Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 87
Sjöstjarnan hf. Ytri-IMjarðvík
Verðhækkunin mesl í
blöðunum
Hefur ekki runnið til framleiðenda
Þcgar blaðamaður FV var á
ferð í Ytri-Njarðvík heimsótti
hann bræðurna Kristin og
Einar Kristinssyni, en þeir eiga
og reka Sjöstjörmina þar í bæ.
Þeir sögðu að ekki þyrfti að
tiunda sögu fyrirtækisins í FV,
því hún hefði verið rakin þar
fyrir þrem árum. Þeir voru
þá spurðir að því hvort
ekkert hefði bæst við sögu fyr-
irtækisins síðustu þrjú árin,
hvort skuttogaraútgerðin gengi
vel og eins hvað skeð hefði í
aðstoð hins opinbera við frysti-
húsin og hvernig hækkanirnar
á þorskblokkinni á Bandaríkja-
markaði kæmi út fyrir frysti-
húsið.
— Jú, við höfum verið að
byggja stórt hús hérna á hafn-
arbakkanum fyrir saltfisk- og
skreiðarverkun, sögðu þeir, en
byggingarframkvæmdir hafa
legið niðri síðastliðin tvö ár
vegna fjárskorts og erfiðleika
við að fá lán til að ljúka þeim.
Ef við fengjum þetta hús í
gagnið þyrftum við ekki að
leigja slík hús, en það gerum
við inn í Hafnarfirði. Skuttog-
ararnir hafa gengið mjög vel og
skapað 10 tíma stöðuga vinnu á
dag alla vikuna.
Dagstjarnan landaði 3600
tonnum á síðasta ári, sem er við
toppinn, en Framtíðin 2900
tonnum. Við höfum ekki átt í
neinum vandræðum með þá og
engar óeðlilegar tafir orðið, eins
og „spánska veikin“, hjá sum-
um.
Það er varla hægt að tala um
fyrirgreiðslu við frystihúsin. Þó
kom fyrirgreiðsla í formi út-
lána eftir að talað var við ráða-
menn þjóðarinnar. Ef við lítum
á skiptingu á afla Dagstjörn-
unnar frá síðasta ári kemur i
ljós að þorskur og ýsa var 38%,
karfi 44%, ufsi og langa 12%
og annar fiskur 6%. Þetta sýnir
að við hérna á Suð-vesturlandi
höfum aðra skiptingu, en þeir
fyrir vestan, norðan og austan,
þar sem eingöngu er þorskur.
Það gefur því auga leið, að okk-
ar rekstur er miklu þyngri og
erfiðari, en þar sem þorskur er
al'lt árið. Þorskurinn ber þetta
allt uppi. Karfinn og ufsinn eru
á svo lágu verði erlendis, að
það kemur ekkert í hlut vinnsl-
unnar.
Um hækkunina á Bandaríkja-
markaðinum sögðu þeir, að hún
hefði verið mest í blöðunum.
Blöðin blása út hækkunina, en
gleyma að líta á vissar stað-
reyndir. Þegar fiskverðið var
hækkað 15. september var ekki
til króna í verðjöfnunarsjóði til
að mæta þeirri hækkun. En til
að gera hækkunina mögulega
varð ríkissjóður að ábyrgjast
greiðslur úr sjóðnum sem námu
500 milljónum fram að áramót-
um, eða í öðrum orðum lánsfé.
Þegar komið var fram í miðjan
febrúarmánuð var þessi upp-
hæð orðin 850 milljónir, sem
var skuld frystideildarinnar við
sjóðinn í yfirdráttarformi. Síð-
an hefur sú verðhækkun, sem
varð erlendis ekki runnið til
framleiðslunnar, heldur til að
greiða þennan yfirdrátt, en það
eru peningar sem þeir hefðu
aftur á móti þurft að fá inn í
veltuna. Og einnig hefur verið
rangtúlkun með þessa 20%
hækkun. Hún kom ekki á einu
bretti um daginn heldur hefði
verið um að ræða smáhækkan-
ir í allan vetur.
Einar og Kristinn Kristinssynir.
FV 4 1976
83