Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 11

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 11
Uí&nríkisvi5$ki()ti: Samningar við Sovétmenn Nýr fimm ára viðskiptasamningur íslands og Sovétríkjanna var undirritaður í október að lokn- um ítarlegum viðræðum sendinefnda beggja ríkjanna, sem gengu stirðlega framan af og ein- kenndust af þeirri afstöðu Sovétmanna, að þeir væru almennt mjög áhugalitlir um viðskipti við Island, jafnt olíusölu til okkar sem og kaup á íslenzkum framleiðsluvörum. Líklegt er, að hugleiðingar ráðamanna hér á landi um olíukaup af Norðmönnum hafi örlítið sett mark sitt á við- horf sovézku sendinefndarinn- ar til samninga, og valdið áð- urnefndu skeytingarleysi. Öllu veigameiri er þó almenn staða utanríkisverzlunar Sov- étríkjanna, sem er þeim mjög óhagstæð. I stóru sem smáu vilja sovézkir ráðamenn spara erlendan gjaldeyri en reyna jafnframt að afla hans með öllum tiltækum ráðum. Þann- ig er nú gert ráð fyrir að öll viðskipli Sovétmanna og ís- lendinga eigi að greiðast í frjálsum skiptanlegum gjald- eyri, svo að þau byggjast ekki lengur á jafnkeypi, sam- kvæmt samningi frá 1953, sem þó hefur ekki verið í reynd síðan olíuverð hækkaði 1973. SVEIGJANLEGT OG NÚTÍMALEGT. í viðtali F.V. við V.I. Sima- kov, formann sovézku samn- inganefndarinnar, kom fram, að hann taldi umsamið greiðslufyrirkomulag „sveigj- anlegra og nútímalegra“ en hið fyrra. Frá Sovétríkjunum er gert ráð fyrir að einkum verði keyptar eftirtaldar vör- ur: brennsluolíur og benzín, vélar og tæki, bifreiðar, timb- ur, stálpípur og rúðugler. Sov- étmenn munu hins vegar kaupa héðan sjávarafurðir, prjónaðar ullarvörur, ullar- teppi, málningu og lökk og niðursoðið og niðurlagt fisk- meti. Frá undirritun samninganna. Simakov sagði: „í nýja samn- ingnum er ekki aðeins gert ráð fyrir áframhaldandi sölu heldur líka aukningu á sölu hefðbundinna íslenzkra fram- leiðsluvara til Sovétrikjanna. Ef fram koma nýjar íslenzkar vörutegundir, sem áhugaverð- ar þættu fyrir þjóðarbú Sovét- ríkjanna, eins og raunin var t. d. um fiskimjöl síðustu tvö árin ,er vel hugsanlegt að slík- ar vörur kæmu til greina sem hluti af útflutningi Islendinga til Sovétríkjanna.“ Og Simakov hélt áfram: „Við erum hins vegar reiðu- búnir að selja hingað allar vör- ur, sem við flytjum út til ann- arra landa, fyrst og fremst fjölbreytt úrval af vélum og tækjum, þar á meðal búnað fy.rir raforkuver, samgöngu- tæki, þotur af gerðinni Yakov- lev-40, sem hafa fengið góðar viðtökur á heimsmai’kaði, og fleiri vörur.“ ÞÁTTUR LÚÐVÍKS. Fulltrúar margra íslenzkra viðskiptafyrirtækja og sam- taka áttu aðild að þessum samningum auk fulltrúa ríkis- stjórnarinnar. Þá var og í við- ræðunefndinni maður að nafni Lúðvík Jósefsson, sem gegndi þar sérstöku pólitísku hlut- verki að því er ætla má. Það var fyrst þegar Lúðvík tók til máls á viðræðufundunum, að Rússarnir lögðu eyrun við og tóku til óspilltra málanna í samningagerð. FV 10 1975 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.