Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 71
fyrir hópferðir sínar til Ame-
ríku.
Um 200 sænskir blaðamenn
hafa heimsótt ísland fyrir milli-
göngu Steenstrup. Hann sagði,
að framan af hefði það jafnvel
kostað taisverða fyrirhöfn að fá
blaðamenn til að taka við frí-
miða til íslands og ókeypis
uppihaldi. Nú vildu blaðamenn
af eígin frumkvæði fara til ís-
lands og borguðu fyrir sig, þó
að oft væri þeim látin í té önn-
ur aðstoð t.d. vegna viðtala við
málsmetandi menn á íslandi.
Á starfstíma sinum í Gauta-
borg mun Steenstrup hafa aug-
lýst ferðir Loftleiða og síðar
Flugleiða fyrir um 10 milljónir
sænskra króna. Áætluð sala
flugfarseðla á þessu ári er 13,6
milljónir sænskra króna og
verður 440 þús. krónum varið
til auglýsinga.
SKRIFSTOFAN í STOKK-
HÓLMI
Af beinni sölu farmiða í Sví-
þjóð og Finnlandi fara 67—
69% fram í gegnum skrifstofu
Flugleiða í StO'kkhólmi. Sví-
þjóð er skipt í tvö sölusvæði
milli skrifstofanna í Gautaborg
og Stokkhólmi. Á landabréfi í
skrifstofu Ólafs Friðfinnssonar
hjá Flugleiðum í Stokkhólmi
má telja yfir 60 merki fyrir
söluumboð félagsins vítt og
breitt um alla Svíþjóð. Þetta
eru ferðaskrifstofur, sem full-
trúar aðalskrifstofanna heim-
sækja reglulega og sagði Ólaf-
ur, að slíkar ferðir tækju
kannski vikutíma, þegar farið
væri norður í land.
I lok marzmánaðar lágu fyrir
9100 farpantanir fyrir sumarið
með Flugleiðum frá Stokkhólmi
og þar af rúmlega 8000 til ís-
lands en um 1000 til Banda-
ríkjanna. í íslandsferðunum
munar mest um þátttakendur á
ráðstefnum og hópferðir ferða-
skrifstofa. Fjögur ferðamála-
fyrirtæki skipuleggja ferðir til
íslands, sem síðan eru boðnar
til sölu hjá fjöldanum öllum af
ferðaskrifstofum. Kvað Ólafur
merkilega mikla þátttöku hafa
verið í helgarferðum til íslands
í vetur og einnig væri fyrirsjá-
anlegt, að fyrirtæki myndu
sækjast eftir að halda sölu-
mannafundi á íslandi en þar er
um nokkurs konar viðurkenn-
ingarferðir að ræða fyrir dug-
andi sölufólk. Sænsk fyrirtæki
gera mikið af slíku og hafa
gjarnan farið að vetrarlagi til
Noregs eða annarra nágranna-
landa. Hinn 9. maí n.k. munu
160 sölu- og umboðsmenn fyrir
Radiola-fyrirtækið koma til
viku dvalar á íslandi í anda
þessa fyrirkomulags.
Ameríkuferðir eru líka í boði
fyrir ferðamannahópa. Hafa
svonefndar „Leifs Eiríkssonar-
ferðir“ notið mikilla vinsælda í
Svíþjóð en það eru skipulagðar
hópferðir um Bandaríkin í
tengslum við ferðir Flugleiða.
í sumar verða þrjár ferðir í
viku milli íslands og Stokk-
hólms með viðkomu í Osló, á
sunnudögum, mánudögum og
föstudögum.
kAUPlM Verzlunin Nonni & Bubbi, HRINGBRAUT 92, SÍMI 92-1580, KEFLAVÍK.
FlSk
TIL Hefur ávallt fyrir- liggjandi:
• Kjöt- og kjötvörur.
VERklJIMAR • Nýlenduvörur. • Búsáhöld. • Hreinlætisvörur. • Rafmagnsvörur.
Röst h.f. IIR4NNARGÖTU 5-7, KEFLAVÍK. SÍMAR: 92-1588, 1589. Leggur scrstaka áherzlu á fljóta afgreiðslu á öllum nauðsynjum til skipa og báta.
FV 4 1976
67