Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 7
í stnttn máli
# Iðnrekstrarsjóður styrkir
markaðsstarfsemí
Iðnrekstrarsjóður styrkir nú í sam-
vinnu við Útflutningsmiðstöð iðnaöar-
ins ýmis konar markaðsstarfsemi ís-
lenskra iðnfyrirtækja erlendis.
Munu heilar iðngreinar eða fyrir-
tækjahópar njóta forgangs. Styrkur-
inn getur numið allt að 50% af beinum
útgjöldum viö vörusýningarþátttöku.
Iðnrekstrarsjóðurinn setur það sem
skilyrði, að íslenskt fyrirtæki sé skrá-
sett sem þátttakandi á sýningunni.
# Sendiráð í sölustarfsemi
Veruleg söluaukning hefur orðið á
framleiösluvörum Glits hf. í Noregi á
þessu ári. Er það fyrst og fremst aö
þakka víðtækri kynningarstarfsemi
sem umboðsmaður Glits hf. í Noregi,
Klemenz Guðmundsson hefur staðiö
fyrir ásamt íslenzka sendiráöinu í
Osló. Var haldin sölusýning í sendi-
herrabústaðnum og sendiherrann,
Agnar Klemenz Jónsson, hélt síðdegis-
boö og blaðamannafund í sambandi
viö sýninguna. Fékk fyrirtækiö mjög
mikla kynningu og var henni fylgt eft-
ir með sölu og kynningarherferð í Nor-
egi.
# 100 þús. bílar árið 1982
Framkvæmdastofnun ríkisins hefur
gert spá um bílafjölda og er gert ráð
fyrir að bílar á íslandi verði rúmlega
100 þús. árið 1982, þar af 7.700 vöru-
bifreiðar meö burðargetu yfir 40 þús-
tonn. í sömu spá er gert ráö fyrir aö
áriö 1985 veröi 2,5 íbúar á hvern fólks-
bíl.
# Skipastóllinn 995 skip
íslendingar áttu 898 fiskiskip í árs-
lok 1975, sem skiptist þannig: Síðutog-
arar 6, skuttogarar 49, hvalveiðiskip 4,
fiskiskip yfir 100 lestir 230 og fiskiskip
undir 99 lestum, 609.
Farþegaskip eru 5, olíuflutningaskip
5, vöruflutningaskip 48, varðskip og
björgunarskip 9 og ýmis skip 30. Heild-
arskipastóllinn var því í árslok 1975
995 skip.
*
# Ltanríkisviðskipti Islands
1975
Heildarverðmæti útflutningsins 47.-
436.6 m. kr. og hafði aukist um 14.559.7
m. kr. eöa um 44.3%. Heildarverðmæti
innflutningsins árið 1975 var hinsveg-
ar 75.062.4 m. kr. og haföi aukist um
22.493.8 m. kr. eða um 42.8%. Vöru-
skiptajöfnuður árið 1975 var óhagstæð-
ur um 27.625.8 m. kr., en var óhagstæö-
ur um 19.691.7 m. kr. áriö 1974. Allar
þessar tölur eru reiknaöar á því gengi
sem gilti þegar viðskiptin fóru fram.
Ef útflutningur og innflutningur árs-
ins 1974 er hinsvegar reiknaður til
sambærilegs gengis og fyrir árið 1975
er vöruskiptajöfnuöurinn þaö ár óhag-
stæöur um 30.813.0 m. kr.
Til Bandaríkjanna voru fluttar út
vörur fyrir 13.884.9 m. kr. árið 1975 eða
29.3% af heildarútflutningsverðmæt-
inu, næst er Portúgal meö 5.583.8 m.
kr. þá Sovétríkin með 5.050.7 m. kr., í
fjórða sæti er Bretland með 4.718.4 m.
kr. og í fimmta sæti er V-Þýzkaland
með 3.013.8 m. kr. Samtals var flutt
út til þessara fimm landa fyrir 32.251.6
m. kr. eða 68% af heildarútflutnings-
verömætinu. Til EFTA-landa fór 19%
heildarútflutningsins, til Efnahags-
bandalagslanda fóru 24.7% og til Aust-
ur-Evrónu 13.4%.
Áriö 1975 var mest flutt inn frá V.-
Þýzkalandi og var verðmætið 8.044.1
m. kr., Bretland var í öðru sæti með
8.006.7 m. kr., Noregur var í þriðja sæti
meö 7.957.1 m. kr., Sovétríkin í fjórða
sæti með 7.781.4 m. kr. og Danmörk í
fimmta sæti meö 7.535.7 m. kr. Frá
þessum fimm löndum var flutt inn fyr-
ir 39.325.0 m. kr. eða 52% af heildar-
innf lutningsverðmætinu.
FV 4 1976
7