Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Page 14

Frjáls verslun - 01.04.1976, Page 14
Sérefni: Svíþjóð Olof Kaijser, sendiherra Svía á Islandi: Samskiptin hafa aukist ört - einkum eftir 1970 — Hvað geta Svíar gert til að auka viðskipti sín við ísland til að draga úr óhagstæðum við- skiptum íslands við Svíþjóð? — Fyrir tíu árum var Sví- þjóð stærsti kaupandinn af ís- lenzkri síld og þá var heildar- innflutningur frá íslandi meiri en innflutningur íslendinga frá Svíum. í dag er Svíþjóð stærsti kaupandinn að frystum rækjum og söltuðum þorskhrognum. Þegar síldarafli eykst að nýju mun útflutningur íslands til Svíþjóðar aukast verulega. — Er hugsanlegt að sænsk iðnfyrirtæki hefðu áhuga á að koma á fót verksmiðjum á ís- landi, sem þau myndu eiga sjálf eða ásamt íslenzkum fyrirtækj- um? — í gegnum þá tæknilegu og viðskiptalegu samvinnu sem á- unnist hefur milli Norðurlanda- þjóðanna síðastliðin ár hafa sænskir aðilar kannað mögu- leika iðnþróunar á íslandi og margir sænskir iðnsérfræðingar hafa heimsótt ísland undanfar- in ár og athugað skilyrði til stöðugs iðnaðar, sérstaklega með tilliti til þeirrar orku sem fyrir hendi er. — Geta íslenzk sjávarafurða- fyrirtæki aukið sölu á fullunn- um sjávarafurðum til Svíþjóð- ar, og hvaða tegundum þá helzt? — Svíþjóð hefur einnig tölu- verðan sjávarútveg og tala sjó- manna og fiskiskipa er ennþá jafn mikil og hér á íslandi. Sænskir sjómenn sjá að mestu leyti um að fullnægja þörfum okkar hvað úthafsfisk snertir, en þar að auki flytjum við inn Olof Kaijser. fisk frá nágrönnum okkar í Danmörku og Noregi. Hvað hrogn varðar, þá er ísland stærsti innflutningsaðilinn og það er jafnan auðvelt að finna kaupendur að íslenzkum rækj- um í Svíþjóð. Fyrir íslenzka út- flytjendur gæti það verið mjög þýðingarmikið að einbeita sér að fáeinum útflutningsmörkuð- um og það er ekki víst að Sví- þjóð sé meðal þeirra beztu. — Hafa Svíar almennt áhuga á að auka viðskipti sín við ís- land, eða finnst þeim markað- urinn hér of lítill til að sinna honum meira en gert er? — Auðvitað er áhugi fyrir hendi af hálfu Svía að verzla við ísland og sjósamgöngur eru góðar, en við verðum að halda okkur við staðreyndir: ísland er of lítið land fyrir margar vörutegundir og þar fyrir utan er lega landsins óhagstæð. Ferða- og símakostnaður eru stórir kostnaðarliðir á hverja vörueiningu, þegar söluskipu- lagning er gerð. — A hvaða sviðum finnst yð- ur að hægt sé að bæta og auka samvinnu og samskipti íslands og Svíþjóðar? — Ég hef mikla trú á nor- rænni samvinnu og ég held að Svíþjóð, stærsti aðilinn, jafint og ísland, sá minnsti, hafi gagn- af þeim samskiptum, sem af henni leiða. Það getur verið á sviði menntunar og vís- inda, einnig þegar um er að ræða framtíðaráætlanir og þeg- ar skipst er á skoðunum um reynslu opinberra stofnana rík- is og bæja. Einnig á sviði utan- ríkismála, þ.e.a.s. þáttur Norð- urlandanna í heimsþróuninni. — Eru menningartengslin of lítil? — Vita Svíar almennt ekki lítið um land, þjóð, menn- ingu og daglegt líf íslendinga? — Vita íslendingar of lítið um yðar þjóð? — í þau þrjú og hálft ár sem ég hef verið sendiherra hér í Reykjavik hef ég kynnst náið sænsk-íslenzkum samskiptum. Mér finnst að samskiptin hafi þróast mjög ört, einkum eftir 1970. í Svíþjóð fengu allir að vita mikið um ísland í sambandi við eldgosið í Heimaey og hér á landi sýna dagblöð, sjónvarp og hljóðvarp mikinn áhuga á Sví- þjóð. Það hlýtur að vera sjálf- sögð ósk að hini mannlegu tengsl aukist, en það er á hinn bóginn skiljanlegt að manns eigið land sitji í fyrirrúmi. Mér finnst þekking íslendinga á Sví- þjóð eins góð og maður getur farið fram á. 14 FV 4 1976
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.