Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 16
á staðarval fyrirtækja og hið opinbera hefur stofnsett fyrír- tæki til að veita atvinnutæki- færi. Nafntogaðasta fyrirtæki af þessu tagi er sennilega Norr- bottens járnverk, sem er rekið með stöðugu tapi. Menn hafa því velt því fyrir sér hvort fyrirtækin yrðu ekki hálfgerð sníkjudýr með sama áfrám- haldi, þ. e. þau sæju sér hag í því að stunda spilamennsku við ríkisvaldið og verða sér þannig út um alls kyns fyrir- greiðslu fremur en hugsa um ávöxtun fjármagnsins og hafa markaðinn að leiðarljósi. Bein þjóðnýtingaráform hafa einnig skotið upp kollinum og sumum hverjum verið hrint í framkvæmd eins og um lyfja- verslunina. Ekki er ótítt að heyra enduróm slíkra hug'- mynda hér á landi úr hópi vinstri manna skömmu eftir að þær eru til umræðu hjá Svíum. Sumar þingsályktunartillögur hér virðast þann veg til komn- ar. AFSKÍPTI AF VERÐ- MYNDUN Eins og áður er um getið er treyst á frjálsa verðmyndun á flestum sviðum. Undantekning er að sjálfsögðu á sviði opin- berrar þjónustu af ýmsu tagi. Sú regla var t. d. tekin upp fyrir nokkrum árum að rann- sókn á sjúkrahúsi eða læknis- hjálp skyidi kosta það sama. hvað sem gert væri og hver sem ætti í hlut. f sambandi við bein afskipti af verðmyndun eru tilraunir Svía til bess að stýra bvggingar- markaðnum, byggingarleyfum, lánafvrirgreiðsiu og ákvörðun húsaleigu sorglegt dæmi að ýmsu leyti. Nákvæmar áætlan- ir voru gerðar um hve mikið skyldi byggja á ári hverju, hvernig bvggingarstarfsemi skvldi dreift innan ársins til að jafna árstíðasveiflu og hve mik- ið á hverjum stað til að trufla sem minnst vinnumarkaðinn. Fjármögnun átti sér að miklu levti stað í gegnum bvggingar- fvrirtæki, sem bvggðu blokkir oe háhýsi eftir ákveðnum staðli til að ná niður byggingarkostn- aði. Um 1960 mun aðeins um fjórðungur húsa hafa verið bein einkaeign í mynd raðhúsa og einbýlishúsa. Biðlistum var komið upp og röð fylgt af stakri nákvæmni. Ung hjón þurftu að bíða allt upp í sex ár eftir að fá tveggja herbergja leiguíbúð. án þess að geta ráðið staðarvali nema að litlu leyti og innrétt- ingum alls ekki. Til þess að fá inni á stúdentagarði þurfti að hafa verið við nám svo og svo lengi og svo virtist ætla áð verða um alla framtíð. Ef mað- ur þurfti að flytja búferlum í annan bæ fór óratími í að leita uppi annan, sem þurfti að flytja öfuga leið eða i lengri keðju. Þá kom greinilega fram hvað það getur verið fyrirhafnarsamt að versla í fríðu fremur en láta gjaldmiðilinn ráða. Á sama tíma og leiga í nýbyggðum íbúð- um fór sífellt hækkandi vegna verðbólgu var leiga í eldra hús- næði nær óbreytt. Þetta olli því að eldra fólk bjó heldur áfram í 6 herbergja íbúðum í stað þess að minnka við sig, sem aftur þýddi áframhaldandi skort á stærri íbúðum. Beinir húsa- leigustyrkir voru miðaðir við laun og barnafjölda, en fengust ekki nema húsnæði væri af lág- marksstærð til þess að örva fólk til að búa í mannsæanandi húsnæði. Þetta framkallaði íbúðir yfir hinu tiltekna lág- marki — öfugt við hið tiltekna hámark, sem húsnæðismála- kerfið hér á landi miðast við. Sennilega hefði húsnæðis- málastjórn sem þessi verið dauðadæmd á fslandi eins og allar tilraunir til að ákveða ná- mark húsaleigu. Hvort tveggia er að íslendingar eru miklu lé- legri skiouleggjendur slíkra mála en Svíar og fslendingum tamara að virða reglur að vett- ugi. sem þeim þykir kjánaleg- ar. En Svíar framfvlgja öllum reglum, góðum og slæmum, af stakri samviskusemi. Þetta þýddi að sjálfsögðu að evðilegg- ingin á húsnæðismarkaði þeirra varð ógnvekjandi. Byggt var og bvggt án þess að tekið væri tillit til þess að ráði hvað fólk vildi eða hvað framtíðin bæri í skauti sér. Hvernig fór? Svíar fengu leið á að búa í uppturn- uðum fjölbýlishúsum. Nú vilja þeir byggja sér einbýlishús úti í skógi í ríkara mæli eftir því sem efni standa til og ráða innréttingum. Þess vegna er nú unnt að líta teiknistofur og bús- munaverslanir, sem ekki fór mikið fyrir áður meðan bygg- ingarfyrirtæki sáu um allt. Stúdentaíbúðir standa auðar — sumpart vegna minni aðsóknar að háskólanámi. SVEIFLUJÖFNUN OG VINNUMARKAÐURINN Oft er til þess vitnað hve mikil kyrrð hefur ríkt á sænsk- um vinnumarkaði í áratugi og til skipulags atvinnumála þar í landi almennt. Samtök laun- þega og vinnuveitenda voru stofnuð upp úr aldamótunum síðustu. Bæði eru vel skipulögð og hafa fjölda sérfræðinga í þjónustu sinni. Margar sendi- nefndir verið gerðar út af örk- inni til að kynna sér hina far- sælu samningagerð um kaup og kjör. Ýmsar skýringar hafa komiö fram á því hvað valdi þeim frið, sem ríkt hefur í kjaramál- um. Hjálpast þar sennilega margt að. Samtökin eru sterk bæði inn á við og út á við. Launþegasamtökin, sem sósíal- demókratar stýra, telja sig hafa nokkra tryggingu fyrir stefnu sinni hjá sósíaldemókratískri ríkisstjórn. Samtökin hafa haft þekkta hagfræðinga í sinni þjónustu, sem hafa gert sér grein fyrir heildarafleiðingum kjarasamninga og hve mikið var að sækja í vasa vinnuveitenda á hverjum tíma. Löng og erfið verkföll 1909 og í stríðinu hjá málmiðnaðarmönnum eru mönnum enn í minni og hafa gert verklýðssamitökin tillits- samari og fleira mætti tína til. En ekki eru allir á einu máli um að aðalmarkmið launa- stefnunnar hafi náðst. Eitt meginatriðið hefur lengi verið að sömu laun skyldu greidd fyrir sömu vinnu og að laun hinna lægst launuðu skyldu hækka mest (solidarisk löne- politik). Mörgum finnst árang- ur ekki hafa orðið sem erfiði: launajöfnun eftir þessari leið hafi mistekist vegna launa- 16 FV 4 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.