Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 23

Frjáls verslun - 01.10.1975, Page 23
Vestur - Evrópa: Farandverkamenn kvaddir Ekki pláss fyrir þá á vinnumarkaðinum eftir að atvinnuleysi hefur farið vaxandi hjá heimafólki Atvinnuleysi eykst enn í löndum Efnahagsbandalagsins, þrátt fvrir að ástandið hafi eitthvað skánað í Danmörku og Vestur-Þýzkalandi. Nú í haust var áætlað að tala atvinnuausra í EBE-Iöndunum yrði 4,7 milljónir manna og hefur hún ekki fyrr verið jafn há. Þetta hefur orðið til þess, að nánast hef- ur verið skrúfað íyrir straum láglaunafólks frá suðurhluta Evrópu og N-Afríku til EBE-Iandanna. Hinar ríku iðnþjóðir Evrópu, sem hafa o:ðið fyrir barðinu á efnahagskreppunni, leita nú að leiðum til að fækka farand- verkamönnum í löndum sínum, á sama tíma og alþjóðlegur þrýstingur eykst til að bæta kjör þeirra, sem eftir verða. I sumar hélt Alþjóðavinnumála- stofnun Sameinuðu þjóðanna — ILO — ráðstefnu um stöðu 03 afkomu farandverkafólks, sem oftast nær ber skarðan hlut frá borði, miðað við inn- lent vinnuaíl viðkomandi ríkja. Niðurstöður ráðstefnunnar hafa þegar verið sendar til fjöl- margra ríkja til staðfestingar. REYNT AÐ STÖÐVA „SÖLU ‘ Á ÓDÝRU VINNUAFLI Tilgangur ILO-ráðstefnunnar var sá, að reyna að stemma stigu við ólöglegri sölu og skiptum á ódýru vinnuafli, sem fram til þessa hefur verið liðið af stjórnvöldum fjölmargra ríkja og að tryggja farand- verkamönnum mannsæmandi kjör og mannréttindi í ríkjum, þar sem þeir starfa. Um árabil hefur mikið verið deilt um farandverkafólk frá suðurhluta Evrópu, sem leitað hefur eftir atvinnu í iðnríkjum Efnahagsbandalagsins. Einnig hefur straumur verkafólks leg- ið til V-Evrópu frá Afríku, Asíu og eyjum Karabískahafsins. Eftir að efnahagsástandið versnaði svo mikið sem raun ber vitni, hefur straumur um- ræddra farandverkamanna minnkað verulega, og í sumum tilfellum stöðvast alveg. Áhrifa ILO-ráðstefnunnar á eftir að gæta víðar en í Evrópu. Hlutskipti farandverkamanna í Evrópu — helztu skítverkin, scm iðnríkin hafa upp á að bjóða. 12 MILLJÓNIR ÓLÖGLEGRA VERKAMANNA í BANDA- RÍKJUNUM Bandaríkin hafa t. d. lengi reynt að koma í veg fyrir ó- löglega innflytjendur og nú er áætlað að þar í landi séu 12 millj. manns á vinnumarkaðin- um, sem ekki hafa leyfi til að stunda vinnu þar, að því er bandarisk innflytjendayfirvöld segja. Þetta óhamingjusama fólk lendir oft í klóm glæpa- fólks, sem hefur af því fé og það neyðist oft til að kaupa sér fölsuð skilríki fyrir $250.00. ILO áætlar að í V-Evrópu séu nú um 13 milljónir löglegra erlendra verkamanna, 4 millj. í N-Ameríku og auk þess tals- verður fjöldi í Afríku, S-Amer- íku, Ástralíu og víðar. SKORAÐ Á STJÓRNVÖLD AÐ TAKMARKA ÓLÖGLEGT VINNUAFL Ráðstefna ILO skoraði á stjórnvöld viðkomandi ríkja að beita öllum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir ólöglegan flutning verkafólks milli landa og ráðningu þess í vinnu. Auk þess var lögð áhersla á að lög- legir farandverkamenn búi við sömu kjör og mannréttindi og heimamenn og fái auk þess að- ild að viðkomandi verkalýðs- félögum og njóti almennra tryggingabóta. Skorað er á stjórnvöld að stuðla að því að farandverka- menn geti fengið fjölskyldur sínar til sin, en oftast eru mik- il brögð að því og þegar það FV 10 1975 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.