Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 16
Tollvörugeymslan í Reykjavík
Afgreiddi vörur fyrir 3.6
milljarða í fyrra
Hefur 20 þús. fermetra athafnasvæði til umráða
Ilelgi K. Hjálmsson, forstjóri Tollvörageymslunnar í Reykjavík.
Myndin er tekin í geymsluporti fyrirtækisins.
Á síðasta ári voru afgreiddar
úr Tollvörugeymslunni vörur
fyrir u.þ.b. 3.6 milljarða og af-
greiðslur á vörum út úr geymsl-
unni vöru rösklega 30 þúsund.
Þetta kom fram í viðtali, sem
F.V. átti við Helga K. Hjálms-
son, forstjóra Tollvörugeymsl-
unnar nýlega.
í Tollvörugeymslunni við
Héðinsgötu í Laugarnesi eru
geymdar ótollafgreiddar vörur
og vörur, sem eftir á að greiða
í banka. Tollvörugeymslan leig-
ir út geymslurými, einkum
klefa, þar sem innflytjendur
geyma vörur, sem enn eru í
eigu erlendra aðila. Varan er
geymd, þar til þörf er á notkun
hennar innanlands, þá skrif-
ar innflytjandi úttektarbeiðni
til erlenda aðilans fyrir þeirri
vöru, sem hann hyggst taka úr
úr Tollvörugeymslunni, greiðir
hana og sækir.
185 AÐILAR
Nú leigja 185 aðilar geymslu-
rými í Tollvörugeymslunni að
sögn Helga. Þar er m.a. geymt
mikið magn af hjólbörðum,
heimilistækjum og auk þess
snyrtivörur og varahlutir í vél-
ar og tæki og ótalmargt annað.
Þetta sparar innflytjendum
milljónir króna í vörubirgðum,
þar sem varan er ekki greidd
fyrr en hún er notuð. Heimilt er
að geyma vörur í 3 ár frá komu-
degi skips til lands.
Fyrstu tollvörugeymsluvör-
urnar komu inn í skemmuna 14.
ágúst 1964 og þar með hófst
starfsemi fyrirtækisins. Áður,
eða um áramótin 1961—62 hafði
verið skipuð nefnd, að tilhlutan
Verslunarráðs íslands, sem átti
að kanna möguleika á stofnun
fyrirtækis um uppbyggingu
tollvörugeymslu. Var hlutafé-
lag síðan stofnað í febrúar 1962
og var þá fengin lóð og aðstaða
undir tollvörugeymslu á Laug-
arnestanga við Héðinsgötu.
Var byrjað á að reisa 2500
m- byggingu. Aftur á móti hef-
ur Tollvörugeymslan yfir að
ráða 6000 m2 geymsluhúsnæði
og 200 m2 skrifstofuhúsnæði í
dag.Fékk fyrirtækið úthlutað
lóð hjá Reykjavíkurborg, 12000
m2, sem verið er að girða nú.
Er hún á sama stað og aðrar
lóðir fyrirtækisins. Verður því
allt landsvæðið, sem Tollvöru-
geymslan hefur yfir að ráða um
20000 m2.
Á síðasta ári var hlutafé auk-
ið upp í 120 milljónir, að sögn
Helga og jafnhliða gefin út
jöfnunarhlutabréf, 100%. Arð-
ur hefur verið greiddur á
hverju ári frá 1967 og eru hlut-
hafar í fyrirtækinu nú 350 ein-
staklingar og fyrirtæki.
TOLLVÖRUGEYMSLUR
ÚTÍ Á LANDI
Þegar hefur verið reist toll-
vörugeymsla á Akureyri og ný-
búið að stofna eina slíka í
Keflavík. Einnig hefur verið
stofnað hlutafélag um tollvöru-
geymslu á Reyðarfirði, að sögn
Helga.
Helgi sagði að lokum að var-
an væri ekki sett í tollvöru-
geymslu fyrr en hún hefði verið
sett á aðflutningsskýrslu og
farmbréf þarf að fá áritun toll-
stjóra að vöruna megi setja í
tollvörugeymslu. Flutningsaðili
flytur vöruna síðan í geymsluna
og hún jafnframt tekin á
birgðaskrá Tollvörugeymslunn-
ar.
16
FV 5 1976