Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 11
Uí&nríkisvi5$ki()ti: Samningar við Sovétmenn Nýr fimm ára viðskiptasamningur íslands og Sovétríkjanna var undirritaður í október að lokn- um ítarlegum viðræðum sendinefnda beggja ríkjanna, sem gengu stirðlega framan af og ein- kenndust af þeirri afstöðu Sovétmanna, að þeir væru almennt mjög áhugalitlir um viðskipti við Island, jafnt olíusölu til okkar sem og kaup á íslenzkum framleiðsluvörum. Líklegt er, að hugleiðingar ráðamanna hér á landi um olíukaup af Norðmönnum hafi örlítið sett mark sitt á við- horf sovézku sendinefndarinn- ar til samninga, og valdið áð- urnefndu skeytingarleysi. Öllu veigameiri er þó almenn staða utanríkisverzlunar Sov- étríkjanna, sem er þeim mjög óhagstæð. I stóru sem smáu vilja sovézkir ráðamenn spara erlendan gjaldeyri en reyna jafnframt að afla hans með öllum tiltækum ráðum. Þann- ig er nú gert ráð fyrir að öll viðskipli Sovétmanna og ís- lendinga eigi að greiðast í frjálsum skiptanlegum gjald- eyri, svo að þau byggjast ekki lengur á jafnkeypi, sam- kvæmt samningi frá 1953, sem þó hefur ekki verið í reynd síðan olíuverð hækkaði 1973. SVEIGJANLEGT OG NÚTÍMALEGT. í viðtali F.V. við V.I. Sima- kov, formann sovézku samn- inganefndarinnar, kom fram, að hann taldi umsamið greiðslufyrirkomulag „sveigj- anlegra og nútímalegra“ en hið fyrra. Frá Sovétríkjunum er gert ráð fyrir að einkum verði keyptar eftirtaldar vör- ur: brennsluolíur og benzín, vélar og tæki, bifreiðar, timb- ur, stálpípur og rúðugler. Sov- étmenn munu hins vegar kaupa héðan sjávarafurðir, prjónaðar ullarvörur, ullar- teppi, málningu og lökk og niðursoðið og niðurlagt fisk- meti. Frá undirritun samninganna. Simakov sagði: „í nýja samn- ingnum er ekki aðeins gert ráð fyrir áframhaldandi sölu heldur líka aukningu á sölu hefðbundinna íslenzkra fram- leiðsluvara til Sovétrikjanna. Ef fram koma nýjar íslenzkar vörutegundir, sem áhugaverð- ar þættu fyrir þjóðarbú Sovét- ríkjanna, eins og raunin var t. d. um fiskimjöl síðustu tvö árin ,er vel hugsanlegt að slík- ar vörur kæmu til greina sem hluti af útflutningi Islendinga til Sovétríkjanna.“ Og Simakov hélt áfram: „Við erum hins vegar reiðu- búnir að selja hingað allar vör- ur, sem við flytjum út til ann- arra landa, fyrst og fremst fjölbreytt úrval af vélum og tækjum, þar á meðal búnað fy.rir raforkuver, samgöngu- tæki, þotur af gerðinni Yakov- lev-40, sem hafa fengið góðar viðtökur á heimsmai’kaði, og fleiri vörur.“ ÞÁTTUR LÚÐVÍKS. Fulltrúar margra íslenzkra viðskiptafyrirtækja og sam- taka áttu aðild að þessum samningum auk fulltrúa ríkis- stjórnarinnar. Þá var og í við- ræðunefndinni maður að nafni Lúðvík Jósefsson, sem gegndi þar sérstöku pólitísku hlut- verki að því er ætla má. Það var fyrst þegar Lúðvík tók til máls á viðræðufundunum, að Rússarnir lögðu eyrun við og tóku til óspilltra málanna í samningagerð. FV 10 1975 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.