Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 39
L. M. Ericsson
Eitt hundrað ár í fararbroddi
í f jarskiptatækni
Er nú alþjóftlegt fyrirtæki með 80 verksmiðjur og
sölufyrirtæki víða um lönd
Um þessar mundir er þess minnzt, að 100 ár eru liðin frá stofnun fyrirtækisins L. M. Ericsson í Sví-
þjóð. Fullyrða má, að fá eða engin erlend fyrir-tæki eigi framleiðsluvörur sínar jafnvíða á íslensk-
um heimilum og L. M. Ericsson, þó að' heimilisfólk geri sér kannski ekki almennt grein fyrir því.
Um áratugaskcið hefur L.M. Ericsson séð símamálastjórninni hér á landi fyrir tækni og tækja-
búnaði meðal annars símatækjunum, sem eru liið mesta þarfaþing á einkaheimiluin eða í fyrirtækj-
um og opinberum stofnunum.
Lars Magnus Ericsson, bra,utryðjandinn sjálfur, skoð'ar hér rit-
símatæki ásamt ektakvinnu sinni. Hann byrjaði í viðger'ðum á
simtækjum.
Það eru aðeins fá fyrirtæki
sem státa af að hafa starfað í
fjarskiptatækni allar götur síð-
an 1876, þegar Alexander Gra-
ham Bell fékk fyrstu einka-
leyfin fyrir símatæki sín vestur
í Bandaríkjunum.
Á meðal þessara fáu fyrir-
tækja er þó L. M. Ericsson i
Stokkhólmi, sem nú er eitt hið
stærsta af fyrirtækjum í Sví-
þjóð en á uppruna sinn að rekja
í verkstæðisskúr í húsasundi,
þar sem tveir menn fóru að
vinna saman 1876. Stofnandinn,
Lars Magnus Ericsson var hug-
myndaríkur, þrítugur þúsund-
þjalasmiður, sem vann upphaf-
lega við viðgerðir á símatækj-
um.
# Fjölþjóðafyrirtæki
Nú er L. M. Ericsson fjöl-
þjóðafyrirtæki, sem á rúmlega
80 verksmiðjur og sölufyrir-
tæki víða um lönd með um 85
þús. starfsmönnum. Þar af
vinna 32 þús. í verksmiðjum
fyrirtækisins í Svíþjóð. Árleg
sala hjá L. M. Ericsson er nú
1,5 milljarðar dollara og nemur
aukningin um 20% á ári. Fyrir-
tækið er eitt af fáum sem
hanna, framleiða, selja og setja
upp fullkomin fjarskiptakerfi,
hvar sem er í heiminum. Fram-
leiðsluvörurnar geta verið allt
frá örsmáum transistorum upp
í flókin skiptikerfi fyrir sjálf-
virkar símstöðvar eða telex-
sambönd innanbæjar, innan-
lands, milli landa og milli
heimsálfa.
L. M. Ericsson hefur áunnið
sér orð fyrir að vera frumkvöð-
ull í gerð innanhússkallkerfis
og annarra sambanda, sem not-
uð eru í viðskiptafyrirtækjum,
iðnaði og hjá stofnunum. Skyld-
ar greinar á sviði fjarskiptanna
eru m.a. framleiðsla síma-
strengja af mörgum gerðum,
radar-, laser- og innrauðra-
tækja, fjarvinnslutækja fyrir
tölvur, framleiðslustjórntæki,
FV 4 1976
39