Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 9
Hugmyndir um mynd-
un þjóðistjórnar hafa ver-
ið ræddar meftal leiðtoga
stjórnmálaflokkanna.
Slíkar umræður hafa
stundum áður farið fram
óformlega bak við tjöld,
in, þegar miklir erfiðleik-
ar í efnahagsmálum hafa
steðjað að eins og nú. Það
mun vera Björn Jónsson,
forseti ASÍ, og varaþing-
maður Alþýðuflokksins,
sem upptökin átti að
þessu sinni, en Gylfi Þ.
Gislason og Lúðvík Jós-
efsson hafa einnig komið
við sögu. Er fullyrt, að
þessir leiðtogar stjórnar-
andstöðunnar hafi laus-
lega rætt hugmyndina við
forsætisráðherra, sem að
svo stöddu telji ekki á-
stæðu til frekari við-
ræðna.
Teikningar af húsi
verzlunarinnar, eru full-
gerðar og forsvarsmenn
verzlunarsamtaka, sem að
fyrirhugaðri byggingu
standa, hafa beðið eftir
þvi, að lóð hússins í nýja
miðbænum í Reykjavík
yrði gerð byggingarhæí.
En á meðan snýst verð-
bólguhjólið á ógnarhraða.
Kostnaðaráætlun, sem
gerð var snemma á þessu
ári hljóðaði upp á 400
milljónir króna^ og þótti
það mikið eins og hag
margra verzlunarfyrir-
tækja var komið. Nokk-
urs efa gætir um það hjá
forráðamönnum verzlun-
arsamtakanna, hvort
tímabært sé að ráðast í
framkvæmdir nú, þar
sem endurskoðuð kostn-
aðaráætlun hljóðar víst
upp á tæpar 1000 millj-
ónir.
— • —
Kunnugir telja, að
flokksstjórn Alþýðu-
flokksins hafi sloppið
heldur billega með katt-
arþvottinn vegna blaða-
skrifa um að flokkurinn
og þá einkum málgagn
hans, Alþýðublaðið,
hefðu þegið styrktarfé frá
„bróðurfIokknum“ í Sví-
þjóð. Flokksstjórnin í
Reykjavík sendi einfald-
lega út fréttatilkynningu
og sagði að þetta væri
ckki satt, heldur hefði að-
eins komið til greiðsla
upp í kostnað vegna ein-
hverrar norrænnar krata-
ráðstefnu, sem haldin var
hérlendis. Full ástæða
virðist þó fyrir sannleiks-
leitandi blaðamenn og
fréttaskýrendur að kanna
gaumgæfilega, hvort ein-
liver fótur sé fyrir þeim
sögusögnum, sem enn eru
á kreiki um erlendar pen-
ingagjafir til Alþýðu-
blaðsins. Þannig gengur
það fjöllunum hærra, að
nafntogaður athafnamað-
ur hafi haft milligöngu
n”-> að hlaðið fensri stvrk
frá blaðaútgáfufyririækj-
um Verkamannaflokksins
í Noregi.
Starfandi er fyrirtæki,
sem heitir Alþýðuprent-
smiðjan. Rekstur hennar
hefur gengið illa og
grundvöllurinn er ó-
traustur. Á henni hvíla
líka þær byrðar, að sjá
starfsmönnum Alþýðu-
flokksins fyrir kaupi.
Prentsmiðjan á þó hauka
í horni þar sem eru ýms-
ir tryggir flokksmenn í
áhrifastöðum hjá opin-
berum fyrirtækjum. Þeg-
ar prentsmiðjan er al-
gjörlega verkefnalaus
koma þessar björgunar-
sveitir eins og frelsandi
englar og Alþýðuprent-
smiðjan er látin prenta
kvittanir og alls konar
önnur eyðublöð fyrir op-
inberar stofnanir.
Nýjar ferðaskrifstofur
eru settar á fót, þó að illa
horfi um hag heimilanna
og búast mætti við sam-
drætti í ferðamennsku.
Nýlega hefur verið stofn-
uð ferðaskrifstofa SÍS og
sagt er, að Þorleifur Þórð-
arson, fyrrverandi for-
stjóri Ferðaskrifstofu rík-
isins, hafi sett upp ferða-
skrifstofu í félagi með
Vigdísi Finnbogadóttur,
leikhússtjóra, Sigurði
Þórarinssyni, jarðfræð-
ingi og fleirum. Þorleifur
ku vera búinn að tryggja
sér viðskipti við nokkrar
ferðaskrifstof'ur erlendis,
sem senda hópa ferða-
manna hingað til lands,
aðallega frá Þýzkalandi.
Það fylgir sögunni, að
þessir aðilar hafi áður
verzlað við Þorleif, —
þegar hann var forstjóri
Ferðaskrifstofu ríkisins.
—■ • —
Viðskiptaráðherra legg-
ur mikla áherzlu á, að
flugfélaginu Air Viking
verði gert kleift að halda
áfram starfsemi sinni. Þá
er það haft eftir áhrifa-
mönnum hjá Samband-
inu, að það eigi hagsmuna
að gæta í þessu sam-
bandi. Allavega hefur
heyrzt, að Ólafur Jóhann-
esson vinni að því að Air
Viking verði veitt ríkis-
ábyrgð vegna lána til
stórskoðana á þotum fé-
lagsins en þær verða að
fara fram erlendis og
kosta a.m.k. 300 þúsund
dollara fyrir hvora vél.
Félagið mun þegar hafa
fengið umtalsverða fyrir-
greiðslu frá fjármála-
stofnunum hér innan-
lands, einkanlega Alþýðu-
bankanum.
FV 10 1975
9