Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 59
ur ekki fáanlegur mannskapur.
Vegna hins erfiða ástands á
íslandi var leitað þangað með
fyrrgreindum árangri.
• RÆTT VIÐ ÍSLENZKAN
RAFSUÐUMANN
Við lögðum leið okkar í einn
smíðaskálann, þar sem íslend-
ingur var að vinna að rafsuðu.
Það var Hermann Brynjólfsson,
Hermann Brynjólfsson, seni
starfar við rafsuðu hjá Kock-
ums.
sem kom til Málmeyjar í fyrra,
en hafði áður starfað að rafsuðu
í skipasmíðastöð Marsellíusar
Bernharðssonar á ísafirði. Her-
mann hefur 2100-2200 krónur í
laun fyrir hverjar tvær vikur,
en fær útborgaðar um 1300
krónur. Afgangurinn er strax
tekinn í skatta. Kona hans hef-
ur fengið vinnu í kjötverzlun
og þau búa nú í 50 fermetra
íbúð í blokk. Fyrir hana þurftu
þau að greiða 1500 krónur i
stofngjald, en borga svo 280
krónur á mánuði í leigu. Sagði
Hermann að mikið hefði þurft
að gera við íbúðina til að hún
yrði þokkaleg.
Annars lét Hermann vel af
sér í Málmey. Hann vinnur á
vöktum, sem standa aðra vik-
una frá sex að morgni til tvö
eftir hádegi, en hina frá tvö til
tíu e. h. Þeir vinna fjórir sam-
an í flokk, Hermann, tveir
Júgóslavar og Portúgali. Sagði
hann þetta ágætismenn, þó að
hugsunarhátturinn væri greini-
lega öðruvísi en hjá íslending-
um. Hermann kvað aðbúnað á
vinnustaðnum góðan. I starfs-
mannaskálunum eru baðher-
bergi og skápar fyrir vinnuföt,
sundlaug og gufubað. Hægt er
að fá tiltölulega góðan mat í
mötuneytinu fyrir 5 krónur
sænskar, heitan mat, brauð og
kaffi.
Kockums hefur nýlega reist
veglega félagsmiðstöð fyrir
starfsmenn sína, sem opin er
alla daga. Þar geta starfsmenn
stundað innanhússíþróttir af
sett á oddinn nú. Þannig þykir
tímabært, að lagfæringar séu
gerðar á olíuskipaflota heims-
ins, sem myndu skapa skipa-
smíðastöðvum verkefni til langs
tíma. Olíuskipin taka venjulega
sjó inn á geyma sína sem
ballest, þegar olía hefur verið
losuð úr þeim. Þannig sigla þau
aftur til olíubirgðastöðvanna og
losa þá úr geymunum í sjóinn.
Vatnið í geymunum er þá
mengað olíu og nú eru uppi
áætlanir um að útiloka þennan
mengunarvald með alþjóðlegum
f skrifstofu forstjóra Kockums. Ólafur Sigurðsson ræðir við rit-
stjóra og útgefanda Frjálsrar verzlunar.
ýmsu tagi, farið í sund, tennis
og leikið ísknattleik, svo að
dæmi séu nefnd. Ymis önnur
aðstaða er til afþreyingar og
starfsmenn geta fengið gæzlu
fyrir börn sín meðan þeir dvelj-
ast í félagsmiðstöðinni.
• NÝ VERKEFNI
Nokkur óvissa ríkir um
skipasmiðar hjá Kockums í
framtíðinni. Hin alþjóðlega
efnahagskreppa gerir það að
verkum, að útgerðarfélögin eru
ekkert sérlega spennt fyrir að
bæta við sig skipum. En eitt-
hvað verður skipasmíðastöðv-
um sennilega til bjargar,
kannski almenn mengunar-
varnapólitík og umhverfis-
verndarsjónarmið, sem víða eru
reglugerðum. Þannig yrðu smíð-
aðir sérstakir geymar á eldri
olíuskip fyrir ballestina, þann-
ig að í þeim yrði alltaf hreinn
sjór, en slíkir geymar verða
settir í öll olíuskip, sem pönt-
uð voru eftir 1. janúar sl. Þess-
ar endurbætur myndu skapa
mikla vinnu hjá skipasmiðum
og þess ber og að geta, að
heildarlestarými olíuskipaflot-
ans myndi minnka um 15-20%
og veruleg nýsmíði yrði því
nauðsynleg.
Það er því ekki að furða, þó
að fyrirtæki eins og Kockums
láti sig sjónarmið umhverfis-
verndarmanna einhverju varða
um þessar mundir og leggi
þeim lið í baráttunni.
FV 4 1976
55