Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 31

Frjáls verslun - 01.05.1976, Page 31
ur giftingaraldur íslenskra stúd- enta þýðir að þeir eiga almennt ekki hægt um vik að taka þátt í stúdentaskiptum, og loks má svo nefna að íslenskir stúdent- ar leggja yfirleitt meira upp úr aS afla sér sem mestra peninga í fríum milli skólaára en að auka þekkingu sína og reynslu í öðrum löndum i gegnum stúd- entaskipti AISESC. FIMM TIL TÍU HINGAÐ ÁRLEGA Að sögn Guðjóns Jónssonar, viðskiptafræðinema, sem áður er getið, er megin orsök þekk- ingarleysis á störfum AISESC hér, að AISESC nefndin ís- lenska hefur ekki haft bolmagn til kynningarherferðar sem að gagni mætti koma. Þrátt fyrir þessa erfiðleika koma nú ár- lega fimm til tíu erlendir stúd- entar til starfa hér, og oftast fara einhverjir íslenskir til starfa erlendis. Framtíð AISESC hérlendis er fyrst og fremst háð áhuga stúd- enta og forsvarsmanna fyrir- tækja á gagnsemi þessarar starfsemi. Erlendir stúdentar, sem hingað hafa komið á veg- um stúdentaskipta AISESC telja sig hafa haft mikið gagn af komunni og sama er að segja um þau fyrirtæki, sem þeir hafa starfað hjá, þau hafa met- ið nýjar hugmyndir stúdent- anna og viðhorf og er blaðinu kunnugt um að víða hafi þeir unnið mikið gagn í fyrirtækj- unum. Sama er að segja um þá fáu íslendinga, sem farið hafa út. FJÁRMAGN SKORTIR Guðjón sagði, að sjaldan hafi verið eins mikill einhugur í ís- lenzku AISESC-nefndinni að hef ja AISESC til þess álits hér- lendis sem það nýtur víðast erlendis. Til þess þarf fjár- magn, og er ötullega unnið að útvegun þess með frjálsum framlögum og fleiri aðferðum. Þess má geta að erlendis taka atvinnuveitendur þá nýstúd- enta oftast íramyfir, sem tekið hafa þátt í stúdentaskiptum AISESC, vegna þess að þeir hafa þá víðtækari menntun og þjálfun en aðrir. Markmið AISESC-nefndar- innar hér er að styrkja 10 til 15 viðskiptafræðinema til utan- farar árlega í þeim tilgangi að auka þekkingu þeirra og reynslu í ýmiskonar fyrir- tækja- og atvinnurekstri. Auk þess vill AISESC á íslandi minnst 10 störf í íslenskum fyr- irtækjum til handa erlendum stúdentum. Þegar þessu tak- marki hefur verið náð, mun AISESC á íslandi hefja upp- byggingu skipulegs ráðstefnu- halds með þátttöku viðskipta- fræðinema og forsvarsmönnum fyrirtækja. RÁÐSTEFNUR AISESC gengst fyrir fjölda ráðstefna í þeim tilgangi að kryfja einhverja málaflokka til mergjar og dreifa svo niður- stöðum sem víðast. Þannig er nú í undirbúningi ráðstefna um skipaútgerð, sem haldin verður í sambandi við margar smærri ráðstefnur um sama málefni í fjölda V-Evrópuríkja. Hópur af hverri ráðstefnu mun svo mæta á aðalráðstefnuna og kynna sín- ar niðurstöður og á aðalráð- stefnunni verður svo unnið að einni allsherjar niðurstöðu, byggðri á niðurstöðum hinna ráðstefnanna. Þær upplýsingar og niðurstöður, sem fram koma, dreifast svo með þátttakendun- um víða um heim og gildi þeirra hefur tvímælalaust átt sinn þátt í því að vinnaAISESC það álit, sem samtökin njóta víðast. Kemur það m.a. fram í því að fjölmörg stórfyrirtæki víða í heiminum, beinlínis sækjast eftir að fá erlenda stúdenta til starfa í gegnum stúdentaskiptin og auk þess að greiða stúdentunum ákveðin laun, styrkja þau AISESC með beinum fjárframlögum. Heimsþekkt hótelpostulín með yfir 30 ára reynslu hér á Iandi. • MATSÖLUSTAÐIR • HÖTEL • VEITINGAHOS • FÉLAGSHEIMILI • SJOKRAHÚS • SKIPAFÉLÖG um allt land staðfesta langa og góða endingu. Leitið upplýsinga hjá umboðs- mönnum: JÓH. ÓLAFSSON & CO KLETTAGÖRÐUM 43 — SÍMI 82644 FV 5 1976 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.