Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 24

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 24
 skeður, fái þær sjaldnast sömu réttindi og aðrar fjölskyldur í viðkomandi löndum. Ætlast er til, að yfirvöld, atvinnuveit- endur og verkalýðshreyfingin sjái til þess að hinir erlendu launþegar fái atvinnuleysisbæt- ur, búseturéttindi og tíma til að leita sér að nýrri vinnu, gerist þess þörf. VÍÐA ER POTTUR BROTINN Ástandið í málefnum farand- verkafólks er víðast ihvar slæmt og oft á tíðum til skammar fyrir viðkomandi þjóð. í mörgum iðnríkjum eru í gildi lög og reglur, sem gera útlendingum erfitt fyrir, þann- ig er t. d. oftast vandasamt að fá dvalarleyfi fyrir fjölskyld- una, eða jafnvel vonlaust. í sumum tilfellum verða erlendu verkamennirnir að búa ákveð- inn árafjölda í viðkomandi landi til að fá leyfi til að fá fjölskylduna til sín. Þegar sá tími rennur út, reynist oftast erfitt að fá húsnæði fyrir fjöl- skylduna. Til skamms tíma lokuðu yfirvöld ýmissa ríkja augunum fyrir því, að ólöglegt vinnuafl var flutt til landsins eftir krókaleiðum. Víða var mikil eftirspurn eftir þessu ó- dýra vinnuafli, sem oftast fékk störf, sem heimamenn kærðu sig ekkert um. Atvinnuleysi í Efnahagsbandalagslöndunum hefur gjörbreytt þessu ástandi á stuttum tíma. í fyrra hækk- aði atvinnuleysið í þessum ríkjum um 40 prósent og um leið var erlendum verkamönn- um vikið úr starfi fyrir lands- menn. EVRÓPURÁÐIÐ KOMIÐ í MÁLIÐ Evrópuráðið hefur farið fram á við aðildarríki þess, að þau setji lög sem hegna mönnum fyrir að smygla og misnota ó- löglegt vinnuafl. Vestur-Þýzka- land, sem hefur innan sinna landamæra fleiri erlenda verkamenn en nokkuð annað ríki álfunnar, og auk þess um millj. atvinnulausra Þjóðverja, hefur bannað vestur-þýzkum aðilum að hvetja erlenda verka- menn frá löndum utan banda- lagssvæðisins til að koma til landsins í atvinnuleit. í Frakklandi er næst mesti fjöldi erlendra launþega og frönsk stjórnvöld hafa nú grip- ið til sömu ráða og hin vestur- þýzku af sömu sökum. Auk þess hafa frönsk stjórnvöld byrjað að flytja ólöglega verka- menn til baka til heimalanda sinna, þ. e. a. s. þegar þeir finnast. Yfirvöld í V-Þýzka- landi og Bretlandi halda því fram, að einn af hverjum sjö verkamönnum þar hafi ekki dvalarleyfi. HRAUSTIR OG UNGIR VERKAMENN HAFA SKILAÐ SÍNU Á undanförnum árum hafa ungir og hraustir erlendir verkamenn átt sinn þátt í því að byggja upp veldi hinna auð- ugu iðnríkja Evrópu. En nú er uppgangstíminn liðinn hjá, a. m. k.» í bili, og heimamenn standa í biðröðum í leit að venjulegri verkamannavinnu, sem aðeins útlendingar stund- uðu þar til skamms tima. ILO- ráðstefnan benti viðkomandi stjórnvöldum á að þau skuld- uðu þessum útlendu mönnum mikið fyrir framlag þeirra til efnahagsuppbyggingarinnar. Ljóst er, að ILO eða aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna geta ekki leyst vandamál millj- óna ólöglegra verkamanna í Evrópu og raunar heiminum öllum. Hlutskipti þeirra hefur verið og verður enn um sinn ömurlegt, vegna þess að enn eru til öfl sem misnota þá, og auk þess ríkisstjórnir, vinnu- veitendur og verkalýðsfélög, sem vilja sem minnst um þá vita, hvað þá að hjálpa þeim. Fyrir tveimur árum fundust fimm lík biökkumanna í litlu ítölsku þorpi, skammt frá júgó- slavnesku landamærunum. Við rannsókn komst upp um um- fangsmikla þrælasölu, sem teygði arma sína frá Afríku til fátækrahverfa iðnaðarborga Norður-Evrópu. — Olöglegir erlendir verkamenn sem nást, eiga yfir höfði sér ömurleg ár í flóttamannabúðum, en hinir lánsömu sem komast á leiðar- enda, eiga aftur á móti fyrir sér að búa við léleg kjör í stöð- ugum ótta við yfirvöld, sem að mati flestra er litlu betra hlutskipti. Bílaver hf. við Ásklif, Stykkishólmi ALMENNAR BÍFVÉLA- VIÐGERÐIR. • Sími 93-8113 Stykkishólmi 24 FV 10 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.