Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1976, Page 87

Frjáls verslun - 01.04.1976, Page 87
Sjöstjarnan hf. Ytri-IMjarðvík Verðhækkunin mesl í blöðunum Hefur ekki runnið til framleiðenda Þcgar blaðamaður FV var á ferð í Ytri-Njarðvík heimsótti hann bræðurna Kristin og Einar Kristinssyni, en þeir eiga og reka Sjöstjörmina þar í bæ. Þeir sögðu að ekki þyrfti að tiunda sögu fyrirtækisins í FV, því hún hefði verið rakin þar fyrir þrem árum. Þeir voru þá spurðir að því hvort ekkert hefði bæst við sögu fyr- irtækisins síðustu þrjú árin, hvort skuttogaraútgerðin gengi vel og eins hvað skeð hefði í aðstoð hins opinbera við frysti- húsin og hvernig hækkanirnar á þorskblokkinni á Bandaríkja- markaði kæmi út fyrir frysti- húsið. — Jú, við höfum verið að byggja stórt hús hérna á hafn- arbakkanum fyrir saltfisk- og skreiðarverkun, sögðu þeir, en byggingarframkvæmdir hafa legið niðri síðastliðin tvö ár vegna fjárskorts og erfiðleika við að fá lán til að ljúka þeim. Ef við fengjum þetta hús í gagnið þyrftum við ekki að leigja slík hús, en það gerum við inn í Hafnarfirði. Skuttog- ararnir hafa gengið mjög vel og skapað 10 tíma stöðuga vinnu á dag alla vikuna. Dagstjarnan landaði 3600 tonnum á síðasta ári, sem er við toppinn, en Framtíðin 2900 tonnum. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með þá og engar óeðlilegar tafir orðið, eins og „spánska veikin“, hjá sum- um. Það er varla hægt að tala um fyrirgreiðslu við frystihúsin. Þó kom fyrirgreiðsla í formi út- lána eftir að talað var við ráða- menn þjóðarinnar. Ef við lítum á skiptingu á afla Dagstjörn- unnar frá síðasta ári kemur i ljós að þorskur og ýsa var 38%, karfi 44%, ufsi og langa 12% og annar fiskur 6%. Þetta sýnir að við hérna á Suð-vesturlandi höfum aðra skiptingu, en þeir fyrir vestan, norðan og austan, þar sem eingöngu er þorskur. Það gefur því auga leið, að okk- ar rekstur er miklu þyngri og erfiðari, en þar sem þorskur er al'lt árið. Þorskurinn ber þetta allt uppi. Karfinn og ufsinn eru á svo lágu verði erlendis, að það kemur ekkert í hlut vinnsl- unnar. Um hækkunina á Bandaríkja- markaðinum sögðu þeir, að hún hefði verið mest í blöðunum. Blöðin blása út hækkunina, en gleyma að líta á vissar stað- reyndir. Þegar fiskverðið var hækkað 15. september var ekki til króna í verðjöfnunarsjóði til að mæta þeirri hækkun. En til að gera hækkunina mögulega varð ríkissjóður að ábyrgjast greiðslur úr sjóðnum sem námu 500 milljónum fram að áramót- um, eða í öðrum orðum lánsfé. Þegar komið var fram í miðjan febrúarmánuð var þessi upp- hæð orðin 850 milljónir, sem var skuld frystideildarinnar við sjóðinn í yfirdráttarformi. Síð- an hefur sú verðhækkun, sem varð erlendis ekki runnið til framleiðslunnar, heldur til að greiða þennan yfirdrátt, en það eru peningar sem þeir hefðu aftur á móti þurft að fá inn í veltuna. Og einnig hefur verið rangtúlkun með þessa 20% hækkun. Hún kom ekki á einu bretti um daginn heldur hefði verið um að ræða smáhækkan- ir í allan vetur. Einar og Kristinn Kristinssynir. FV 4 1976 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.