitar- stjórninni. Sjómenn og kven- félagið hafa gefið til sundlaug- arinnar, og það sem hún er komin áleiðis, er mest fyrir gjafafé. Búið er að reisa bún- ingsherbergi fyrir sundlaugina og væntanlegt íþróttahús við skólann, en bygging þess verð- ur tekin fyrir næst. Urmið 'hefur verið að jarð- vegsskiptum í götum síðan 1972 og á næsta ári er stefnt að því að leggja a. m. k. á aðal- götuna í gegnum kauptúnið. Þá stendur til að endurbæta sjúkraflugvöllinn svo hægt verði að taka upp áætlunarflug til Grundarfjarðar. Varðandi heilsugæslu er góð samvinna við læknana í Stykk- ishólmi og hafa þeir aðstöðu í Grundarfirði til að taka á móti sjúklingum, en tilfinnanlega vantar aðstöðu fyrir tannlækni, sem kæmi þá þangað tíma- bundið en reglulega. RANNSÓKNIR Á HEITU VATNI Rannsóknir á heitu vatni í nágrenninu lofa góðu og stend- ur til að kanna það mál nánar. Á Berserkseyri, skammt frá staðnum, kemur t. d. upp heitt vatn, og mælingar gefa góðar vonir um árangur borana. Þetta er stórmál upp á framtíð staðarins og eins að takast megi að tryggja nægilegt fersk- vatn, en það er tæpast nú. Þarf með ærnum kostnaði að dæla vatninu langa leið og stendur til að kanna allar hugsanlegar leiðir til úrbóta í þessu máli. íbúafjölgun i Grundarfirði hef- ur verið örust í öllum kaup- túnum á Snæfellsnesi undan- farin ár og sagði Árni það á- berandi að fólk, sem einhverra hluta vegna hefði flutt frá staðnum til annarra kauptúna, kæmi allt aftur til Grundar- fjarðar. — Þakkaði hann það m. a. áhrifum fjallanna um- hverfis staðinn, en þau eru mjög stórkostleg og falleg, ekki síst Kirkjufellið. SJÁVARFRÉTTIR, sérrit þeirra, sem fylgjast með sjávarútvegi og fiskiðnaði. Eingöngu selt í áskrift. • Áskriftarsímar 82300 - 82302. SJÁVARFRÉTTIR, LAUGAVEGI 178, REYKJAVIK. FV 10 1975 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.