Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.05.1976, Blaðsíða 22
INlorræn samvinna: Greinilega hefur losnað um böndin eftir EBE-aðild Danmerkur - segja áhugamennirnir. Samstarf ríkisstjórnanna fimm vekur þó' heimsathygli í virðulegum salarkynnum gamla þinghússins í Stokkhólmi hefur aðalskrifstofa Norðurlandaráðs aðsetur sitt. Þingið flutti starfsemi sína í önnur húsakynni fyrir nokkrum ámm og fékk Norður- landaráð þá aðstöðu í gamla húsinu og er þar víða rúmt um einstakar skrifstofur, þannig að starfs- menn ráðsins geta jafnvel leyft sér að hafa borð tennisbúnað inni hjá sér. Ekki má þetta þó skoðast sem dylgjur um að hinir laun- uðu embættismenn norrænnar samvinnu hafi ekkert betra við tímann að gera en að stunda léttar íþróttir í vinnutíma. Verkefni þessarar skrifstofu eru margvísleg enda starfsemi Norðurlandaráðs mjög víðtæk og meiri en almenning í aðild- arlöndunum kann í fljótu bragði að gruna. Það er Helge Seip, fyrrver- andi atvinnumálaráðherra í rík- isstjórn Per Bortens í Noregi, sem veitir skrifstofunni í Stokk- hólmi forstöðu en i höfuðborg- um Norðurlandanna eru líka starfandi fulltrúar fyrir fram- kvæmdastjórn ráðsins og gegn- ir því starfi hér á landi Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Al- þingis. 2350 MILLJ. KRÓNA FJÁRLÖG Störf skrifstofunnar í Stokk- hólmi eru aðallega fólgin í und- irbúningi þinghalds Norður- landaráðs með útgáfu allra þeirra skýrsla og gagna, sem því fylgir. Þá annast skrifstof- an um verkefni fyrir fimm fastanefndir ráðsins, sem koma saman til funda fjórum til firnm sinnum á ári. Þessir nefndafundir fara fram í að- ildarlöndunum til skiptis og hafa fengið aukna þýðingu eftir að fundum Norðurlandaráðsins var aftur fækkað í einn á ári. Gamla þinghúsið í Stokkhólmi. landaráðs nú aðsetur. íslendingar mæta yfirleitt allt- af til þessara nefndafunda en auk þeirra fara svo fram fimm til sex fundir árlega hjá for- sætisnefndinni, sem Ragnhild- ur Helgadóttir á nú sæti í fyrir hönd íslendinga. Skrifstofan í Stokkhólmi fær 4—5 millj. sænskra króna í fjárveitingu frá aðildarríkjun- um á þessu ári. Það er þó að- eins lítill hluti af fjárlögum Norðurlandaráðs 1976, sem hljóða upp á 2350 millj. ísl. króna. Hlutur íslands þar af er 0,9%. Hjá skrifstofunni í Stokk- Þar hefur aðalskrifstofa Norður- hólmi starfa 16 fastir starfs- menn og þar á meðal einn ís- lendingur, Ólafur Pétursson, sem er starfsmaður samgöngu- málanefndarinnar. Sú nefnd hefur haldið fundi á íslandi og farið til fjarlægra staða, sem komið hafa við sögu samgöngu- málaáætlana eins og Svalbarða og Grænlands. Menningarmála- nefndin hefur og haldið fund á íslandi, nánar tiltekið á Húsa- vik og félagsmálanefnd á Ak- ureyri. Aðrar fastanefndir starfa að efnahagsmálum og lögfræðilegum efnum. Starfs- menn þessara nefnda hafa að- setur í Stokkhólmi og hafa 20 FV 5 1976
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.