Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 65
Falstebro fyrir utan Málmey.
Hilmar og Svala ákváðu síðan
að opna verzlun með íslenzku
vörurnar í stórmarkaði i Málm-
ey, sem Skánska Cement-
gjuteriet byggði fyrir tæpum
þremur árum og nefndur hef-
ur verið Caroli City. Þarna eru
reknar 38 mismunandi verzlanir
í tveggja hæða húsi, sem er 22
þúsund fermetrar og hefur bíla-
stæði fyrir 1500 bíla. Verzlun-
in Islandia er á annarri hæð á
90 fermetra gólffleti. Inngang-
ar eru fjórir í Caroli City og
á fyrsta ársfjórðungi, sem það
starfaði komu 240 þús. manns ______________
í húsið. Er talið að sú tala sé1^ aitiW
fyrir keramikvörur Glits í Sví-
þjóð. Það eru starfandi átta
sölumenn fyrir heildverzlunina
á þremur Norðurlöndunum en
ullarvaran er seld í 300-350
fataverzlanir, þar af um 100 í
Svíþjóð. Heildsöluálagning á
þessari vöru er um 30% en
fataverzlanirnar taka ekki inn
svona vörur nema með 100-
115% álagningu. Til marks um
söluna má nefna að á þremur
ársfjórðungum í fyrra flutti
heildverzlunin inn ullarvörur
frá Islandi fyrir 3,5 millj.
sænskra króna.
örugglega tvöfalt hærri nú.
Eigendur hinna einstöku verzl-
ana mynda með sér rekstrar-
félag fyrir allt húsið og hefur
sú samvinna tekizt mjög vel
m. a. varðandi kynningarmál,
en fyrirtækin auglýsa oft í sam-
einingu á heilum eða hálfum
síðum helztu dagblaðanna og
reynist það mjög áhrifaríkt og
hagkvæmt.
Þau Hilmar og Svala reikn-
uðu með að það tæki tvö til
þrjú ár að komast yfir erfiðasta
hjallann í stofnkostnaði og var
á þeim að heyra að sú áaetlun
hefði staðizt.
Vörutegundirnar hjá Islandia
eru í mjög háum gæðaflokki
og dýrar að sama skapi. Ullar-
flíkurnar koma allar frá Sam-
bandinu og sögðu þau Hilmar
og Svala, að saumaskapur á
fatnaðinum hefði batnað afar
mikið að undanförnu og mikil
áherzla hefði verið lögð á nýtt
og betra útlit. Nefndu þau þátt
Jóns Arnþórssonar hjá útflutn-
ingsdeild SÍS alveg sérstaklega,
en hann hefði unnið að nýrri
hönnun og væri opinn fyrir öll-
um nýjungum, sem greinilega
hefðu skapað íslenzká þjóðar-
búinu drjúgar tekjur.
Auk ullarvaranna eru fram-
leiðsluvörur Glits á boðstólum
í Islandia, myndir eftir Sól-
veigu Eggerts og silfurmunir.
SELJA 300-350 VERZLUNUM
Heildverzlun þeirra Hilmars
og Svölu með ullarvörur fer
vaxandi en það er frúin, sem
annast daglega umsjón með
henni. Einnig hafa þau umboð
KOSTN AÐ ARSOM
KYNNINGARSTARFSEMI
Kynning í blöðum og á vöru-
sýningum er ríkur þáttur í
starfi þeirra Hilmars og Svölu.
Þau sögðu, að blaðamenn heim-
ilisblaða og kvennablaða hefðu
sýnt íslenzku tízkuvörunum
talsverðan áhuga og umsögn í
blöðunum væri mikils virði. A
einum mánuði núna eftir ára-
mótin tóku þau þátt í þremur
fatasýningum, í Osló, Gauta-
borg og Kaupmannahöfn. Slík
kynning væri mjög dýr og von-
uðust þau til, að skilningur við-
komandi aðila heima á íslandi
á nauðsyn hennar færi vaxandi.
Þau töldu ennfremur tímabært,
að helztu útflutningsaðilar í
þessum vörutegundum eins og
Sambandið og Álafoss tækju
upp nákvæmt gæðaeftirlit og
ennfremur að seljendur heima,
sem umboðsmenn hafa starf-
andi fyrir sig erlendis, hættu
beinum viðskiptum við ein-
staka kaupmenn á sölusvæðum
umboðsmanna, því að slíkir við-
skiptahættir væru óþolandi fyr-
ir umboðsmenn, sem ekki gætu
til lengdar unnið stefnufast að
markaðsuppbyggingu við slikar
aðstæður.
PERSTOCP
HAMRAD
HARDPLAST
Ný áferð, nýr blær,
sænsk vara í sérflokki,
sterkasta og fallegasta
eldhúsplastið.
HarðviAarsalan sf.
Grensásvegi 5 Pósthólf 1085 Simar 85005 & 85006
FV 4 1976
61