Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 33
skriflegan samning við sænska
sjónvarpið um kvikmyndun
„Loftsiglingarinnar“. Myndin
verður boðin til sölu á alþjóð-
legum markaði og kann að gefa
af sér drjúgar tekjur, en rithöf-
undinn hryllir við þeirri til-
hugsun. Tekjurnar af mynd-
inni og ríflega það kunna allar
að renna beint í skattheimtuna,
af því að þær bætast ofan á
þingmannslaunin.
# Kjósendur vilja
nýja stjórn
Per Olof sagði, að helmingur
kjósenda að minnsta kosti vildi
skipta um stjórn. Fleiri og
fleiri vilja borgaralega ríkis-
stjórn og samstarf borgaralegu
flokkanna að hans dómi. Kjós-
endur yrðu fyrir sárum von-
brigðum ef ekki yrðu áberandi
breytingar á fylgi flokkanna
frá því sem nú er.
Atkvæði eru nú jöfn í sænska binginu inilli stuðningsflokka
stjórnarinnar og stjórnarandstöðu. Þingmönnum verður fækkað
úr 350 í 349 í næstu kosningum.
# Sænskur Glistrup?
Stjórn jafnaðarmanna nýtur
stuðnings kommúnista í þing-
inu en nú eru taldar talsverðar
líkur á að Vinstri flokkurinn-
kommúnistarnir fái ekki 4%
heildaratkvæðamagnsins í þing-
kosningum, sem tilskilið er til
að koma að manni. Þá gæti
hugsanlega komið til greina
samstarf milli Folkpartiet og
jafnaðarmanna en borgara-
flokkarnir yrðu líka að vera til-
búnir að mynda stjórn sam-
an. Jafnaðarmenn hefðu heimt-
að sameiginlega stefnuskrá
þessara flokka en hún yrði ekki
til fyrr en í fyrsta lagi eftir
kosningar ef borgaralegur
meirihluti fengist. Það yrði líka
að hafa hugfast, að ný ríkis-
stjórn gæti ekki komið fram
stefnumálum sínum fyrr en hún
hefði starfað í heilt ár eftir
kosningar og sett ný fjárlög en
fjárhagsárið í Svíþjóð er miðað
við 1. júní. Taldi Per Olof, að
svo eindregin væri ósk sænskra
kjósenda um breytta stjórnar-
hætti, að tækist borgaraflokk-
unum ekki að mynda stjórn
saman og koma á nauðsynleg-
um umbótum myndi flokka-
kerfið sænska riðlast og upp
rísa nýr flokkur í ætt við flok'k
Glistrup i Danmörku.
# Jöfn atkvæði
Eins og áður segir styðst
stjórn jafnaðarmanna við þing-
lið kommúnista nú á þinginu.
Sænska þingið situr í einni
deild og sú ankanalega staða
kom upp eftir síðustu kosning-
ar, að samanlagt höfðu jafnað-
armenn og kommúnistar 175
þingmenn og borgaraflokkarnir
175. Jafnaðarmenn hafa 156
þingsæti og kommúnistar 19.
Centerpartiet 90, Moderata
samlingspartiet 51 og Folk-
partiet 34. I mörgum málum
hefur því orðið að grípa til
hlutkestis til að ráða þeim til
lykta og þykir mörgum það
fremur áferðarljótur flötur á
framkvæmd þingræðisins.
Stjórnarskrárbreyting hefur
því verið gerð og þingmönnum
fækkar um einn í kosningunum
í haust.
ALLAR VEITINGAR
• SHELL-vörur.
• Opið 9-11.30 mánudaga — föstudaga.
• Nætursala um helgar.
TORG HF.
VATNSNESVEGI 16, KEFLAVÍK. SÍMI 2674.
FV 4 1976
33