Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 88

Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 88
Sandgerði Hafnarmálin þýðingarmest Þegar Frjáls verzlun átti leið um Sandgerði fyrir skömmu vakli athygli blaðamannsins hin mikla uppbygging sem þar hefur orð- ið á fáum árum. Varnargarðar við höfnina byggðir, mikill hluti gatna malbikaður og mikil gróska í byggingum ibúðarhúsnæðis. Sveitarstjóri Miðneshrepps er Afreð G. Alfreðsson en hann hefur gegnt því starfi síðustu 10 árin. Var Alfreð að vinna að fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins þegar FV. leit inn hjá honum, til að inna hann eftir fram- kvæmdum í Sandgerði á veg- um hreppsins og þróunina síð- ustu árin. Alfreð sagði, að venjan væri að skila fjárhagsáætluninni í desember, en þar sem slíkar á- ætlanir rétt duga daginn á þess- um verðbólgutímum hefði hann tekið þann kost að láta hana bíða fram í apríl til að sjá þró- unina. í fyrra hefði hún hljóðað upp á 58 milljónir brúttó, en nú væri hún áætluð 82 millj., þar af væri stærsti tekjulið- urinn útsvör 49 millj. HAFNARMÁLIN Alfreð sagði, að hafnarmálin í Sandgerði væru alltaf númer eitt, þar sem afkoma staðarins byggðist á sjávarútvegi. — Höfnin er búin að vera höfuðverkur hjá okkur í gegn- um árin, þar sem mikil ásókn er af bátum til löndunar, sagði Alfreð. 1. áfangi í byggingu varan- legrar hafnar voru varnargarð- arnir. Byrjað var á þeirri fram- kvæmd síðla árs 1974 og höfn- inni lokað með görðum, en því var lokið haustið 1975. Ætla má að um 140 þús. m3 af grjóti hafi farið í þá og þeir orðið um 1 km. að lengd. Kostnaður er á bilinu 130—140 miljónir kr. Segja má, að kostnaðurinn hefði orðið muin meiri, ef við hefðum þurft að nota dólómíta- steina eins og þeir í Þorláks- höfn. Ástæðan er sú, að Bæjar- skerseyri brýtur úthafsölduna svo hún er orðin máttlaus, þeg- ar hún fellur á varnargarðana. Næsti áfangi er að auka við- leguplássin og dýpka við þau. Hámarks dýpi við núverandi bryggju er 4,8 m., en við vorum svo heppnir að finna 6 m. dýpi á öðrum stað og er þar áætlað að byggja viðlegupláss. Það er óhemju kostnaður við hafnar- gerðina, vegna þess hve grunnt er niður á klöpp og það þarf að sprengja mikið magn, bæði við viðlegukantana og í innsigling- Alfreð G. Alfreðsson, sveitarstjóri. unni. En innsiglingin er 3,5 m. þar sem hún er grynnst á meðalstórstraumsfjöru og eru því mikil vandræði fyrir stóru loðnubátana og togarann Erling að leggjast hér við bryggju vegna grynninga. Stefnan er, að halda þessum stóru bátum, því þeir flytja meiri afla á land sem skapar verðmætari vinnslu hér á staðn- um og auknar tekjur fyrir höfn- ina. Það sjá allir, sagði Alfreð, að þetta eru fjárfrekar fram- kvæmdir, en af þeim verður sveitarfélagið að greiða 25%. Það þýddi að, ef við vildum Ijúka þessu sem allra fyrst þá gerðum við ekkert annað en að nota umframráðstöfunarfé í hafnargerðina. Okkur finnst, að ríkið eigi að greiða allan framkvæmdakostn- að og byggðarlagið reki síðan höfnina með sama fyrirkomu- lagi og er með þjóðvegi lands- ins. Hafnirnar eru svo þýðing- armiklar fyrir þjóðarheildina að ekki er réttlætanlegt að leggja svo miklar fjárhags- byrðar á hin litlu sjávarpláss viðs vegar um landið svo ekki sé talað um hvernig sveitarfé- lögum hefur verið mismunað með gerð landshafnanna. AÐALSKIPULAG í Sandgerði er komið stað- fest aðalskipulag af bænum. Þannig var, að árið 1972 efndi Samband ísl. sveitarfélaga til samkeppni um skipulag sveit- arfélaga. Tóku arkitektarnir Óli J. Ásmundsson og Róbert Pétursson þátt í samkeppn- inni með Sandgerði sem við- fangsefni. Þeir fengu 3. verð- laun og tókum við úrlausn þeirra óbreytta og fengum hana staðfesta hjá yfirvöldum. Eiga piltarnir hrós skilið fyrir úr- lausn sína. GATNAGERÐ Árið 1967 var gerð 3 ára á- ætlun um að leggja varanlegt slitlag á 2—3 km. af gatnakerfi bæjarins. Þessi áætlun stóðst og síðan hefur verið malbikað um 2 km., smátt og smátt. Er það um 70% af núverandi gatnakerfi en það hefur verið að stækka vegna nýs íbúðar- hverfis. — Það liggur mikið fé í gatnagerðinni frá ári til árs, sagði Alfreð, — því við gerð holræsa þarf að sprengja hvern sentimetra. Einnig hefur verið 84 FV 4 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.