Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.04.1976, Blaðsíða 55
ur allur 7200 tonn. Sporin, sem hann rennur á, eru alls 710 metra löng og á milli leggj- anna á krananum eru 174 metr- ar. Þess má og geta, að krana- stjórinn hefst við í glerhýsi í 95 metra hæð. Hann stjórnar einn öllum aðgerðum kranans og notar fjórar sjónvarpsvélar sér til aðstoðar í því sambandi, en hann er auk þess í stöðtigu talstöðvarsambandi við starfs- menn niðri á jörðunni. í húsa- kynnum kranastjórans er sal- erni og lítið eldhús með ísskáp og eldunaraðstöðu. • MERKIR ÁFANGAR Síðan Kockums afhenti fyrsta skipið sitt árið 1873 hefur skipa- smíðastöðin náð ýmsum merk- um áföngum. Árið 1914 smíð- aði hún fyrsta kafbát sinn, 1928 stærsta olíuflutningaskip, sem til þess tíma hafði verið smíð- að í heiminum. Árið 1951 var tonnafjöldinn meiri í nýsmíði hjá Kockums en nokkurri ann- arri skipasmíðastöð í heimi, 1969 voru smíðuð stærstu flutn- ingaskipin fyrir fljótandi jarð- gas, sem þá þekktust, og 1974 var smíðað stærsta olíuflutn- ingaskipið, sem framleitt hafði verið utan Japan, 355 þús. tonn að stærð. Síðan 1970 hafa eingöngu verið smiðuð risaolíuskip, 210, 260 og 355 þús. tonn. Lokið hefur verið við 4-6 slík skip á ári og síðan 1974 hefur stað- ið yfir raðsmíði 13 olíuskipa, 355 þús. tonn að stærð, en það síðasta þeirra verður afhent 1977. Af framtíðarverkefnum ber að nefna þrjá kafbáta til hernaðar og einn björgunar- kafbát, sem afhendast eiga á árunum 1978 og 1979. Kaupend- ur olíuskipanna hafa aðallega verið útgerðarfélög í Noregi og Svíþjóð, en kafbátana kaupir sænski flotinn. • ÍSLENZKUR FORSTJÓRI Yfir Kockums-samsteypunni eru þrír forstjórar, einn aðal- forstjóri fyrir öll fyrirtækin, en ennfremur forstjóri skipasmíða- stöðvarinnar og forstjóri ann- arra iðnfyrirtækja. Starfsmenn allra fyrirtækjanna eru um 8500 talsins, en hjá skipasmíða- Vegna efnahags- ástandsins í heiminum hafa útgerðar- félög haldið að sér höndum og ekki viljað panta ný skip. Sænska stjórnin ábyrgist nú smíðar 350 ]>ús. tonna olíu- skipa hjá Kockums þar til kaupendur finnast. stöðinni í Málmey vinna 6000 manns. Forstjóri hennar er Ólafur Sigurðsson, skipaverk- fræðingur, bróðir Péturs Sig- urðssonar, forstjóra Landhelgis- gæzlunnar. Ólafur bauð okkur í síðdegiskaffi á skrifstofu sinni í stöðinni og skýrði okkur frá aðdraganda þess, að hann ílent- ist í Svíþjóð og tókst á hendur þetta ábyrgðarmikla starf. Það var árið 1939, sem Ólaf- ur lauk námi við Stokkhólms- háskóla, en á námsárunum hafði hann unnið nokkuð hjá Kockums. Að afloknu prófi var ætlunin að fara til Englands og Þýzkalands til að öðlast meiri reynslu, áður en farið yrði aftur heim til íslands. Styrjöldin breytti þessum áformum og varð Ólafur starfs- maður við íslenzka sendiráðið og vann þá að undirbúningi skipasmíða fyrir fslendinga í Svíþjóð, þegar „Svíþjóðarbát- arnir“ svonefndu voru byggðir. Síðan lá leið Ólafs heim til fs- lands, þar sem hann veitti Landssmiðjunni forstöðu, en hann hóf síðan störf á nýjan leik hjá Kockums 1952 og hef- ur starfað þar síðan. • FYRIRTÆKJALÝÐRÆÐI STUNDAÐ AF KAPPI Hjá Kockums hefur verið komið á sérstöku skipulagi á samskiptum framkv.stjórnar og starfsmanna og komið á ým- issi þjónustu við starfsmennina, sem þykir fyrir margt athyglis- verð. Ólafur greindi okkur frá því, að inni á skrifstofum for- stjóra Kockums færu þeir og fjórir fulltrúar starfsmanna yf- ir alla þætti rekstursins, sem máli skiptu í það og það skipt- ið, og starfsmannafulltrúarmr fengju með þessu móti allar upplýsingar úr fyrirtækinu, sem þeir óskuðu, auk þess sem þeir hefðu bein áhrif á ákvarð- anir. Þessu fyrirkomulagi var á komið í kjölfar mikillar út- tektar, sem gerð var fyrir nokkrum árum á starfsmanna- málum Kockums, þar sem ýmis vandkvæði höfðu gert vart við FV 4 1976 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.