Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 79
Nýja tollvörugeymslan. Viðbygging við Gagnfræðaskólann.
var einnig nýlega úthlutað lóð-
um undir 30 einbýlishús. Lagn-
ing holræsa er þegar hafin og
hefjast byggingarframkvæmdir
í sumar.
íbúðarbyggingar undanfarin
ár hafa verið í stökkum, en ár-
in 1972 og ’73 voru reistar 100
íbúðir í Garðahverfi í Keflavík
og 55 hús í svokallaðri Eyja-
byggð, en þá voru reist mörg
Viðlagasjóðshús fyrir Vest-
mannaeyinga vegna gossins.
Búa Keflvíkingar í þeim flest-
öllum nú.
Samtals voru í smíðum á síð-
asta ári 21 verslunar- og iðnað-
arhúsnæði, 8.231 m-. Smíði 12
ihúsa er þegar lokið. 1. janúar
76 voi’u 9 verslunar og iðnaðar-
hús í smíðum.
ATVINNULEYSI EKKERT
Atvinnuleysi hefur ekkert
verið í Keflavík. Atvinna bæj-
arbúa byggist upp á sjávarút-
vegi og ýmis konar þjónustu
við hann og verslun og iðnaði,
m. a. byggingariðnaði. Nokkuð
mikið er um að keflvískar 'kon-
ur vinni úti og eru þær mjög
þýðingarmikið vinnuafl í fisk-
iðnaði, að sögn Jóhanns. Einnig
saekir nokkur hópur manna
vinnu á Keflavíkurflugvelli
bæði hjá innlendum og erlend-
um aðilum.
UM 40 BÁTAR GERÐIR ÚT
Gerðir eru út milli 35—40
bátar frá Keflavík flestir á
netaveiðar. Afli netabáta hefur
verið mjög tregur í vetur. 15.
apríl sl. höfðu verið farnar 989
sjóferðir það sem af var árinu
og aflinn var 5060 tonn. Á sama
tíma i fyrra var farið í 1153
róðra, en aflinn, sem kom á
land var 7823 tonn.
Fjórir skuttogarar landa í
Keflavík, en afli þeirra 15. apríl
í ár var 3245 tonn í 37 löndun-
um. Afli skuttogaranna á sama
tíma í fyrra var 3292 tonn í 31
löndun.
Heildarloðnuaflinn á síðustu
loðnuvertíð var 17.320 tonn,
eða nokkru minni en í fyrra, en
þá varð heildaraflinn 18.824
tonn. 7971 tonn fór í frystingu
af loðnuaflanum.
NIKE
VÖKVALYFTARAR
FÁST UM LAND ALLT
UMBOÐSMENN:
IÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
KLETTAGÖRÐUM 11—13 . SÍMI 82G44
FV 4 1976
75