Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.05.1976, Qupperneq 33
ráðuneytinu til að gera nýtt frumvarp til laga um ferðamál. Þessari nefnd varð betur á- gengt en hinni fyrri, hún 'hafði raunar úr nokkuð miklu efni að moða frá hinni fyrri nefnd. Þá voru henni einnig ljósir van- kantar þeir á hinu fyrra frum- varpi, sem menn aðallega ráku hornin í. En auk þess hafði ráð- herra skapað vissa stefnu í mál- inu og hafði ásetning um að koma málinu fram. Seinni nefndin skilaði svo nefndaráliti 22. janúar 1976. Frumvarpið var kynnt ýmsum aðilum og nefndum Alþingis. Ekki voru allir fullkomlega ánægðir með þetta frumvarp frekar en hið fyrra, en þó fór svo að eftir smávægilegar breytingar var Ferðamálaráð m.a. á einu máli um að frum- varpið væri til mikilla bóta og gerði tillögu um að Alþingi sam- þykkti frumvarpið. Nú hefur þetta frumvarp orðið að lögum. Að vísu hafa verið gerðar á því, í meðförum Alþingis, veiga- miklar breytingar sem of langt mál yrði að fara út í 'hér, en mín persónulega skoðun er sú, að þetta frumvarp með áorðn- um breytingum sé þegar til mikilla bóta frá lögunum sem áður voru í gildi um ferðamál. Ég fagna því þess vegna að lögin skuli hafa náð samþykki Alþingis, enda væri annað ó- eðlilegt þegar af þeirri ástæðu að í ferðamannnaþjónustunni eru nú umsettar stórkostlegar fjárhæðir beint og óbeiht og ég ætla að upphæðir þær nálgist eitthvað um 7 milljarði ísl. kr. þegar allt er með reiknað og gefur það nokkra vísbendingu um að full nauðsyn er á að hafa löggjöf um ferðamannaþjónustu miðaða við tímana sem við nú lifum á. ----vi FV.: — Hverjum augum lítur fcrðamálaráð á þróunina varð- andi heimsóknir erlendra ferða- manna hingað til lands að und- anförnu. Finnst mönnum túr- ismi vera hæfilega mikill cða er sótzt eftir enn fleiri gestum? Ludvig: — Ferðamálaráð hef- ur allt frá upphafi verið sér þess meðvitandi að ótakmarkað- ur fjöldi erlendra ferðamanna Frá Laugar- vatni. Þar hefur risið tjald- miðstöð fyrir ferða- menn. Fleiri slíkra er þörf víða á landinu. til íslands er ekki æskilegur. Til þess liggja margar ástæður. Má þar t.d. nefna náttúruverndar- sjónarmið, því að staðreynd er að vá er fyrir dyrum ef mikill átroðningur verður á hálendis- svæði þau sem eru viðkvæm, hins vegar hefur aldrei neitt ,,hysteri“ gripið um sig í Ferða- málaráði vegna ásóknar á há- lendið. í Ferðamálaráði eru menn sér þess fullkomlega meðvitandi að landinu verður ekki lokað og með skipulagi og peningum má í raun og veru forða frá nátt- úruskemmdum á viðkvæmum stöðum. ísland er ekki eina landið þar sem þarf að verja náttúruna fyrir átroðningi. Hinu mega menn svo ekki gleyma, að íslendingar sjálfir ganga mjög illa um sitt land og ég fullyrði að þegar á heildina er litið, þá virði erlendir menn miklu meir viðkvæma náttúru en íslendingar sjálfir. Við þurfum ekki að vera með nein „farísealæti“ gagnvart öðr- um, því að við höfum rányrkt bæði landið sjálft og hafið í kringum það allt of lengi. Það er erfitt að segja um það hvað hæfilegur fjöldi erlendra ferða- manna eigi að vera. Menn koma í afar misjöfnum erindum og það er eðlismunur á mönnum sem koma hér til ráðstefnu- halds og svo hinna sem fara gagn gert til þess að ferðast um öræfin. Ég held, að það sé engin hætta á ferðum a.m.k. ennþá, en að sjálfsögðu verður að gæta hófs og varúðar og fara að vinna að því að setja ákveðnar reglur t.d. um ferðafjölda inná öræfi landsins þar sem við- kvæmasti gróðurinn er. FV.: — Hvað vantar ínikið á, að íslendingar hafi tekjux af er- lend'um ferðamönnum sem nemi því er íslendingar eyða til ferðalaga erlendis? Ludvig: — Þegar teknar eru beinar og óbeinar tekjur af er- lendum ferðamönnum eins og þær koma fram í opinberum skýrslum, þá er það nú sann- leikur að endarnir ná nærri saman. Hitt er svo staðreynd sem ekki má loka augum fyrir, að gjaldeyrir erlendu ferða- mannanna skilast ákaflega illa. Ég hef ástæðu til að ætla þó ég setji ekki fram fyrir því rök hér, að hver erlendur ferða- maður sem kemur með íslensk- um farkosti til landsins, noti ca. 100.000 'kr. í ferðina og er það lágmark. Þannig ættu bein- ar og óbeinar tekjur af erlend- um ferðamönnum t.d. á sl. ári að hafa numið einhvers staðar á milli 7—8 milljörðum en raunin varð, að beinar og óbein- ar tekjur af erlendum ferða- mönnum á árinu 1975 voru rúmlega 3 milljarðar ísl. kr.Það er hins vegar mín skoðun að við eigum að hefta sem allra minnst ferðir manna úr landi og það er sjálfsagt hægt að finna ráð til þess að menn geti fengið sæmilega peninga með sér til dvalar erlendis og að það sé hægt að útiloka svartan markað á gjaldeyri. Ég held að svartur markaður á erl. gjald- eyri sé að verða óþekktur í heiminum nema í einstöku járn- FV 5 1976 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.