Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 65

Frjáls verslun - 01.04.1976, Side 65
Falstebro fyrir utan Málmey. Hilmar og Svala ákváðu síðan að opna verzlun með íslenzku vörurnar í stórmarkaði i Málm- ey, sem Skánska Cement- gjuteriet byggði fyrir tæpum þremur árum og nefndur hef- ur verið Caroli City. Þarna eru reknar 38 mismunandi verzlanir í tveggja hæða húsi, sem er 22 þúsund fermetrar og hefur bíla- stæði fyrir 1500 bíla. Verzlun- in Islandia er á annarri hæð á 90 fermetra gólffleti. Inngang- ar eru fjórir í Caroli City og á fyrsta ársfjórðungi, sem það starfaði komu 240 þús. manns ______________ í húsið. Er talið að sú tala sé1^ aitiW fyrir keramikvörur Glits í Sví- þjóð. Það eru starfandi átta sölumenn fyrir heildverzlunina á þremur Norðurlöndunum en ullarvaran er seld í 300-350 fataverzlanir, þar af um 100 í Svíþjóð. Heildsöluálagning á þessari vöru er um 30% en fataverzlanirnar taka ekki inn svona vörur nema með 100- 115% álagningu. Til marks um söluna má nefna að á þremur ársfjórðungum í fyrra flutti heildverzlunin inn ullarvörur frá Islandi fyrir 3,5 millj. sænskra króna. örugglega tvöfalt hærri nú. Eigendur hinna einstöku verzl- ana mynda með sér rekstrar- félag fyrir allt húsið og hefur sú samvinna tekizt mjög vel m. a. varðandi kynningarmál, en fyrirtækin auglýsa oft í sam- einingu á heilum eða hálfum síðum helztu dagblaðanna og reynist það mjög áhrifaríkt og hagkvæmt. Þau Hilmar og Svala reikn- uðu með að það tæki tvö til þrjú ár að komast yfir erfiðasta hjallann í stofnkostnaði og var á þeim að heyra að sú áaetlun hefði staðizt. Vörutegundirnar hjá Islandia eru í mjög háum gæðaflokki og dýrar að sama skapi. Ullar- flíkurnar koma allar frá Sam- bandinu og sögðu þau Hilmar og Svala, að saumaskapur á fatnaðinum hefði batnað afar mikið að undanförnu og mikil áherzla hefði verið lögð á nýtt og betra útlit. Nefndu þau þátt Jóns Arnþórssonar hjá útflutn- ingsdeild SÍS alveg sérstaklega, en hann hefði unnið að nýrri hönnun og væri opinn fyrir öll- um nýjungum, sem greinilega hefðu skapað íslenzká þjóðar- búinu drjúgar tekjur. Auk ullarvaranna eru fram- leiðsluvörur Glits á boðstólum í Islandia, myndir eftir Sól- veigu Eggerts og silfurmunir. SELJA 300-350 VERZLUNUM Heildverzlun þeirra Hilmars og Svölu með ullarvörur fer vaxandi en það er frúin, sem annast daglega umsjón með henni. Einnig hafa þau umboð KOSTN AÐ ARSOM KYNNINGARSTARFSEMI Kynning í blöðum og á vöru- sýningum er ríkur þáttur í starfi þeirra Hilmars og Svölu. Þau sögðu, að blaðamenn heim- ilisblaða og kvennablaða hefðu sýnt íslenzku tízkuvörunum talsverðan áhuga og umsögn í blöðunum væri mikils virði. A einum mánuði núna eftir ára- mótin tóku þau þátt í þremur fatasýningum, í Osló, Gauta- borg og Kaupmannahöfn. Slík kynning væri mjög dýr og von- uðust þau til, að skilningur við- komandi aðila heima á íslandi á nauðsyn hennar færi vaxandi. Þau töldu ennfremur tímabært, að helztu útflutningsaðilar í þessum vörutegundum eins og Sambandið og Álafoss tækju upp nákvæmt gæðaeftirlit og ennfremur að seljendur heima, sem umboðsmenn hafa starf- andi fyrir sig erlendis, hættu beinum viðskiptum við ein- staka kaupmenn á sölusvæðum umboðsmanna, því að slíkir við- skiptahættir væru óþolandi fyr- ir umboðsmenn, sem ekki gætu til lengdar unnið stefnufast að markaðsuppbyggingu við slikar aðstæður. PERSTOCP HAMRAD HARDPLAST Ný áferð, nýr blær, sænsk vara í sérflokki, sterkasta og fallegasta eldhúsplastið. HarðviAarsalan sf. Grensásvegi 5 Pósthólf 1085 Simar 85005 & 85006 FV 4 1976 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.