Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 84
HMHRKHOMMI
- BÍLAR -
Bílaborg stórbætir MAZDA þjónustuna
í nýju eigin húsnæði
Fyrirtækið Bílaborg hf., sem flytur inn japönsku Mazda bílana,
er nú flutt í nýtt húsnæði að Borgartúni 29 og jafnframt hefur
það fengið umboð fyrir japönsku Yamaha mótorhjólunum. Hefur
fyrirtækið þegar selt um 80 þeirra, þar af 20 stór, og tala Mazda
bíla innfluttra í ár er komin í 300 og eru nú biðlistar eftir hin-
um ýmsu gerðum þeirra.
Með tilkomu nýja húsnæðis-
ins færðist öll starfsemi fyrir-
tækisins á einn stað og þar er
nú lager, verkstæði og sýning-
arsalur þar sem eldri Mazda
bílar eru seldir í umboðssölu.
Bilaborg flytur bílana milli-
liðalaust hingað frá Japan.
Þeir eru fluttir frá Japan til
Antwerpen og þaðan til ís-
lands. Leggst því enginn milli-
liðakostnaður á bílana. í
Brussel er birgðastöð vara-
hluta fyrir Evrópu og koma
varahlutir þaðan til íslands.
Stutt er síðan Mazda bílarn-
ir voru fyrst fluttir hingað og
hafa þeir unnið miklar vin-
sældir á skömmum tíma. Þau
atriði, sem þar vega þyngst,
eru lágt innkaupsverð miðað
við gæði, sem stafar af inn-
flutningsmátum. Mazda bílarn-
ir eru sparneytnir og þá sér-
staklega miðað við afl og
stærð. Viðgerðaþjónustan er
nú komin í mjög gott lag.
Varahlutir eru á hagstæðu
verði, enda er það stefna fyrir-
tækisins að stilla verði þeirra
í hóf. Þá hafa Mazda bílarnir
þegar sýnt að þeir henta vel
við íslenskar aðstæður og til
þessara atriða má svo rekja
hið háa endursöluverð Mazda
Lm 300 MAZDA
bílar fluttir
inn ■ ár
bílanna. Sem dæmi um vin-
sældir þeirra má nefna að fjöl-
margir af fyrstu Mazda kaup-
endunum hérlendis hafa endur-
nýjað bila sína í nýjum Mazda
bílum.
Mazda bílarnir eru fáanlegir
í fjórum stærðum og 11 gerð-
um. Litaval er fjölbreytt og
hægt er að velja á milli
tveggja dy.ra, fjögurra dyra,
station og cupé gerða. Allar
nánari tækniupplýsingar veita
sölumenn hjá Bílaborg hf. að
Borgartúni 29 og þar er jafnan
unnt að fá notaða Mazda bíla
sem fyrr segir.
Hér er hluti
starfsfólksins í nýja
sýningarskálan'um að
Borgartúni 29,
en þar er einnig lagcr
og verkstæði.
Bíllinn á myndinni er
Mazda 929, en hann er
nú hvað vinsælastur
Mazda bílanna hér og er
rúmgcður fimm
manna bíll.
84
FV 10 1975