Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 59

Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 59
ur ekki fáanlegur mannskapur. Vegna hins erfiða ástands á íslandi var leitað þangað með fyrrgreindum árangri. • RÆTT VIÐ ÍSLENZKAN RAFSUÐUMANN Við lögðum leið okkar í einn smíðaskálann, þar sem íslend- ingur var að vinna að rafsuðu. Það var Hermann Brynjólfsson, Hermann Brynjólfsson, seni starfar við rafsuðu hjá Kock- ums. sem kom til Málmeyjar í fyrra, en hafði áður starfað að rafsuðu í skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar á ísafirði. Her- mann hefur 2100-2200 krónur í laun fyrir hverjar tvær vikur, en fær útborgaðar um 1300 krónur. Afgangurinn er strax tekinn í skatta. Kona hans hef- ur fengið vinnu í kjötverzlun og þau búa nú í 50 fermetra íbúð í blokk. Fyrir hana þurftu þau að greiða 1500 krónur i stofngjald, en borga svo 280 krónur á mánuði í leigu. Sagði Hermann að mikið hefði þurft að gera við íbúðina til að hún yrði þokkaleg. Annars lét Hermann vel af sér í Málmey. Hann vinnur á vöktum, sem standa aðra vik- una frá sex að morgni til tvö eftir hádegi, en hina frá tvö til tíu e. h. Þeir vinna fjórir sam- an í flokk, Hermann, tveir Júgóslavar og Portúgali. Sagði hann þetta ágætismenn, þó að hugsunarhátturinn væri greini- lega öðruvísi en hjá íslending- um. Hermann kvað aðbúnað á vinnustaðnum góðan. I starfs- mannaskálunum eru baðher- bergi og skápar fyrir vinnuföt, sundlaug og gufubað. Hægt er að fá tiltölulega góðan mat í mötuneytinu fyrir 5 krónur sænskar, heitan mat, brauð og kaffi. Kockums hefur nýlega reist veglega félagsmiðstöð fyrir starfsmenn sína, sem opin er alla daga. Þar geta starfsmenn stundað innanhússíþróttir af sett á oddinn nú. Þannig þykir tímabært, að lagfæringar séu gerðar á olíuskipaflota heims- ins, sem myndu skapa skipa- smíðastöðvum verkefni til langs tíma. Olíuskipin taka venjulega sjó inn á geyma sína sem ballest, þegar olía hefur verið losuð úr þeim. Þannig sigla þau aftur til olíubirgðastöðvanna og losa þá úr geymunum í sjóinn. Vatnið í geymunum er þá mengað olíu og nú eru uppi áætlanir um að útiloka þennan mengunarvald með alþjóðlegum f skrifstofu forstjóra Kockums. Ólafur Sigurðsson ræðir við rit- stjóra og útgefanda Frjálsrar verzlunar. ýmsu tagi, farið í sund, tennis og leikið ísknattleik, svo að dæmi séu nefnd. Ymis önnur aðstaða er til afþreyingar og starfsmenn geta fengið gæzlu fyrir börn sín meðan þeir dvelj- ast í félagsmiðstöðinni. • NÝ VERKEFNI Nokkur óvissa ríkir um skipasmiðar hjá Kockums í framtíðinni. Hin alþjóðlega efnahagskreppa gerir það að verkum, að útgerðarfélögin eru ekkert sérlega spennt fyrir að bæta við sig skipum. En eitt- hvað verður skipasmíðastöðv- um sennilega til bjargar, kannski almenn mengunar- varnapólitík og umhverfis- verndarsjónarmið, sem víða eru reglugerðum. Þannig yrðu smíð- aðir sérstakir geymar á eldri olíuskip fyrir ballestina, þann- ig að í þeim yrði alltaf hreinn sjór, en slíkir geymar verða settir í öll olíuskip, sem pönt- uð voru eftir 1. janúar sl. Þess- ar endurbætur myndu skapa mikla vinnu hjá skipasmiðum og þess ber og að geta, að heildarlestarými olíuskipaflot- ans myndi minnka um 15-20% og veruleg nýsmíði yrði því nauðsynleg. Það er því ekki að furða, þó að fyrirtæki eins og Kockums láti sig sjónarmið umhverfis- verndarmanna einhverju varða um þessar mundir og leggi þeim lið í baráttunni. FV 4 1976 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.