Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 16

Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 16
Tollvörugeymslan í Reykjavík Afgreiddi vörur fyrir 3.6 milljarða í fyrra Hefur 20 þús. fermetra athafnasvæði til umráða Ilelgi K. Hjálmsson, forstjóri Tollvörageymslunnar í Reykjavík. Myndin er tekin í geymsluporti fyrirtækisins. Á síðasta ári voru afgreiddar úr Tollvörugeymslunni vörur fyrir u.þ.b. 3.6 milljarða og af- greiðslur á vörum út úr geymsl- unni vöru rösklega 30 þúsund. Þetta kom fram í viðtali, sem F.V. átti við Helga K. Hjálms- son, forstjóra Tollvörugeymsl- unnar nýlega. í Tollvörugeymslunni við Héðinsgötu í Laugarnesi eru geymdar ótollafgreiddar vörur og vörur, sem eftir á að greiða í banka. Tollvörugeymslan leig- ir út geymslurými, einkum klefa, þar sem innflytjendur geyma vörur, sem enn eru í eigu erlendra aðila. Varan er geymd, þar til þörf er á notkun hennar innanlands, þá skrif- ar innflytjandi úttektarbeiðni til erlenda aðilans fyrir þeirri vöru, sem hann hyggst taka úr úr Tollvörugeymslunni, greiðir hana og sækir. 185 AÐILAR Nú leigja 185 aðilar geymslu- rými í Tollvörugeymslunni að sögn Helga. Þar er m.a. geymt mikið magn af hjólbörðum, heimilistækjum og auk þess snyrtivörur og varahlutir í vél- ar og tæki og ótalmargt annað. Þetta sparar innflytjendum milljónir króna í vörubirgðum, þar sem varan er ekki greidd fyrr en hún er notuð. Heimilt er að geyma vörur í 3 ár frá komu- degi skips til lands. Fyrstu tollvörugeymsluvör- urnar komu inn í skemmuna 14. ágúst 1964 og þar með hófst starfsemi fyrirtækisins. Áður, eða um áramótin 1961—62 hafði verið skipuð nefnd, að tilhlutan Verslunarráðs íslands, sem átti að kanna möguleika á stofnun fyrirtækis um uppbyggingu tollvörugeymslu. Var hlutafé- lag síðan stofnað í febrúar 1962 og var þá fengin lóð og aðstaða undir tollvörugeymslu á Laug- arnestanga við Héðinsgötu. Var byrjað á að reisa 2500 m- byggingu. Aftur á móti hef- ur Tollvörugeymslan yfir að ráða 6000 m2 geymsluhúsnæði og 200 m2 skrifstofuhúsnæði í dag.Fékk fyrirtækið úthlutað lóð hjá Reykjavíkurborg, 12000 m2, sem verið er að girða nú. Er hún á sama stað og aðrar lóðir fyrirtækisins. Verður því allt landsvæðið, sem Tollvöru- geymslan hefur yfir að ráða um 20000 m2. Á síðasta ári var hlutafé auk- ið upp í 120 milljónir, að sögn Helga og jafnhliða gefin út jöfnunarhlutabréf, 100%. Arð- ur hefur verið greiddur á hverju ári frá 1967 og eru hlut- hafar í fyrirtækinu nú 350 ein- staklingar og fyrirtæki. TOLLVÖRUGEYMSLUR ÚTÍ Á LANDI Þegar hefur verið reist toll- vörugeymsla á Akureyri og ný- búið að stofna eina slíka í Keflavík. Einnig hefur verið stofnað hlutafélag um tollvöru- geymslu á Reyðarfirði, að sögn Helga. Helgi sagði að lokum að var- an væri ekki sett í tollvöru- geymslu fyrr en hún hefði verið sett á aðflutningsskýrslu og farmbréf þarf að fá áritun toll- stjóra að vöruna megi setja í tollvörugeymslu. Flutningsaðili flytur vöruna síðan í geymsluna og hún jafnframt tekin á birgðaskrá Tollvörugeymslunn- ar. 16 FV 5 1976
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.