Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 9
Hugmyndir um mynd- un þjóðistjórnar hafa ver- ið ræddar meftal leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Slíkar umræður hafa stundum áður farið fram óformlega bak við tjöld, in, þegar miklir erfiðleik- ar í efnahagsmálum hafa steðjað að eins og nú. Það mun vera Björn Jónsson, forseti ASÍ, og varaþing- maður Alþýðuflokksins, sem upptökin átti að þessu sinni, en Gylfi Þ. Gislason og Lúðvík Jós- efsson hafa einnig komið við sögu. Er fullyrt, að þessir leiðtogar stjórnar- andstöðunnar hafi laus- lega rætt hugmyndina við forsætisráðherra, sem að svo stöddu telji ekki á- stæðu til frekari við- ræðna. Teikningar af húsi verzlunarinnar, eru full- gerðar og forsvarsmenn verzlunarsamtaka, sem að fyrirhugaðri byggingu standa, hafa beðið eftir þvi, að lóð hússins í nýja miðbænum í Reykjavík yrði gerð byggingarhæí. En á meðan snýst verð- bólguhjólið á ógnarhraða. Kostnaðaráætlun, sem gerð var snemma á þessu ári hljóðaði upp á 400 milljónir króna^ og þótti það mikið eins og hag margra verzlunarfyrir- tækja var komið. Nokk- urs efa gætir um það hjá forráðamönnum verzlun- arsamtakanna, hvort tímabært sé að ráðast í framkvæmdir nú, þar sem endurskoðuð kostn- aðaráætlun hljóðar víst upp á tæpar 1000 millj- ónir. — • — Kunnugir telja, að flokksstjórn Alþýðu- flokksins hafi sloppið heldur billega með katt- arþvottinn vegna blaða- skrifa um að flokkurinn og þá einkum málgagn hans, Alþýðublaðið, hefðu þegið styrktarfé frá „bróðurfIokknum“ í Sví- þjóð. Flokksstjórnin í Reykjavík sendi einfald- lega út fréttatilkynningu og sagði að þetta væri ckki satt, heldur hefði að- eins komið til greiðsla upp í kostnað vegna ein- hverrar norrænnar krata- ráðstefnu, sem haldin var hérlendis. Full ástæða virðist þó fyrir sannleiks- leitandi blaðamenn og fréttaskýrendur að kanna gaumgæfilega, hvort ein- liver fótur sé fyrir þeim sögusögnum, sem enn eru á kreiki um erlendar pen- ingagjafir til Alþýðu- blaðsins. Þannig gengur það fjöllunum hærra, að nafntogaður athafnamað- ur hafi haft milligöngu n”-> að hlaðið fensri stvrk frá blaðaútgáfufyririækj- um Verkamannaflokksins í Noregi. Starfandi er fyrirtæki, sem heitir Alþýðuprent- smiðjan. Rekstur hennar hefur gengið illa og grundvöllurinn er ó- traustur. Á henni hvíla líka þær byrðar, að sjá starfsmönnum Alþýðu- flokksins fyrir kaupi. Prentsmiðjan á þó hauka í horni þar sem eru ýms- ir tryggir flokksmenn í áhrifastöðum hjá opin- berum fyrirtækjum. Þeg- ar prentsmiðjan er al- gjörlega verkefnalaus koma þessar björgunar- sveitir eins og frelsandi englar og Alþýðuprent- smiðjan er látin prenta kvittanir og alls konar önnur eyðublöð fyrir op- inberar stofnanir. Nýjar ferðaskrifstofur eru settar á fót, þó að illa horfi um hag heimilanna og búast mætti við sam- drætti í ferðamennsku. Nýlega hefur verið stofn- uð ferðaskrifstofa SÍS og sagt er, að Þorleifur Þórð- arson, fyrrverandi for- stjóri Ferðaskrifstofu rík- isins, hafi sett upp ferða- skrifstofu í félagi með Vigdísi Finnbogadóttur, leikhússtjóra, Sigurði Þórarinssyni, jarðfræð- ingi og fleirum. Þorleifur ku vera búinn að tryggja sér viðskipti við nokkrar ferðaskrifstof'ur erlendis, sem senda hópa ferða- manna hingað til lands, aðallega frá Þýzkalandi. Það fylgir sögunni, að þessir aðilar hafi áður verzlað við Þorleif, — þegar hann var forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. —■ • — Viðskiptaráðherra legg- ur mikla áherzlu á, að flugfélaginu Air Viking verði gert kleift að halda áfram starfsemi sinni. Þá er það haft eftir áhrifa- mönnum hjá Samband- inu, að það eigi hagsmuna að gæta í þessu sam- bandi. Allavega hefur heyrzt, að Ólafur Jóhann- esson vinni að því að Air Viking verði veitt ríkis- ábyrgð vegna lána til stórskoðana á þotum fé- lagsins en þær verða að fara fram erlendis og kosta a.m.k. 300 þúsund dollara fyrir hvora vél. Félagið mun þegar hafa fengið umtalsverða fyrir- greiðslu frá fjármála- stofnunum hér innan- lands, einkanlega Alþýðu- bankanum. FV 10 1975 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.