Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.10.1975, Blaðsíða 24
 skeður, fái þær sjaldnast sömu réttindi og aðrar fjölskyldur í viðkomandi löndum. Ætlast er til, að yfirvöld, atvinnuveit- endur og verkalýðshreyfingin sjái til þess að hinir erlendu launþegar fái atvinnuleysisbæt- ur, búseturéttindi og tíma til að leita sér að nýrri vinnu, gerist þess þörf. VÍÐA ER POTTUR BROTINN Ástandið í málefnum farand- verkafólks er víðast ihvar slæmt og oft á tíðum til skammar fyrir viðkomandi þjóð. í mörgum iðnríkjum eru í gildi lög og reglur, sem gera útlendingum erfitt fyrir, þann- ig er t. d. oftast vandasamt að fá dvalarleyfi fyrir fjölskyld- una, eða jafnvel vonlaust. í sumum tilfellum verða erlendu verkamennirnir að búa ákveð- inn árafjölda í viðkomandi landi til að fá leyfi til að fá fjölskylduna til sín. Þegar sá tími rennur út, reynist oftast erfitt að fá húsnæði fyrir fjöl- skylduna. Til skamms tíma lokuðu yfirvöld ýmissa ríkja augunum fyrir því, að ólöglegt vinnuafl var flutt til landsins eftir krókaleiðum. Víða var mikil eftirspurn eftir þessu ó- dýra vinnuafli, sem oftast fékk störf, sem heimamenn kærðu sig ekkert um. Atvinnuleysi í Efnahagsbandalagslöndunum hefur gjörbreytt þessu ástandi á stuttum tíma. í fyrra hækk- aði atvinnuleysið í þessum ríkjum um 40 prósent og um leið var erlendum verkamönn- um vikið úr starfi fyrir lands- menn. EVRÓPURÁÐIÐ KOMIÐ í MÁLIÐ Evrópuráðið hefur farið fram á við aðildarríki þess, að þau setji lög sem hegna mönnum fyrir að smygla og misnota ó- löglegt vinnuafl. Vestur-Þýzka- land, sem hefur innan sinna landamæra fleiri erlenda verkamenn en nokkuð annað ríki álfunnar, og auk þess um millj. atvinnulausra Þjóðverja, hefur bannað vestur-þýzkum aðilum að hvetja erlenda verka- menn frá löndum utan banda- lagssvæðisins til að koma til landsins í atvinnuleit. í Frakklandi er næst mesti fjöldi erlendra launþega og frönsk stjórnvöld hafa nú grip- ið til sömu ráða og hin vestur- þýzku af sömu sökum. Auk þess hafa frönsk stjórnvöld byrjað að flytja ólöglega verka- menn til baka til heimalanda sinna, þ. e. a. s. þegar þeir finnast. Yfirvöld í V-Þýzka- landi og Bretlandi halda því fram, að einn af hverjum sjö verkamönnum þar hafi ekki dvalarleyfi. HRAUSTIR OG UNGIR VERKAMENN HAFA SKILAÐ SÍNU Á undanförnum árum hafa ungir og hraustir erlendir verkamenn átt sinn þátt í því að byggja upp veldi hinna auð- ugu iðnríkja Evrópu. En nú er uppgangstíminn liðinn hjá, a. m. k.» í bili, og heimamenn standa í biðröðum í leit að venjulegri verkamannavinnu, sem aðeins útlendingar stund- uðu þar til skamms tima. ILO- ráðstefnan benti viðkomandi stjórnvöldum á að þau skuld- uðu þessum útlendu mönnum mikið fyrir framlag þeirra til efnahagsuppbyggingarinnar. Ljóst er, að ILO eða aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna geta ekki leyst vandamál millj- óna ólöglegra verkamanna í Evrópu og raunar heiminum öllum. Hlutskipti þeirra hefur verið og verður enn um sinn ömurlegt, vegna þess að enn eru til öfl sem misnota þá, og auk þess ríkisstjórnir, vinnu- veitendur og verkalýðsfélög, sem vilja sem minnst um þá vita, hvað þá að hjálpa þeim. Fyrir tveimur árum fundust fimm lík biökkumanna í litlu ítölsku þorpi, skammt frá júgó- slavnesku landamærunum. Við rannsókn komst upp um um- fangsmikla þrælasölu, sem teygði arma sína frá Afríku til fátækrahverfa iðnaðarborga Norður-Evrópu. — Olöglegir erlendir verkamenn sem nást, eiga yfir höfði sér ömurleg ár í flóttamannabúðum, en hinir lánsömu sem komast á leiðar- enda, eiga aftur á móti fyrir sér að búa við léleg kjör í stöð- ugum ótta við yfirvöld, sem að mati flestra er litlu betra hlutskipti. Bílaver hf. við Ásklif, Stykkishólmi ALMENNAR BÍFVÉLA- VIÐGERÐIR. • Sími 93-8113 Stykkishólmi 24 FV 10 1975
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.